Lítið vitað um íslenska markaðinn 13. júní 2007 03:00 Þeir Gunnar Stefánsson og Árni Halldórsson segja lítið vitað um íslenska vörustjórnun. Þeir segja nauðsynlegt að kanna málið líkt og gert hafi verið á Norðurlöndunum. Markaðurinn/Anton Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn," segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið." „Það þarf að gera svipuð verkefni og hafa verð gerð á Norðurlöndum," segir Gunnar. Á meðal þess er að gera spurningalista og senda þá til fyrirtækja. „Svo þarf að greina vörustjórnunina og reyna að sjá þörfina og mynstrið hjá fyrirtækjum og neytendum," segir hann og bætir við að síðastliðin ár hafi orðið gríðarleg breyting á vörustjórnun, ekki síst eftir að hlutverk heildsalans breyttist, auk þess sem gríðarlegar breytingar hafi orðið úti á landi. Málið sé því aðkallandi. „Það hefur mikið breyst frá því heildsalarnir keyrðu í verslanir og reyndu að selja verslunarfólki vörurnar sem þeir fluttu inn sjálfir. Þetta hefur breyst mjög mikið," segir Gunnar. Árni tekur undir að hlutverk gamla heildsalans sé allt annað nú en áður. „Flutningafyrirtæki eru orðin miklu betri í því að koma vörunni frá A til B. Það þarf ekki lengur heildsala til að vaka yfir henni," segir hann og bendir á að stjórntæki innkaupa hafi þróast verulega og fólk sem sinni innkaupum hafi meiri möguleika á þjálfun og menntun en áður. „Það sem er byltingarkenndast er að smásöluverslanir eru farnar að draga að sér vörur. Þær þurfa ekki að bíða eftir heildsalanum lengur," segir Gunnar og bætir því við að eftir að sjóflutningar lögðust af í kringum landið hafi orðið gríðarleg breyting á vörustjórnun. „Áður sigldu menn miklu magni af vörum á Akureyri og keyrðu þær síðan þaðan. Núna er öllum vörum ekið frá Reykjavík til Akureyrar á hverjum degi. Þaðan halda þær svo áfram. Akureyri er með þessu móti að hverfa sem miðstöð vörustjórnunar fyrir Norður- og Austurland," bendir hann á og bætir við að hann spái því að Reykjavík verði stóra birgðastöð landsins á næstu árum. „Þetta gerðist fyrir fimmtán til tuttugu árum í Evrópu en hefur gerst á aðeins þremur árum hér!" Spurðir hvort það hafi verið gott eða slæmt að strandsiglingar hafi hætt með tilheyrandi afleiðingum segir Árni það allt fara eftir spurningunni. Gunnar bætir því við að þetta hafi verið gott út frá þjónustustiginu en slæmt ef horft sé á slit á vegum og með tilliti til mengunar. „Íslenskir vegir eru allt að því byggðir upp eins og hestaslóðar. Þeir eru ansi mjóir og óvíst hvort vegkantar þoli samtaka álag veðurfars og þunga flutningabíla. Þannig getur þetta aukið álag á vegakerfið við fyrstu sýn, en á hinn bóginn er ekki verið að flytja sömu vöruna fram og til baka á milli landshluta eins og var tilfellið fyrir nokkrum árum," segir Árni. „Það er mjög ódýrt að flytja vörur fjórðunga á milli og jafnvel á milli landa," segir Gunnar. „Þetta er ekki nema nokkur prósent af heildarverðinu. Það breytir engu um samkeppnishæfni og þess vegna er þeim ekið út um allt í stað þess að geyma þær á mörgum stöðum," segir hann en leggur áherslu á að umhverfismál séu ekki komin það langt að þau taki á menguninni sem skapist við flutningana. „Við getum samt haft áhrif ef við viljum. Ákvörðunin liggur alltaf hjá neytandanum á endanum," segir hann. Árni samþykkir það en bendir á að upplýsingar vanti um íslenska markaðinn til að hægt sé að koma með tillögur að úrbótum. „Það vantar upplýsingar um það sem virkilega þarf að fara með bílum og hvað mætti fara með skipum. Slíkt myndi gera okkur auðveldara fyrir," segir hann. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn," segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið." „Það þarf að gera svipuð verkefni og hafa verð gerð á Norðurlöndum," segir Gunnar. Á meðal þess er að gera spurningalista og senda þá til fyrirtækja. „Svo þarf að greina vörustjórnunina og reyna að sjá þörfina og mynstrið hjá fyrirtækjum og neytendum," segir hann og bætir við að síðastliðin ár hafi orðið gríðarleg breyting á vörustjórnun, ekki síst eftir að hlutverk heildsalans breyttist, auk þess sem gríðarlegar breytingar hafi orðið úti á landi. Málið sé því aðkallandi. „Það hefur mikið breyst frá því heildsalarnir keyrðu í verslanir og reyndu að selja verslunarfólki vörurnar sem þeir fluttu inn sjálfir. Þetta hefur breyst mjög mikið," segir Gunnar. Árni tekur undir að hlutverk gamla heildsalans sé allt annað nú en áður. „Flutningafyrirtæki eru orðin miklu betri í því að koma vörunni frá A til B. Það þarf ekki lengur heildsala til að vaka yfir henni," segir hann og bendir á að stjórntæki innkaupa hafi þróast verulega og fólk sem sinni innkaupum hafi meiri möguleika á þjálfun og menntun en áður. „Það sem er byltingarkenndast er að smásöluverslanir eru farnar að draga að sér vörur. Þær þurfa ekki að bíða eftir heildsalanum lengur," segir Gunnar og bætir því við að eftir að sjóflutningar lögðust af í kringum landið hafi orðið gríðarleg breyting á vörustjórnun. „Áður sigldu menn miklu magni af vörum á Akureyri og keyrðu þær síðan þaðan. Núna er öllum vörum ekið frá Reykjavík til Akureyrar á hverjum degi. Þaðan halda þær svo áfram. Akureyri er með þessu móti að hverfa sem miðstöð vörustjórnunar fyrir Norður- og Austurland," bendir hann á og bætir við að hann spái því að Reykjavík verði stóra birgðastöð landsins á næstu árum. „Þetta gerðist fyrir fimmtán til tuttugu árum í Evrópu en hefur gerst á aðeins þremur árum hér!" Spurðir hvort það hafi verið gott eða slæmt að strandsiglingar hafi hætt með tilheyrandi afleiðingum segir Árni það allt fara eftir spurningunni. Gunnar bætir því við að þetta hafi verið gott út frá þjónustustiginu en slæmt ef horft sé á slit á vegum og með tilliti til mengunar. „Íslenskir vegir eru allt að því byggðir upp eins og hestaslóðar. Þeir eru ansi mjóir og óvíst hvort vegkantar þoli samtaka álag veðurfars og þunga flutningabíla. Þannig getur þetta aukið álag á vegakerfið við fyrstu sýn, en á hinn bóginn er ekki verið að flytja sömu vöruna fram og til baka á milli landshluta eins og var tilfellið fyrir nokkrum árum," segir Árni. „Það er mjög ódýrt að flytja vörur fjórðunga á milli og jafnvel á milli landa," segir Gunnar. „Þetta er ekki nema nokkur prósent af heildarverðinu. Það breytir engu um samkeppnishæfni og þess vegna er þeim ekið út um allt í stað þess að geyma þær á mörgum stöðum," segir hann en leggur áherslu á að umhverfismál séu ekki komin það langt að þau taki á menguninni sem skapist við flutningana. „Við getum samt haft áhrif ef við viljum. Ákvörðunin liggur alltaf hjá neytandanum á endanum," segir hann. Árni samþykkir það en bendir á að upplýsingar vanti um íslenska markaðinn til að hægt sé að koma með tillögur að úrbótum. „Það vantar upplýsingar um það sem virkilega þarf að fara með bílum og hvað mætti fara með skipum. Slíkt myndi gera okkur auðveldara fyrir," segir hann.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira