Lækkanir til marks um alþjóðleg áhrif Jón Skaftason skrifar 1. ágúst 2007 02:45 Lækkanir undanfarinnar viku skýrast einkum af verðrýrnun erlendra fjárfestinga og gengistapi, og þykja til marks um aukna alþjóðavæðingu íslensks viðskiptalífs. Fréttablaðið/Stefán Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um tæplega 4,5 prósent undanfarna viku og er lækkunin í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir íslenskan hlutabréfamarkað sífellt verða alþjóðlegri. Stór hluti íslenskra félaga sé bæði með fjárfestingar og starfsemi erlendis, sem verði fyrir beinum áhrifum af gengi á erlendum mörkuðum, „Mörg félögin hér á landi eru með fjárfestingar og starfsemi erlendis. Þá eru margir innlendir fjárfestar sem eiga eignir í útlöndum, auk þess sem stórir erlendir fjárfestar eru orðnir umsvifamiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Allt þetta er til marks um hversu alþjóðlegt viðskiptalífið er orðið.“ Breska FTSE 100-vísitalan hefur lækkað um 4,5 prósent undanfarna viku, hin franska CAC40 um 4,4 prósent og þýska DAXið litlu meira. Hin danska C20-vísitala hefur lækkað um tæplega 3,4 prósent, norska OBX-vísitalan um rúmlega 4,4 prósent og OMXS30 í Svíþjóð um tæplega 3,7 prósent. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 4,2 prósent síðastliðna viku og hefur ekki lækkað meira á einni viku síðan árið 2003. NASDAQ-vísitalan lækkaði um 1,34 prósent. Ingólfur telur hin alþjóðlegu áhrif einkum birtast á tvennan hátt; fjárfestingar erlendis rýrni í verði þegar skarpar lækkanir verða á mörkuðum líkt og undanfarna daga, auk þess sem veiking krónunnar valdi fjárfestum gengistapi. Einnig sé athyglisvert að hér heima hafi ekkert sérstakt gerst sem gæfi tilefni til svo skarpra lækkana, til að mynda hafi uppgjörshrinan sem nú stendur yfir verið tiltölulega góð, „Markaðurinn hér heima hefur þó hækkað talsvert undanfarið. Menn fá alltaf smávægilegan hroll þegar svo er og búast við leiðréttingu. Sú kann að vera skýringin að einhverju leyti. Meginorsökin er hins vegar þessar breytingar sem orðið hafa erlendis og knýja innlendan hlutabréfamarkað niður.“ Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um tæplega 4,5 prósent undanfarna viku og er lækkunin í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir íslenskan hlutabréfamarkað sífellt verða alþjóðlegri. Stór hluti íslenskra félaga sé bæði með fjárfestingar og starfsemi erlendis, sem verði fyrir beinum áhrifum af gengi á erlendum mörkuðum, „Mörg félögin hér á landi eru með fjárfestingar og starfsemi erlendis. Þá eru margir innlendir fjárfestar sem eiga eignir í útlöndum, auk þess sem stórir erlendir fjárfestar eru orðnir umsvifamiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Allt þetta er til marks um hversu alþjóðlegt viðskiptalífið er orðið.“ Breska FTSE 100-vísitalan hefur lækkað um 4,5 prósent undanfarna viku, hin franska CAC40 um 4,4 prósent og þýska DAXið litlu meira. Hin danska C20-vísitala hefur lækkað um tæplega 3,4 prósent, norska OBX-vísitalan um rúmlega 4,4 prósent og OMXS30 í Svíþjóð um tæplega 3,7 prósent. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 4,2 prósent síðastliðna viku og hefur ekki lækkað meira á einni viku síðan árið 2003. NASDAQ-vísitalan lækkaði um 1,34 prósent. Ingólfur telur hin alþjóðlegu áhrif einkum birtast á tvennan hátt; fjárfestingar erlendis rýrni í verði þegar skarpar lækkanir verða á mörkuðum líkt og undanfarna daga, auk þess sem veiking krónunnar valdi fjárfestum gengistapi. Einnig sé athyglisvert að hér heima hafi ekkert sérstakt gerst sem gæfi tilefni til svo skarpra lækkana, til að mynda hafi uppgjörshrinan sem nú stendur yfir verið tiltölulega góð, „Markaðurinn hér heima hefur þó hækkað talsvert undanfarið. Menn fá alltaf smávægilegan hroll þegar svo er og búast við leiðréttingu. Sú kann að vera skýringin að einhverju leyti. Meginorsökin er hins vegar þessar breytingar sem orðið hafa erlendis og knýja innlendan hlutabréfamarkað niður.“
Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent