Handbolti

Slæmur seinni hálfleikur varð Val að falli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ernir Arnarson í kröppum dansi í kvöld.
Ernir Arnarson í kröppum dansi í kvöld. Mynd/Valli

Vísir var með beina lýsingu frá leik Vals og Veszprem frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu.

21.22 Leikslok: 24-31

Sjö marka sigur niðurstaðan í kvöld. Frammistaða Vals í seinni hálfleik var ekki í samræmi við öflugan fyrri hálfleik. Sóknaraðgerðirnar voru þunglamalegar og Ungverjarnir skelltu einfaldlega í lás í vörninni. Valsmenn voru einnig værukærir í vörninni eftir því sem leið á leikinn og leyfðu skyttunum hjá Veszprem að taka allt of mörg skot að markinu. Fyrri hálfleikurinn var efnilegur og sýndu Valsmenn þá hvað í þeim býr. Þó verður að segjast að sjö marka sigur er of stór miðað við gang leiksins.

Valsmenn luku keppni í F-riðli Meistaradeildarinnar með tvö stig í neðsta sæti. Veszprem er nú komið í annað sætið með fimm stig en ef Celje Lasko frá Slóveníu vinnur Gummersbach á laugardaginn fara Slóvenarnir áfram.

Veszprem verður því að treysta á að Alfreð Gíslason og lærisveinar hans komi sér til bjargar.

Tölfræði leiksins:

Mörk Vals:

Baldvin Þorsteinsson 6/1 (9/1)

Kristján Karlsson 4 (6)

Elvar Friðriksson 3/1 (5/2)

Ernir Arnarson 3 (6)

Sigfús Páll Sigfússon 2 (5)

Ægir Jónsson 1 (1)

Hjalti Pálmason 1 (2)

Ingvar Árnason 1 (2)

Gunnar Harðarson 1 (3)

Fannar Friðgeirsson 1 (3)

Arnór Gunnarsson 1/1 (5/2)



Varin skot:


Ólafur Haukur Gíslason 13/1 (34%)

Pálmar Pétursson 3 (33%)

Mörk Veszprem:

Zarko Sesum 10 (12)

Marko Vujin 6/3 (9/3)

Gyula Gal 4 (5)

Zarko Markovic 3 (3)

Carlos Perez 2 (2)

Peter Gulyas 2 (3)

Ferenc Ilyes 2 (7)

Tamas Ivancsik 1 (1)

Gergö Ivancsik 1 (7/1)

Varin skot:

Dejan Peric 16 (40%)

21.16 Staðan: 22-28

Nú virðist þetta vonlítið fyrir Valsmenn. Ungverjarnir hafa ekkert gefið eftir og hefur skyttan Zarko Sesum skorað hvert markið á fætur öðru. Fimm mínútur eftir.

21.04 Staðan: 19-25

Valsmenn taka leikhlé eftir að Ungverjarnir skoruðu þrjú mörk í röð og Valsmenn klúðruðu til að mynda víti. Sóknarleikur Vals er alls ekki góður þessa stundina og Ungverjarnir hafa fært sér það í nyt.

20.56 Staðan: 18-21

Ungverjarnir hafa náð sér á strik en Valsmenn láta ekki segjast og reyna hvað þeir geta til að halda í við þá. En nú gæti þreytan farið að segja til sín.

20.50 Staðan: 15-16

Ungverjarnir mæta sterkir til leiks í síðari hálfleik og skora tvö fyrstu mörkin. Valsmenn svara þó um hæl. Ólafur er aftur kominn í mark Valsmanna.

20.36 Hálfleikur: 14-14

Frábær kafli hjá Val undir lok fyrri hálfleiks. Þeir komust yfir, 14-13, í fyrsta sinn síðan að Valur skoraði fyrsta mark leiksins. Veszprem jafnaði svo metin með vítakasti á lokasekúndu hálfleiksins.

Tölfræðin úr fyrri hálfleik:

Mörk Vals:

Sigfús Páll Sigfússon 2

Elvar Friðriksson 2

Ernir Arnarson 2

Baldvin Þorsteinsson 2

Kristján Karlsson 1

Hjalti Pálmason 1

Gunnar Harðarson 1

Ingvar Árnason 1

Arnór Gunnarsson 1/1

Fannar Friðgeirsson 1

Varin skot:

Ólafur Gíslason 9/1 (41%)

Pálmar Pétursson 1 (50%)

Mörk Veszprem:

Marko Vujin 5/2

Gyula Gal 3

Zarko Sesum 2

Gergö Ivancsik 1

Tamas Ivancsik 1

Carlos Perez 1

Ferenc Ilyes 1

Varin skot:

Dejan Peric 11/1 (44%)

20.32 Staðan: 13-13

Þrjú Valsmörk í röð og Veszprem tekur leikhlé. Frábær leikkafli hjá þeim rauðklæddu.

20.29 Staðan: 11-13

Ungverjarnir hafa aðeins gefið eftir og Valsmenn hafa minnkað muninn í tvö mörk. Valsmenn hafa varist vel undanfarnar mínútur og uppskorið eftir því. Það er þó slæmt að Ólafur hefur þurft að fara af velli eftir að hann fékk boltann í andlitið. Pálmar Pétursson er kominn í markið.

20.22 Staðan: 8-11

Valsmenn hafa haldið í við Ungverjana og ekki síst vegna góðrar markvörslu Ólafs. Valur minnkaði muninn í eitt mark, 8-9, en svo komu tvö ungversk mörk í röð. 22 mínútur eru liðnar af leiknum.

20.14 Staðan: 5-8

Ungverjarnir skoruðu tvö mörk á tíu sekúndum þegar staðan var jöfn, 5-5, og bættu svo við einu til skömmu síðar. Valsmenn klúðruðu einu hraðaupphlaupi og hafa ekki haldið ró sinni í sóknarleiknum. Markvörður Ungverjanna hefur einnig varið gríðarlega vel.

20.10 Staðan: 5-5

Nú hefur markvörður Veszprem einnig varið víti en Valsmenn hafa þó ekki gefið eftir og eru með frumkvæðið í leiknum.

20.06 Staðan: 4-4

Valsmenn hafa byrjað ágætlega en hafa átt erfitt uppdráttar gegn sterkum varnarleik Ungverjanna. Þeir hafa þó staðið vaktina í vörnina ágætlega sjálfir og Ólafur Haukur Gíslason markvörður þegar varið eitt víti.

19.57

Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikurinn er hafinn í Vodafone-höllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×