Handbolti

Flensburg áfram eftir öruggan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Flensburg fagna.
Leikmenn Flensburg fagna. Nordic Photos / Bongarts

Einar Hólmgeirsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg sem vann í kvöld öruggan sigur á Zagliebie Lubin í Póllandi, 34-19.

Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fylgdi Ciudad Real í næstu umferð keppninnar en Flensburg nægði jafntefli. Óhætt er að segja að leikmenn Flensburg hafi mætt ákveðnir til leiks en staðan eftir tíu mínútur var 8-2 þeim í hag. Staðan í hálfleik var 18-8.

Alexander Petersson skoraði ekki í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×