Slæmur seinni hálfleikur varð Val að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2007 19:55 Ernir Arnarson í kröppum dansi í kvöld. Mynd/Valli Vísir var með beina lýsingu frá leik Vals og Veszprem frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu. 21.22 Leikslok: 24-31 Sjö marka sigur niðurstaðan í kvöld. Frammistaða Vals í seinni hálfleik var ekki í samræmi við öflugan fyrri hálfleik. Sóknaraðgerðirnar voru þunglamalegar og Ungverjarnir skelltu einfaldlega í lás í vörninni. Valsmenn voru einnig værukærir í vörninni eftir því sem leið á leikinn og leyfðu skyttunum hjá Veszprem að taka allt of mörg skot að markinu. Fyrri hálfleikurinn var efnilegur og sýndu Valsmenn þá hvað í þeim býr. Þó verður að segjast að sjö marka sigur er of stór miðað við gang leiksins. Valsmenn luku keppni í F-riðli Meistaradeildarinnar með tvö stig í neðsta sæti. Veszprem er nú komið í annað sætið með fimm stig en ef Celje Lasko frá Slóveníu vinnur Gummersbach á laugardaginn fara Slóvenarnir áfram. Veszprem verður því að treysta á að Alfreð Gíslason og lærisveinar hans komi sér til bjargar. Tölfræði leiksins: Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 6/1 (9/1) Kristján Karlsson 4 (6) Elvar Friðriksson 3/1 (5/2) Ernir Arnarson 3 (6) Sigfús Páll Sigfússon 2 (5) Ægir Jónsson 1 (1) Hjalti Pálmason 1 (2) Ingvar Árnason 1 (2) Gunnar Harðarson 1 (3) Fannar Friðgeirsson 1 (3) Arnór Gunnarsson 1/1 (5/2) Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 13/1 (34%) Pálmar Pétursson 3 (33%)Mörk Veszprem: Zarko Sesum 10 (12) Marko Vujin 6/3 (9/3) Gyula Gal 4 (5) Zarko Markovic 3 (3) Carlos Perez 2 (2) Peter Gulyas 2 (3) Ferenc Ilyes 2 (7) Tamas Ivancsik 1 (1) Gergö Ivancsik 1 (7/1)Varin skot: Dejan Peric 16 (40%) 21.16 Staðan: 22-28 Nú virðist þetta vonlítið fyrir Valsmenn. Ungverjarnir hafa ekkert gefið eftir og hefur skyttan Zarko Sesum skorað hvert markið á fætur öðru. Fimm mínútur eftir. 21.04 Staðan: 19-25 Valsmenn taka leikhlé eftir að Ungverjarnir skoruðu þrjú mörk í röð og Valsmenn klúðruðu til að mynda víti. Sóknarleikur Vals er alls ekki góður þessa stundina og Ungverjarnir hafa fært sér það í nyt. 20.56 Staðan: 18-21 Ungverjarnir hafa náð sér á strik en Valsmenn láta ekki segjast og reyna hvað þeir geta til að halda í við þá. En nú gæti þreytan farið að segja til sín. 20.50 Staðan: 15-16 Ungverjarnir mæta sterkir til leiks í síðari hálfleik og skora tvö fyrstu mörkin. Valsmenn svara þó um hæl. Ólafur er aftur kominn í mark Valsmanna. 20.36 Hálfleikur: 14-14 Frábær kafli hjá Val undir lok fyrri hálfleiks. Þeir komust yfir, 14-13, í fyrsta sinn síðan að Valur skoraði fyrsta mark leiksins. Veszprem jafnaði svo metin með vítakasti á lokasekúndu hálfleiksins. Tölfræðin úr fyrri hálfleik: Mörk Vals: Sigfús Páll Sigfússon 2 Elvar Friðriksson 2 Ernir Arnarson 2 Baldvin Þorsteinsson 2 Kristján Karlsson 1 Hjalti Pálmason 1 Gunnar Harðarson 1 Ingvar Árnason 1 Arnór Gunnarsson 1/1 Fannar Friðgeirsson 1Varin skot: Ólafur Gíslason 9/1 (41%) Pálmar Pétursson 1 (50%)Mörk Veszprem: Marko Vujin 5/2 Gyula Gal 3 Zarko Sesum 2 Gergö Ivancsik 1 Tamas Ivancsik 1 Carlos Perez 1 Ferenc Ilyes 1Varin skot: Dejan Peric 11/1 (44%) 20.32 Staðan: 13-13 Þrjú Valsmörk í röð og Veszprem tekur leikhlé. Frábær leikkafli hjá þeim rauðklæddu. 20.29 Staðan: 11-13 Ungverjarnir hafa aðeins gefið eftir og Valsmenn hafa minnkað muninn í tvö mörk. Valsmenn hafa varist vel undanfarnar mínútur og uppskorið eftir því. Það er þó slæmt að Ólafur hefur þurft að fara af velli eftir að hann fékk boltann í andlitið. Pálmar Pétursson er kominn í markið. 20.22 Staðan: 8-11 Valsmenn hafa haldið í við Ungverjana og ekki síst vegna góðrar markvörslu Ólafs. Valur minnkaði muninn í eitt mark, 8-9, en svo komu tvö ungversk mörk í röð. 22 mínútur eru liðnar af leiknum. 20.14 Staðan: 5-8 Ungverjarnir skoruðu tvö mörk á tíu sekúndum þegar staðan var jöfn, 5-5, og bættu svo við einu til skömmu síðar. Valsmenn klúðruðu einu hraðaupphlaupi og hafa ekki haldið ró sinni í sóknarleiknum. Markvörður Ungverjanna hefur einnig varið gríðarlega vel. 20.10 Staðan: 5-5 Nú hefur markvörður Veszprem einnig varið víti en Valsmenn hafa þó ekki gefið eftir og eru með frumkvæðið í leiknum. 20.06 Staðan: 4-4 Valsmenn hafa byrjað ágætlega en hafa átt erfitt uppdráttar gegn sterkum varnarleik Ungverjanna. Þeir hafa þó staðið vaktina í vörnina ágætlega sjálfir og Ólafur Haukur Gíslason markvörður þegar varið eitt víti. 19.57 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikurinn er hafinn í Vodafone-höllinni. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Vísir var með beina lýsingu frá leik Vals og Veszprem frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu. 21.22 Leikslok: 24-31 Sjö marka sigur niðurstaðan í kvöld. Frammistaða Vals í seinni hálfleik var ekki í samræmi við öflugan fyrri hálfleik. Sóknaraðgerðirnar voru þunglamalegar og Ungverjarnir skelltu einfaldlega í lás í vörninni. Valsmenn voru einnig værukærir í vörninni eftir því sem leið á leikinn og leyfðu skyttunum hjá Veszprem að taka allt of mörg skot að markinu. Fyrri hálfleikurinn var efnilegur og sýndu Valsmenn þá hvað í þeim býr. Þó verður að segjast að sjö marka sigur er of stór miðað við gang leiksins. Valsmenn luku keppni í F-riðli Meistaradeildarinnar með tvö stig í neðsta sæti. Veszprem er nú komið í annað sætið með fimm stig en ef Celje Lasko frá Slóveníu vinnur Gummersbach á laugardaginn fara Slóvenarnir áfram. Veszprem verður því að treysta á að Alfreð Gíslason og lærisveinar hans komi sér til bjargar. Tölfræði leiksins: Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 6/1 (9/1) Kristján Karlsson 4 (6) Elvar Friðriksson 3/1 (5/2) Ernir Arnarson 3 (6) Sigfús Páll Sigfússon 2 (5) Ægir Jónsson 1 (1) Hjalti Pálmason 1 (2) Ingvar Árnason 1 (2) Gunnar Harðarson 1 (3) Fannar Friðgeirsson 1 (3) Arnór Gunnarsson 1/1 (5/2) Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 13/1 (34%) Pálmar Pétursson 3 (33%)Mörk Veszprem: Zarko Sesum 10 (12) Marko Vujin 6/3 (9/3) Gyula Gal 4 (5) Zarko Markovic 3 (3) Carlos Perez 2 (2) Peter Gulyas 2 (3) Ferenc Ilyes 2 (7) Tamas Ivancsik 1 (1) Gergö Ivancsik 1 (7/1)Varin skot: Dejan Peric 16 (40%) 21.16 Staðan: 22-28 Nú virðist þetta vonlítið fyrir Valsmenn. Ungverjarnir hafa ekkert gefið eftir og hefur skyttan Zarko Sesum skorað hvert markið á fætur öðru. Fimm mínútur eftir. 21.04 Staðan: 19-25 Valsmenn taka leikhlé eftir að Ungverjarnir skoruðu þrjú mörk í röð og Valsmenn klúðruðu til að mynda víti. Sóknarleikur Vals er alls ekki góður þessa stundina og Ungverjarnir hafa fært sér það í nyt. 20.56 Staðan: 18-21 Ungverjarnir hafa náð sér á strik en Valsmenn láta ekki segjast og reyna hvað þeir geta til að halda í við þá. En nú gæti þreytan farið að segja til sín. 20.50 Staðan: 15-16 Ungverjarnir mæta sterkir til leiks í síðari hálfleik og skora tvö fyrstu mörkin. Valsmenn svara þó um hæl. Ólafur er aftur kominn í mark Valsmanna. 20.36 Hálfleikur: 14-14 Frábær kafli hjá Val undir lok fyrri hálfleiks. Þeir komust yfir, 14-13, í fyrsta sinn síðan að Valur skoraði fyrsta mark leiksins. Veszprem jafnaði svo metin með vítakasti á lokasekúndu hálfleiksins. Tölfræðin úr fyrri hálfleik: Mörk Vals: Sigfús Páll Sigfússon 2 Elvar Friðriksson 2 Ernir Arnarson 2 Baldvin Þorsteinsson 2 Kristján Karlsson 1 Hjalti Pálmason 1 Gunnar Harðarson 1 Ingvar Árnason 1 Arnór Gunnarsson 1/1 Fannar Friðgeirsson 1Varin skot: Ólafur Gíslason 9/1 (41%) Pálmar Pétursson 1 (50%)Mörk Veszprem: Marko Vujin 5/2 Gyula Gal 3 Zarko Sesum 2 Gergö Ivancsik 1 Tamas Ivancsik 1 Carlos Perez 1 Ferenc Ilyes 1Varin skot: Dejan Peric 11/1 (44%) 20.32 Staðan: 13-13 Þrjú Valsmörk í röð og Veszprem tekur leikhlé. Frábær leikkafli hjá þeim rauðklæddu. 20.29 Staðan: 11-13 Ungverjarnir hafa aðeins gefið eftir og Valsmenn hafa minnkað muninn í tvö mörk. Valsmenn hafa varist vel undanfarnar mínútur og uppskorið eftir því. Það er þó slæmt að Ólafur hefur þurft að fara af velli eftir að hann fékk boltann í andlitið. Pálmar Pétursson er kominn í markið. 20.22 Staðan: 8-11 Valsmenn hafa haldið í við Ungverjana og ekki síst vegna góðrar markvörslu Ólafs. Valur minnkaði muninn í eitt mark, 8-9, en svo komu tvö ungversk mörk í röð. 22 mínútur eru liðnar af leiknum. 20.14 Staðan: 5-8 Ungverjarnir skoruðu tvö mörk á tíu sekúndum þegar staðan var jöfn, 5-5, og bættu svo við einu til skömmu síðar. Valsmenn klúðruðu einu hraðaupphlaupi og hafa ekki haldið ró sinni í sóknarleiknum. Markvörður Ungverjanna hefur einnig varið gríðarlega vel. 20.10 Staðan: 5-5 Nú hefur markvörður Veszprem einnig varið víti en Valsmenn hafa þó ekki gefið eftir og eru með frumkvæðið í leiknum. 20.06 Staðan: 4-4 Valsmenn hafa byrjað ágætlega en hafa átt erfitt uppdráttar gegn sterkum varnarleik Ungverjanna. Þeir hafa þó staðið vaktina í vörnina ágætlega sjálfir og Ólafur Haukur Gíslason markvörður þegar varið eitt víti. 19.57 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikurinn er hafinn í Vodafone-höllinni.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira