Sökudólgar miðbæjarvandans 12. september 2007 00:01 Fáir hrekkir eru fyndnari í fertugsafmælum en að sýna hallærislega myndaseríu af afmælisbarninu frá æskuárum. Á þeim sjást ómótstæðilegar hárgreiðslur og glæsilegir herðapúðar að ógleymdri sífelldri sígarettu á milli fingra. Við vorum ekkert smá töff í menntó og strompreyktum við öll tækifæri. Forstofa skólans gegndi hlutverki reykherbergis og var þar með samkomustaður skemmtilega fólksins. Frelsið til reykinga hefur horfið með ljóshraða og við erum næstum öll löngu hætt. Ég veit varla lengur hvaða örfáir vinir mínir reykja enn þá því fólk laumast með það eins og þýfi. Þegar vinnustaðurinn varð reyklaus hvarf fyrsta skjólið og þá var gott að eiga góða úlpu. En svo varð lóðin líka reyklaus. Makinn hætti og setti lögbann á heimilisreykingar. Börnin stara ásakandi á hið sakbitna foreldri sem hímir á svölunum í norðangarra og reynir þrátt fyrir niðurlæginguna að halda dálitlum myndugleika. Svipt síðasta víginu, félagslegum reykingum á kaffihúsum, halda sumir enn þá tryggð þótt öll spjót standi á þeim. Ekki má lengur reykja í vinnunni, ekki heima, ekki í bílnum auðvitað, alls ekki í heimsóknum og ekki einu sinni á barnum. Til að mega reykja inni við þarf að fara til austantjaldslanda. Seigla hins dygga reykingafólks er aðdáunarverð. Að norpa úti að meðaltali tuttugu sinnum á dag í sjö mínútur hverju sinni gerir vikulega meira en tvo heila vinnudaga. Þetta sýnir afburða karakterstyrk við hörmulegar aðstæður. Við sem pússum geislabauginn yfir að vera hætt getum líklega fæst státað af þvílíkri einbeitingu. Ekki aðeins fylgir athyglisbrestur reykleysinu, heldur hefur reykingabannið á skemmtistöðum haft afleitar afleiðingar fyrir drykkjusiði mína. Í tæru fjallaloftinu er nú fátt skemmtilegra en að hanga á barnum. Án nokkurra sönnunargagna finnst mér líklegt að fleiri handhafar geislabauga séu mér um þessar mundir samferða í ræsið. Kannski samanstendur miðbæjarósóminn bara af reyklausu fólki sem fær loks útrás fyrir djammþörfina eftir marga ára bælingu. Ef svo er mun ástandið róast sjálfkrafa um leið og kólnar. Við höfum nefnilega ekki þjálfun reykingafólksins til að skjálfa af kulda fyrir fíknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun
Fáir hrekkir eru fyndnari í fertugsafmælum en að sýna hallærislega myndaseríu af afmælisbarninu frá æskuárum. Á þeim sjást ómótstæðilegar hárgreiðslur og glæsilegir herðapúðar að ógleymdri sífelldri sígarettu á milli fingra. Við vorum ekkert smá töff í menntó og strompreyktum við öll tækifæri. Forstofa skólans gegndi hlutverki reykherbergis og var þar með samkomustaður skemmtilega fólksins. Frelsið til reykinga hefur horfið með ljóshraða og við erum næstum öll löngu hætt. Ég veit varla lengur hvaða örfáir vinir mínir reykja enn þá því fólk laumast með það eins og þýfi. Þegar vinnustaðurinn varð reyklaus hvarf fyrsta skjólið og þá var gott að eiga góða úlpu. En svo varð lóðin líka reyklaus. Makinn hætti og setti lögbann á heimilisreykingar. Börnin stara ásakandi á hið sakbitna foreldri sem hímir á svölunum í norðangarra og reynir þrátt fyrir niðurlæginguna að halda dálitlum myndugleika. Svipt síðasta víginu, félagslegum reykingum á kaffihúsum, halda sumir enn þá tryggð þótt öll spjót standi á þeim. Ekki má lengur reykja í vinnunni, ekki heima, ekki í bílnum auðvitað, alls ekki í heimsóknum og ekki einu sinni á barnum. Til að mega reykja inni við þarf að fara til austantjaldslanda. Seigla hins dygga reykingafólks er aðdáunarverð. Að norpa úti að meðaltali tuttugu sinnum á dag í sjö mínútur hverju sinni gerir vikulega meira en tvo heila vinnudaga. Þetta sýnir afburða karakterstyrk við hörmulegar aðstæður. Við sem pússum geislabauginn yfir að vera hætt getum líklega fæst státað af þvílíkri einbeitingu. Ekki aðeins fylgir athyglisbrestur reykleysinu, heldur hefur reykingabannið á skemmtistöðum haft afleitar afleiðingar fyrir drykkjusiði mína. Í tæru fjallaloftinu er nú fátt skemmtilegra en að hanga á barnum. Án nokkurra sönnunargagna finnst mér líklegt að fleiri handhafar geislabauga séu mér um þessar mundir samferða í ræsið. Kannski samanstendur miðbæjarósóminn bara af reyklausu fólki sem fær loks útrás fyrir djammþörfina eftir marga ára bælingu. Ef svo er mun ástandið róast sjálfkrafa um leið og kólnar. Við höfum nefnilega ekki þjálfun reykingafólksins til að skjálfa af kulda fyrir fíknina.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun