Skapvondur forstjóri 29. ágúst 2007 02:00 Economist | Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, eins stærsta lággjaldaflugfélags í Evrópu, fær heldur kaldar kveðjur í nýrri bók um sögu flugfélagsins. Í bókinni er sérstaklega tæpt á aðkomu O‘Learys, sem virðist hafa verið plataður í forstjórastólinn af stofnanda fyrirtækisins árið 1988 á þeim forsendum einum að hann fengi fjórðung af öllum hagnaði flugfélagsins umfram tvær milljónir punda. Flugfélagið átti í verulegum rekstrarerfiðleikum og tók O‘Leary strax til við niðurskurð á rekstrarkostnaði með það eitt fyrir augum að skara eld að sinni köku. Breska vikuritið Economist bendir á að þótt margar af hugmyndum O‘Learys hafi verið til fyrirmyndar þá séu þær aðeins til þess fallnar að leggja meira í launaumslag hans. Í umfjöllun sinni um bókina dregur Economist sérstaklega fram skapgerð forstjórans, sem virðist einkar slæm. Skapvonskan virðist hafa smitað út frá sér út í alla starfsemi fyrirtækisins, sem virðist fátt gera til að gera ferðir viðskiptavina sinna ánægjulegar. Sérstaklega er tekið fram að O‘Leary neitaði að koma nálægt vinnslu bókarinnar og hefur Economist eftir honum að bækur um viðskipti séu þvættingur og að höfundar þeirra séu aumingjar. Álögur á viðskiptaviniGuardian | Og enn af Ryanair. Frá og með 20. september ætlar flugfélagið að rukka viðskiptavini sína sem ferðast með meira en handfarangur um tvö pund aukalega sem greiðast við innritunarborð. Þeir sem einungis eru með handfarangur þurfa ekkert að greiða. Þótt þetta jafngildi einungis um 260 íslenskum krónum er flugfélagið sakað um argasta dónaskap fyrir að seilast með þessum hætti ofan í vasa farþega, sem alla jafna greiða afar lítið fyrir ferðina með vélum Ryanair.Hins vegar ber að hafa í huga að 42,5 milljónir manna fljúga að meðaltali með vélum Ryanair á ári hverju. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmanni flugfélagsins að álögurnar séu enn einn liðurinn í niðurskurði á rekstrarkostnaði flugfélagsins. Þá sé stefnt að því að minnka álagið við innritunarborðin auk þess að gera flugvélarnar léttari. „Við ætlum ekki að græða á þessu,“ sagði talsmaðurinn og benti á að með aðgerðunum væri verið að ýta undir að farþegar Ryanair nýttu sér möguleikann á því að innrita sig sjálfir í flug í tölvu, sem finna megi víða á flugstöðvum. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Economist | Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, eins stærsta lággjaldaflugfélags í Evrópu, fær heldur kaldar kveðjur í nýrri bók um sögu flugfélagsins. Í bókinni er sérstaklega tæpt á aðkomu O‘Learys, sem virðist hafa verið plataður í forstjórastólinn af stofnanda fyrirtækisins árið 1988 á þeim forsendum einum að hann fengi fjórðung af öllum hagnaði flugfélagsins umfram tvær milljónir punda. Flugfélagið átti í verulegum rekstrarerfiðleikum og tók O‘Leary strax til við niðurskurð á rekstrarkostnaði með það eitt fyrir augum að skara eld að sinni köku. Breska vikuritið Economist bendir á að þótt margar af hugmyndum O‘Learys hafi verið til fyrirmyndar þá séu þær aðeins til þess fallnar að leggja meira í launaumslag hans. Í umfjöllun sinni um bókina dregur Economist sérstaklega fram skapgerð forstjórans, sem virðist einkar slæm. Skapvonskan virðist hafa smitað út frá sér út í alla starfsemi fyrirtækisins, sem virðist fátt gera til að gera ferðir viðskiptavina sinna ánægjulegar. Sérstaklega er tekið fram að O‘Leary neitaði að koma nálægt vinnslu bókarinnar og hefur Economist eftir honum að bækur um viðskipti séu þvættingur og að höfundar þeirra séu aumingjar. Álögur á viðskiptaviniGuardian | Og enn af Ryanair. Frá og með 20. september ætlar flugfélagið að rukka viðskiptavini sína sem ferðast með meira en handfarangur um tvö pund aukalega sem greiðast við innritunarborð. Þeir sem einungis eru með handfarangur þurfa ekkert að greiða. Þótt þetta jafngildi einungis um 260 íslenskum krónum er flugfélagið sakað um argasta dónaskap fyrir að seilast með þessum hætti ofan í vasa farþega, sem alla jafna greiða afar lítið fyrir ferðina með vélum Ryanair.Hins vegar ber að hafa í huga að 42,5 milljónir manna fljúga að meðaltali með vélum Ryanair á ári hverju. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmanni flugfélagsins að álögurnar séu enn einn liðurinn í niðurskurði á rekstrarkostnaði flugfélagsins. Þá sé stefnt að því að minnka álagið við innritunarborðin auk þess að gera flugvélarnar léttari. „Við ætlum ekki að græða á þessu,“ sagði talsmaðurinn og benti á að með aðgerðunum væri verið að ýta undir að farþegar Ryanair nýttu sér möguleikann á því að innrita sig sjálfir í flug í tölvu, sem finna megi víða á flugstöðvum.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira