Vörustjórnun Blóðrás fyrirtækja 13. júní 2007 03:00 Birgðastýring er mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja enda getur þar skilið á milli feigs og ófeigs. Markaðurinn/Pjetur Þó að öllu jöfnu fari lítið fyrir hugtakinu vörustjórnun er það mikilvægt fyrir fyrirtæki, ef ekki lífsnauðsynlegur hluti af rekstri þeirra. Lítið hefur farið fyrir vörustjórnun í íslensku viðskiptalífi. Einungis þrír Íslendingar flagga doktorsgráðu í þessum geira. Tveir þeirra skipulögðu árlega ráðstefnu á sviði vörustjórnunar (www.nofoma.org) í síðustu viku, þeir dr. Árni Halldórsson, dósent við háskólann í Southampton í Bretlandi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, og dr. Gunnar Stefánsson, dósent við verkfræðideild Háskóla Íslands og stundakennari við Chalmers-háskólann í Gautaborg í Svíþjóð. Sá þriðji heitir Sveinn Viðar Guðmundsson og starfar í Toulouse í Frakklandi og hefur meðal annars unnið að ráðgjafastörfum fyrir flugvélasmiðjur Airbus í Evrópu. Nofoma-ráðstefnan var haldin í samvinnu HR og HÍ og kynntar voru tæplega 100 ritrýndar greinar eftir fræðimenn frá ýmsum háskólum Norðurlandanna ásamt fræðimönnum frá Kanada, Bandaríkjunum, Portúgal, Austurríki, Bretlandi og Þýskalandi.Vöru hvað...?Með vörustjórnun er átt við stjórnun á flæði birgða og upplýsinga. Hugtakið er nokkuð víðtækt enda getur það átt við allt frá kaupum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á vöru frá birgjum til dreifingar vörunnar með sem hagkvæmustum hætti. Að sama skapi getur hugtakið sömuleiðis náð til stjórnunar á hjálparsendingum frá einu landi með sem skjótustum og skilvirkustum hætti til þeirra sem eru í nauð. Þótt vörustjórnun hafi ekki verið ofarlega í hugum fólks upp á síðkastið er hún ævaforn og, líkt og svo margt annað sem þarf að ganga með sem skilvirkustum og árangursríkustum hætti, upprunnið í hernaði. Talið er að sögu vörustjórnunar megi rekja allt til daga Grikkja og Rómverja en í þá daga voru uppi sérstakir herforingjar, logistikas, sem höfðu þann starfa einan að sjá um birgðastýringu á fjármagni og fæðu handa hermönnum á meðan á stríði stóð.Mikilvægi stjórnunar sem þessarar í hernaði hefur síst minnkað eftir því sem nær nútímanum hefur dregið. Það kom vel í ljós í seinni heimsstyrjöldinni. Tafir á afhendingu stríðstóla gátu haft alvarlegar afleiðingar enda skiptu þar mannslíf máli. Með góðri vörustjórnun tókst því að koma í veg fyrir óþarfa mannfall úr röðum hermanna.vörustjórnun í nýjum hæðumBrautargengi vörustjórnunar óx mjög í kjölfar heimsstyrjaldarinnar og festi rætur í viðskiptalífinu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Upp frá því hefur það þróast talsvert, ekki síst vegna tilkomu betri samgangna í lofti sem á láði og alþjóðavæðingarinnar sem hefur orðið til þess að þrýst er á fyrirtæki að þau leiti allra leiða til að lækka kostnað eða heyra ella sögunni til.Efalítið á alþjóðavæðingin og þróun í upplýsingatækni stóran þátt í sívaxandi mikilvægi vörustjórnunar. Þörfin fyrir lækkandi rekstrarkostnað hefur kallað á flutning á framleiðslu fyrirtækja til staða og landa þar sem vinnuafl er ódýrara. Það hefur aftur kallað á viðamikla skipulagningu og skilvirkari afgreiðslu. Þetta fer þó allt eftir stærð fyrirtækjanna og umfangi þeirra.Algengasta merking vörustjórnunar í nútímanum er komin langt út fyrir herfræðilegan þankagang og einskorðast nær eingöngu við rekstur fyrirtækja. Þar er það líka alltumlykjandi enda fyrirtækjum beinlínis lífsnauðsynlegt að halda utan um vöru með öllum hætti, bæði til að ná henni í hús og koma henni sem fyrst á áfangastað með sem ódýrustum hætti, hvort sem það er neytandi eða þriðji aðili (þ.e. annað fyrirtæki eða verslun) sem tekur á móti henni. Þá má nýta vörustjórnun með góðum árangri til að hindra ónauðsynleg afföll af vöru á lager og halda utan um veltuhraða og birgðahald svo eitthvað sé nefnt. Allir þessir þættir geta sparað fyrirtækjum drjúgan skildinginn.Margvísleg vörustjórnunarkerfi og -tól eru til og fara þau allt eftir stærð og umfangi fyrirtækja, fjölda birgja sem þau tengjast og þeim fyrirtækjum sem eiga í viðskiptum. Síðari ár hafa fjölmörg fyrirtæki endurskoðað stefnu sína innan vörustjórnunar, sem hefur leitt til þess að sum hver skilgreina stjórnsvið hennar sem „stjórnun aðfangakeðjunnar"; orsakir vandamála og leiðir til árangurs er ekki að finna einungis innan veggja eigin fyrirtækis, heldur þarf oft að vinna náið með útvöldum birgjum og viðskiptavinum til þess að komast skrefi framar en keppinauturinn. Undir smásjánni Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Þó að öllu jöfnu fari lítið fyrir hugtakinu vörustjórnun er það mikilvægt fyrir fyrirtæki, ef ekki lífsnauðsynlegur hluti af rekstri þeirra. Lítið hefur farið fyrir vörustjórnun í íslensku viðskiptalífi. Einungis þrír Íslendingar flagga doktorsgráðu í þessum geira. Tveir þeirra skipulögðu árlega ráðstefnu á sviði vörustjórnunar (www.nofoma.org) í síðustu viku, þeir dr. Árni Halldórsson, dósent við háskólann í Southampton í Bretlandi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, og dr. Gunnar Stefánsson, dósent við verkfræðideild Háskóla Íslands og stundakennari við Chalmers-háskólann í Gautaborg í Svíþjóð. Sá þriðji heitir Sveinn Viðar Guðmundsson og starfar í Toulouse í Frakklandi og hefur meðal annars unnið að ráðgjafastörfum fyrir flugvélasmiðjur Airbus í Evrópu. Nofoma-ráðstefnan var haldin í samvinnu HR og HÍ og kynntar voru tæplega 100 ritrýndar greinar eftir fræðimenn frá ýmsum háskólum Norðurlandanna ásamt fræðimönnum frá Kanada, Bandaríkjunum, Portúgal, Austurríki, Bretlandi og Þýskalandi.Vöru hvað...?Með vörustjórnun er átt við stjórnun á flæði birgða og upplýsinga. Hugtakið er nokkuð víðtækt enda getur það átt við allt frá kaupum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á vöru frá birgjum til dreifingar vörunnar með sem hagkvæmustum hætti. Að sama skapi getur hugtakið sömuleiðis náð til stjórnunar á hjálparsendingum frá einu landi með sem skjótustum og skilvirkustum hætti til þeirra sem eru í nauð. Þótt vörustjórnun hafi ekki verið ofarlega í hugum fólks upp á síðkastið er hún ævaforn og, líkt og svo margt annað sem þarf að ganga með sem skilvirkustum og árangursríkustum hætti, upprunnið í hernaði. Talið er að sögu vörustjórnunar megi rekja allt til daga Grikkja og Rómverja en í þá daga voru uppi sérstakir herforingjar, logistikas, sem höfðu þann starfa einan að sjá um birgðastýringu á fjármagni og fæðu handa hermönnum á meðan á stríði stóð.Mikilvægi stjórnunar sem þessarar í hernaði hefur síst minnkað eftir því sem nær nútímanum hefur dregið. Það kom vel í ljós í seinni heimsstyrjöldinni. Tafir á afhendingu stríðstóla gátu haft alvarlegar afleiðingar enda skiptu þar mannslíf máli. Með góðri vörustjórnun tókst því að koma í veg fyrir óþarfa mannfall úr röðum hermanna.vörustjórnun í nýjum hæðumBrautargengi vörustjórnunar óx mjög í kjölfar heimsstyrjaldarinnar og festi rætur í viðskiptalífinu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Upp frá því hefur það þróast talsvert, ekki síst vegna tilkomu betri samgangna í lofti sem á láði og alþjóðavæðingarinnar sem hefur orðið til þess að þrýst er á fyrirtæki að þau leiti allra leiða til að lækka kostnað eða heyra ella sögunni til.Efalítið á alþjóðavæðingin og þróun í upplýsingatækni stóran þátt í sívaxandi mikilvægi vörustjórnunar. Þörfin fyrir lækkandi rekstrarkostnað hefur kallað á flutning á framleiðslu fyrirtækja til staða og landa þar sem vinnuafl er ódýrara. Það hefur aftur kallað á viðamikla skipulagningu og skilvirkari afgreiðslu. Þetta fer þó allt eftir stærð fyrirtækjanna og umfangi þeirra.Algengasta merking vörustjórnunar í nútímanum er komin langt út fyrir herfræðilegan þankagang og einskorðast nær eingöngu við rekstur fyrirtækja. Þar er það líka alltumlykjandi enda fyrirtækjum beinlínis lífsnauðsynlegt að halda utan um vöru með öllum hætti, bæði til að ná henni í hús og koma henni sem fyrst á áfangastað með sem ódýrustum hætti, hvort sem það er neytandi eða þriðji aðili (þ.e. annað fyrirtæki eða verslun) sem tekur á móti henni. Þá má nýta vörustjórnun með góðum árangri til að hindra ónauðsynleg afföll af vöru á lager og halda utan um veltuhraða og birgðahald svo eitthvað sé nefnt. Allir þessir þættir geta sparað fyrirtækjum drjúgan skildinginn.Margvísleg vörustjórnunarkerfi og -tól eru til og fara þau allt eftir stærð og umfangi fyrirtækja, fjölda birgja sem þau tengjast og þeim fyrirtækjum sem eiga í viðskiptum. Síðari ár hafa fjölmörg fyrirtæki endurskoðað stefnu sína innan vörustjórnunar, sem hefur leitt til þess að sum hver skilgreina stjórnsvið hennar sem „stjórnun aðfangakeðjunnar"; orsakir vandamála og leiðir til árangurs er ekki að finna einungis innan veggja eigin fyrirtækis, heldur þarf oft að vinna náið með útvöldum birgjum og viðskiptavinum til þess að komast skrefi framar en keppinauturinn.
Undir smásjánni Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira