Zero tolerance Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 26. september 2007 00:01 Eins og fyrr hafa öfgar yfirgnæft umræðuna um ástand miðborgarinnar. Ólátum um nætur jafnvel lýst sem neyðarástandi sem er gróflega misnotuð skilgreining. Þá á ég auðvitað ekki við ofbeldi sem víða á sér stað, heldur óspektir og sóðaskap sem lengst af var látið óátalið. Aðferðin við að innleiða betri siði hlýtur að vera einfaldari en að loka sjoppunum við háttatíma eldri borgara og smala fólki út í iðnarhverfin, nema markmiðið sé að leggja miðborgina niður. Hugmyndin um zero tolerance er meðal annars sú að með því að taka á litlum afbrotum og auka þannig aga sé jafnframt verið að koma í veg fyrir alvarlegri brot. Og hefur þann kost að beinast ekki að löghlýðnum borgurum heldur bara miðbæjarbullum. Margir eru viðkvæmastir fyrir í veskjunum sínum og hugsa sig um tvisvar áður en þeir míga utan í Jón Sigurðsson ef það kostar tíuþúsund kall. Áður var slíkt bara bannað en kostaði ekki krónu og því bara grín. Að minna umburðarlyndi skuli virka betur en meira er umhugsunarefni fyrir þau sem láta smotteríi angra sig. Eins og að græni kallinn skuli ekki vera kona, stelpur skuli vera penar en strákar prakkarar, að Ingibjörg sé ráðherra en ekki ráðfrú, fáklæddar konur henti vel til að auglýsa bíla, klámvæðingin geri lítið úr konum, kvensköp séu kallaðar pjöllur eða buddur og að konur séu svo sjaldan viðmælendur í fjölmiðlum. Þau sem láta pirra sig að kvenlegir eiginleikar skuli taldir minna virði svo litlir drengir sem prófa varalit mömmu sinnar sendi kaldan hroll niður bak foreldranna. Á meðan er það bara efni í krúttlega sögu þegar pabbinn klæðir barnið í náttfötin utanyfir útigallann því hann hefur auðvitað ekkert vit á svonalöguðu. Og þegar konan sækir karlinn á bílnum og tifar þæg yfir í farþegasætið svo hann geti tekið við stjórninni. Þetta eru lítil mál en mótandi fyrir hugsunarháttinn. Einstaka finnst upplagt að kalla það fólk feminazista sem kunna heldur ekki að meta að lög um kynbundið launajafnrétti skuli vera án viðurlaga og því bara grín. Neyðarástand er gróflega misnotuð skilgreining. Hinsvegar gæti jafnréttisbaráttan alveg notað dálítinn skammt af almennri umræðu um zero tolerance. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun
Eins og fyrr hafa öfgar yfirgnæft umræðuna um ástand miðborgarinnar. Ólátum um nætur jafnvel lýst sem neyðarástandi sem er gróflega misnotuð skilgreining. Þá á ég auðvitað ekki við ofbeldi sem víða á sér stað, heldur óspektir og sóðaskap sem lengst af var látið óátalið. Aðferðin við að innleiða betri siði hlýtur að vera einfaldari en að loka sjoppunum við háttatíma eldri borgara og smala fólki út í iðnarhverfin, nema markmiðið sé að leggja miðborgina niður. Hugmyndin um zero tolerance er meðal annars sú að með því að taka á litlum afbrotum og auka þannig aga sé jafnframt verið að koma í veg fyrir alvarlegri brot. Og hefur þann kost að beinast ekki að löghlýðnum borgurum heldur bara miðbæjarbullum. Margir eru viðkvæmastir fyrir í veskjunum sínum og hugsa sig um tvisvar áður en þeir míga utan í Jón Sigurðsson ef það kostar tíuþúsund kall. Áður var slíkt bara bannað en kostaði ekki krónu og því bara grín. Að minna umburðarlyndi skuli virka betur en meira er umhugsunarefni fyrir þau sem láta smotteríi angra sig. Eins og að græni kallinn skuli ekki vera kona, stelpur skuli vera penar en strákar prakkarar, að Ingibjörg sé ráðherra en ekki ráðfrú, fáklæddar konur henti vel til að auglýsa bíla, klámvæðingin geri lítið úr konum, kvensköp séu kallaðar pjöllur eða buddur og að konur séu svo sjaldan viðmælendur í fjölmiðlum. Þau sem láta pirra sig að kvenlegir eiginleikar skuli taldir minna virði svo litlir drengir sem prófa varalit mömmu sinnar sendi kaldan hroll niður bak foreldranna. Á meðan er það bara efni í krúttlega sögu þegar pabbinn klæðir barnið í náttfötin utanyfir útigallann því hann hefur auðvitað ekkert vit á svonalöguðu. Og þegar konan sækir karlinn á bílnum og tifar þæg yfir í farþegasætið svo hann geti tekið við stjórninni. Þetta eru lítil mál en mótandi fyrir hugsunarháttinn. Einstaka finnst upplagt að kalla það fólk feminazista sem kunna heldur ekki að meta að lög um kynbundið launajafnrétti skuli vera án viðurlaga og því bara grín. Neyðarástand er gróflega misnotuð skilgreining. Hinsvegar gæti jafnréttisbaráttan alveg notað dálítinn skammt af almennri umræðu um zero tolerance.