Fyrir frumkvöðla framtíðar 20. júní 2007 06:15 Ný kennslubók í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum er komin út. Í vetur kom út ný kennslubók í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, Tíra, sem er fyrir elstu bekki í grunnskóla og framhaldsskóla. Bókin er samstarfsverkefni milli Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Höfundar hennar eru Dr. Örn D. Jónsson, prófessor í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, dr. Rósa Gunnarsdóttir, sérfræðingur í kennslufræði nýsköpunarmenntar, og Svanborg R. Jónsdóttir, doktorsnemi við Kennaraháskóla Íslands. Tírunni er ætlað að svara þörf kennara og leiðbeinenda fyrir handbók sem tekur tillit til aðstæðna í daglegu lífi eða á starfsvettvangi, ekki síst þeirra viðfangsefna sem einstaklingar þurfa að glíma við að námi loknu. Fleiri grunn- og framhaldsskólar landsins munu bjóða upp á þetta námsefni í haust. „Þjóðfélagið hefur breyst gríðarlega á skömmum tíma og þar með vinnan og daglegt líf almennt. Tíra er eins konar verkfæri eða samansafn aðferða sem auðvelda einstaklingum að sjá umhverfið í nýju ljósi og auka víðsýni,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Dagana 20. til 22. júní er boðið upp á námskeið í kennsluháttum frumkvöðlafræða og nýsköpunarmenntar í Odda, Háskóla Íslands, frá 9 til 16, alla dagana. Á námskeiðinu verður meðal annars farið í skapandi hugsun, leiksvið lífsins, frumkvöðlamenntun og hugmyndafræði nýsköpunar. Námskeiðið er ætlað kennurum sem taka munu að sér kennslu í frumkvöðlafræði í haust. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Í vetur kom út ný kennslubók í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, Tíra, sem er fyrir elstu bekki í grunnskóla og framhaldsskóla. Bókin er samstarfsverkefni milli Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Höfundar hennar eru Dr. Örn D. Jónsson, prófessor í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, dr. Rósa Gunnarsdóttir, sérfræðingur í kennslufræði nýsköpunarmenntar, og Svanborg R. Jónsdóttir, doktorsnemi við Kennaraháskóla Íslands. Tírunni er ætlað að svara þörf kennara og leiðbeinenda fyrir handbók sem tekur tillit til aðstæðna í daglegu lífi eða á starfsvettvangi, ekki síst þeirra viðfangsefna sem einstaklingar þurfa að glíma við að námi loknu. Fleiri grunn- og framhaldsskólar landsins munu bjóða upp á þetta námsefni í haust. „Þjóðfélagið hefur breyst gríðarlega á skömmum tíma og þar með vinnan og daglegt líf almennt. Tíra er eins konar verkfæri eða samansafn aðferða sem auðvelda einstaklingum að sjá umhverfið í nýju ljósi og auka víðsýni,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Dagana 20. til 22. júní er boðið upp á námskeið í kennsluháttum frumkvöðlafræða og nýsköpunarmenntar í Odda, Háskóla Íslands, frá 9 til 16, alla dagana. Á námskeiðinu verður meðal annars farið í skapandi hugsun, leiksvið lífsins, frumkvöðlamenntun og hugmyndafræði nýsköpunar. Námskeiðið er ætlað kennurum sem taka munu að sér kennslu í frumkvöðlafræði í haust.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira