Viðskipti erlent

Barist um blómin

Blómstrandi runni Tom Hunter, einn ríkasti maður Skotlands, berst af alefli gegn því að breski stórmarkaðurinn Tesco yfirtaki skosku garðvörukeðjuna Dobbies.
Blómstrandi runni Tom Hunter, einn ríkasti maður Skotlands, berst af alefli gegn því að breski stórmarkaðurinn Tesco yfirtaki skosku garðvörukeðjuna Dobbies.

Stjórnendur bresku stórmarkaðakeðjunnar Tesco eru sagðir hafa setið á stífum fundum undir lok síðustu viku og metið stöðuna eftir að auðjöfurinn Sir Tom Hunter, ríkasti maður Skotlands, flaggaði rúmum fimmtungshlut í skosku garðvörukeðjunni Dobbies Garden Centers. Kaupþing í Bretlandi fjármagnaði kaup félags Hunters á bréfunum.

Útlit er fyrir að Hunter ætli sér að koma í veg fyrir yfirtöku Tesco á garðvöruversluninni en til þess þarf hann 25 prósenta hlut. Talið er að frekari kaup verði í samstarfi við Baug og fleiri sem Hunter hefur unnið með áður.

Haft er eftir greinanda hjá Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings í Bretlandi, í breska dagblaðinu Herald að baráttan um bréf Dobbies geti leitt til þess að Tesco hækki boð sitt, sem hljóðaði upp á jafnvirði 19,7 milljarða íslenskra króna.

Félag Hunters, sem átti fyrir rúman 10 prósenta hlut, greiddi 1750 pens á hlut fyrir 10 prósent til viðbótar. Það er 250 pensum betur en boð Tesco hljóðaði upp á fyrir tæpum hálfum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×