Geirvörtur 5. júlí 2007 00:01 Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skraufþurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. Til hvers úthlutaði náttúran körlum geirvörtum? Til þess eins að gera lítið úr þeim í samanburði við konur? Eru geirvörturnar kannski leifar af glæstri fortíð þegar karlar sátu mjólkandi í hellum með kornabörn á brjósti? Eða bara hönnunarslys? Stórkostlegt framfaraskref í jafnréttismálum væri stigið ef læknavísindunum tækist að koma mjólkurframleiðslu í gang hjá körlum. Stoltir karlar með þrútnar geirvörtur framan á rosa júllum færu um bæinn og auðvitað kæmi keppnisskapið upp í þeim. Karlar hættu að keppa í bílategundum og færu að keppa í brjóstastærðum - „Hann Gúndi í Glaumi er sko með ekkert smá bobbinga enda nýkominn úr stækkun, en greyið hann Siggi er ennþá með ræfilslegu tepokana og heldur áfram að tapa og tapa á bréfunum sínum." Karla-brjóstahaldarar fengjust auðvitað með merkjum fótboltafélaga, hljómsveitalógóum og öðru því sem körlum finnst merkilegt. Stebbi Arsenal væri alltaf í Arsenal-haldara og Kiddi rokk í Metallica-topp. Að gera karla kvenlegri er mun vænlegri - svo ekki séð talað um skemmtilegri - leið til jafnréttis en sú þunglynda leið sem nú er sett fram sem sú eina rétta: að best í heimi sé að sem flestar konur verði í fararbroddi í stjórnmálum og svokallaðir æðstu stjórnendur í fyrirtækjum. Ekki þessi leiðindi! Hvaða ofsatrú er þetta eiginlega á andlausu framapotinu? Hvaða jafnrétti heldur fólk að náist með því að greindar og skemmtilegar konur breytist umvörpum í vindþurrkuðustu fiskhausa tilverunnar? Betra væri auðvitað að fara alveg öfuga leið og koma rennandi mjólk í karlajúgur. Fyrst hægt er að fljúga fólki til tunglsins hlýtur það nú að vera hægt. Með tútturnar virkar myndu innstu leyndardómar lífsins loksins ljúkast upp fyrir körlum. Þeir yrðu alvöru þátttakendur í hringrás lífsins - ekki bara sæðissprautandi fylgihlutir - og myndu róast með korrandi ungabörn föst á geirvörtunum. Í beinu framhaldi legðist hraðakstur og ofbeldi af og með þessa sameiginlegu reynslu fyndist öllum sjálfsagt og eðlilegt að laun í umönnunarstörfum yrðu þau sömu og í fjármálageiranum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skraufþurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. Til hvers úthlutaði náttúran körlum geirvörtum? Til þess eins að gera lítið úr þeim í samanburði við konur? Eru geirvörturnar kannski leifar af glæstri fortíð þegar karlar sátu mjólkandi í hellum með kornabörn á brjósti? Eða bara hönnunarslys? Stórkostlegt framfaraskref í jafnréttismálum væri stigið ef læknavísindunum tækist að koma mjólkurframleiðslu í gang hjá körlum. Stoltir karlar með þrútnar geirvörtur framan á rosa júllum færu um bæinn og auðvitað kæmi keppnisskapið upp í þeim. Karlar hættu að keppa í bílategundum og færu að keppa í brjóstastærðum - „Hann Gúndi í Glaumi er sko með ekkert smá bobbinga enda nýkominn úr stækkun, en greyið hann Siggi er ennþá með ræfilslegu tepokana og heldur áfram að tapa og tapa á bréfunum sínum." Karla-brjóstahaldarar fengjust auðvitað með merkjum fótboltafélaga, hljómsveitalógóum og öðru því sem körlum finnst merkilegt. Stebbi Arsenal væri alltaf í Arsenal-haldara og Kiddi rokk í Metallica-topp. Að gera karla kvenlegri er mun vænlegri - svo ekki séð talað um skemmtilegri - leið til jafnréttis en sú þunglynda leið sem nú er sett fram sem sú eina rétta: að best í heimi sé að sem flestar konur verði í fararbroddi í stjórnmálum og svokallaðir æðstu stjórnendur í fyrirtækjum. Ekki þessi leiðindi! Hvaða ofsatrú er þetta eiginlega á andlausu framapotinu? Hvaða jafnrétti heldur fólk að náist með því að greindar og skemmtilegar konur breytist umvörpum í vindþurrkuðustu fiskhausa tilverunnar? Betra væri auðvitað að fara alveg öfuga leið og koma rennandi mjólk í karlajúgur. Fyrst hægt er að fljúga fólki til tunglsins hlýtur það nú að vera hægt. Með tútturnar virkar myndu innstu leyndardómar lífsins loksins ljúkast upp fyrir körlum. Þeir yrðu alvöru þátttakendur í hringrás lífsins - ekki bara sæðissprautandi fylgihlutir - og myndu róast með korrandi ungabörn föst á geirvörtunum. Í beinu framhaldi legðist hraðakstur og ofbeldi af og með þessa sameiginlegu reynslu fyndist öllum sjálfsagt og eðlilegt að laun í umönnunarstörfum yrðu þau sömu og í fjármálageiranum.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun