Lög um reyk 2. júní 2007 00:01 Í gær tóku í gildi ný lög á skemmtistöðum og börum borgarinnar sem banna gestum að reykja tóbak þar innandyra. Þeir sem hafa hatast við reykinn um langt árabil fagna þessum lögum og gera sér jafnvel vonir um að þetta skref verði byrjunin á endalokum tóbaksreykinga yfir höfuð, enda eru þær jú vissulega heilsuspillandi fyrir þá sem þær stunda sem og nærstadda. ÉG get alveg séð fyrir mér tóbakslaust Ísland, ef það er á annað borð ásetningurinn. Flestir fá reyndar í dag léttan bjánahroll yfir hinu hástemmda markmiði sem sett var á plaköt og í blaðaauglýsingar einhvern tímann á níunda áratugnum og hljóðaði upp á reyklaust Ísland árið 2000. Það rann út í sandinn. Reyklaus Ölstofa árið 2007 er eins langt og menn geta náð í þessum efnum, held ég, í bili og engin ástæða til að gera lítið úr þeim sigri tóbaksvarnarmanna, þótt hann sé töluvert minni en að var stefnt. Almennt séð er þó reyklaust Ísland árið 3000 líklega raunhæfara markmið, úr því sem komið er - og ágætt að hafa tímann fyrir sér - nákvæmlega eins og Friður 2000 er núna búið spil og álitlegra að nefna það batterí hér eftir Frið 3000. MENN verða að vera raunhæfir í markmiðum sínum. Frá mínum bæjardyrum séð finnst mér ágætt að hægt verði að fara á barinn á Íslandi án þess að koma heim gegnsósa af tóbaksreyk, en það er líka þráður í mér sem er sammála Guðna heitnum rektor, þeim mikla húmorista og sómamanni, sem sagði alltaf að svona breyskleiki og syndir - eins og reykingar eru dæmi um - væru lokað mengi. Föst stærð. Það þýðir með öðrum orðum að þótt einni tegund breyskleika sé hætt og hann yfirbugaður kemur alltaf annar í staðinn. Manneskjan fyllir þannig upp í hið lokaða mengi breyskleika síns með einum eða öðrum hætti, eins og menn segja í stjórnmálunum. Spurningin er ekki hvort, heldur hvernig. Sá sem hættir að reykja byrjar bara að taka í nefið í staðinn. SEM er ef til vill ögn skárra. Vissulega eru ekki allar syndir jafnslæmar. En út frá þessari kenningu rektors leikur mér hugur á að vita hvað muni gerast á Íslandi í kjölfar hinnar metnaðarfullu lagasetningar. Mun fólk byrja að taka í nefið í massavís? Mun fólk kúldrast úti í fimbulkulda upp við vegg með sígarettu sína og neita að gefast upp, eða mun fólk sem áður reykti en hættir af þessu tilefni fylla upp í mengi breyskleika síns með til dæmis hraðakstri, klámkjafti, pervertisma, matargræðgi eða peningaeyðslu? HITT verður líka athyglisvert að sjá, hversu algengt það verður að fólk og staðir fari eftir þessum lögum. Mér sýnast viðurlögin gegn broti á lögunum ekki vera mikil og þá er spurningin auðvitað sú hvort veitingahúsagestir muni í sumum tilvikum láta þau sem vind um eyru þjóta, svona svipað og ef hámarkshraðinn á Hafnarfjarðarvegi yrði allt í einu auglýstur 30. Það er nefnilega hið merkilega við lögin: Þau verða að vera raunhæf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Í gær tóku í gildi ný lög á skemmtistöðum og börum borgarinnar sem banna gestum að reykja tóbak þar innandyra. Þeir sem hafa hatast við reykinn um langt árabil fagna þessum lögum og gera sér jafnvel vonir um að þetta skref verði byrjunin á endalokum tóbaksreykinga yfir höfuð, enda eru þær jú vissulega heilsuspillandi fyrir þá sem þær stunda sem og nærstadda. ÉG get alveg séð fyrir mér tóbakslaust Ísland, ef það er á annað borð ásetningurinn. Flestir fá reyndar í dag léttan bjánahroll yfir hinu hástemmda markmiði sem sett var á plaköt og í blaðaauglýsingar einhvern tímann á níunda áratugnum og hljóðaði upp á reyklaust Ísland árið 2000. Það rann út í sandinn. Reyklaus Ölstofa árið 2007 er eins langt og menn geta náð í þessum efnum, held ég, í bili og engin ástæða til að gera lítið úr þeim sigri tóbaksvarnarmanna, þótt hann sé töluvert minni en að var stefnt. Almennt séð er þó reyklaust Ísland árið 3000 líklega raunhæfara markmið, úr því sem komið er - og ágætt að hafa tímann fyrir sér - nákvæmlega eins og Friður 2000 er núna búið spil og álitlegra að nefna það batterí hér eftir Frið 3000. MENN verða að vera raunhæfir í markmiðum sínum. Frá mínum bæjardyrum séð finnst mér ágætt að hægt verði að fara á barinn á Íslandi án þess að koma heim gegnsósa af tóbaksreyk, en það er líka þráður í mér sem er sammála Guðna heitnum rektor, þeim mikla húmorista og sómamanni, sem sagði alltaf að svona breyskleiki og syndir - eins og reykingar eru dæmi um - væru lokað mengi. Föst stærð. Það þýðir með öðrum orðum að þótt einni tegund breyskleika sé hætt og hann yfirbugaður kemur alltaf annar í staðinn. Manneskjan fyllir þannig upp í hið lokaða mengi breyskleika síns með einum eða öðrum hætti, eins og menn segja í stjórnmálunum. Spurningin er ekki hvort, heldur hvernig. Sá sem hættir að reykja byrjar bara að taka í nefið í staðinn. SEM er ef til vill ögn skárra. Vissulega eru ekki allar syndir jafnslæmar. En út frá þessari kenningu rektors leikur mér hugur á að vita hvað muni gerast á Íslandi í kjölfar hinnar metnaðarfullu lagasetningar. Mun fólk byrja að taka í nefið í massavís? Mun fólk kúldrast úti í fimbulkulda upp við vegg með sígarettu sína og neita að gefast upp, eða mun fólk sem áður reykti en hættir af þessu tilefni fylla upp í mengi breyskleika síns með til dæmis hraðakstri, klámkjafti, pervertisma, matargræðgi eða peningaeyðslu? HITT verður líka athyglisvert að sjá, hversu algengt það verður að fólk og staðir fari eftir þessum lögum. Mér sýnast viðurlögin gegn broti á lögunum ekki vera mikil og þá er spurningin auðvitað sú hvort veitingahúsagestir muni í sumum tilvikum láta þau sem vind um eyru þjóta, svona svipað og ef hámarkshraðinn á Hafnarfjarðarvegi yrði allt í einu auglýstur 30. Það er nefnilega hið merkilega við lögin: Þau verða að vera raunhæf.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun