Miklar dægursveifur á fjármálamörkuðum 18. ágúst 2007 03:00 Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna. Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna.
Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent