Sögur fyrir sálarlífið 11. maí 2007 00:01 Í aðdraganda kosninga fer allt þjóðfélagið að klæja í görnina um að tjá sig. Dagblöðin eru vinsæll vettvangur skoðanaskipta en hafa yfirleitt ekki undan að birta aðsendar greinar. Það leysti netvæðing þeirra á þægilegan hátt. Illræmdust er flóðbylgja Moggabloggsins og ég er viss um að allmargir Moggabloggarar gæfu aðra höndina fyrir 400 orð á baksíðu Fréttablaðsins daginn fyrir kosningar. Einmitt þess vegna ætla ég ekki að tala um pólitík. Hí á ykkur. Það er þó Ellý Ármanns sem hefur skotið öðrum Moggabloggurum ref fyrir rass - ekki með röfli um stjórnarmyndunarmöguleika heldur með erótískum smásögum. Nú skilst mér að hún hafi fengið boð um birtingu í dönskum blöðum, en það hefur reynst mörgum íslenskum höfundi vel í upphafi ferils. Sögur Ellýjar eru lipurlega skrifaðar, tilvaldar með kaffinu eða fyrir svefninn. Þær fjalla um flengingar, sprautublæti og kynlíf á bílaþvottastöðum með afslappaðri kímni og lesandi fær strax samúð með aðalpersónunum, velviljuðum konum sem eru flæktar í grátbroslegar aðstæður. Bókmenntir á borð við þessar eru sólargeisli í andlegum doða og lifandi samkeppni hins ritaða máls við afþreyingarefni sjónvarps. Hvort sem landinn liggur í próflestri eða kosningaþunglyndi er slíkt léttmeti bráðhollt fyrir sálarlífið. Ég leyfi mér einnig að mæla með Ísfólkinu, 47 binda bókaflokk norsku skáldkonunnar Margit Sandemo, þar sem kynóðir djöflar, ættbálkaerjur og heygafflamorð hrærast saman í ómótstæðilegt léttklám fyrir unglingsstúlkur. Ef lesendur vilja frekar eitthvað íslenskt má nefna unglingabækur frá 9. áratugnum. Að mínu mati ber þar hæst skáldsöguna Brosað gegnum tárin, sem fjallar um unglingsstúlku á Suðurnesjum sem hefur lágt sjálfsmat en tekur síðan þátt í fegurðarsamkeppni og öðlast trú á sjálfa sig. Ekki er boðskapurinn bara frábær heldur eru ýmsir skemmtilegir hnökrar á frásögninni, til dæmis skiptir aðalpersónan nokkrum sinnum um nafn. Það er þó ekkert miðað við aðstæður föður hennar, sem í upphafi bókar er í sárum eftir dauða eiginkonu sinnar og blindur í ofanálag, en gerist á síðu 138 sekur um ölvunarakstur. Þegar stúlkan sér blindan föður sinn skjögra út úr bílnum spyr hún sár: Pabbi, varstu að drekka? Manstu ekki að fegurðarsamkeppnin er í kvöld? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Í aðdraganda kosninga fer allt þjóðfélagið að klæja í görnina um að tjá sig. Dagblöðin eru vinsæll vettvangur skoðanaskipta en hafa yfirleitt ekki undan að birta aðsendar greinar. Það leysti netvæðing þeirra á þægilegan hátt. Illræmdust er flóðbylgja Moggabloggsins og ég er viss um að allmargir Moggabloggarar gæfu aðra höndina fyrir 400 orð á baksíðu Fréttablaðsins daginn fyrir kosningar. Einmitt þess vegna ætla ég ekki að tala um pólitík. Hí á ykkur. Það er þó Ellý Ármanns sem hefur skotið öðrum Moggabloggurum ref fyrir rass - ekki með röfli um stjórnarmyndunarmöguleika heldur með erótískum smásögum. Nú skilst mér að hún hafi fengið boð um birtingu í dönskum blöðum, en það hefur reynst mörgum íslenskum höfundi vel í upphafi ferils. Sögur Ellýjar eru lipurlega skrifaðar, tilvaldar með kaffinu eða fyrir svefninn. Þær fjalla um flengingar, sprautublæti og kynlíf á bílaþvottastöðum með afslappaðri kímni og lesandi fær strax samúð með aðalpersónunum, velviljuðum konum sem eru flæktar í grátbroslegar aðstæður. Bókmenntir á borð við þessar eru sólargeisli í andlegum doða og lifandi samkeppni hins ritaða máls við afþreyingarefni sjónvarps. Hvort sem landinn liggur í próflestri eða kosningaþunglyndi er slíkt léttmeti bráðhollt fyrir sálarlífið. Ég leyfi mér einnig að mæla með Ísfólkinu, 47 binda bókaflokk norsku skáldkonunnar Margit Sandemo, þar sem kynóðir djöflar, ættbálkaerjur og heygafflamorð hrærast saman í ómótstæðilegt léttklám fyrir unglingsstúlkur. Ef lesendur vilja frekar eitthvað íslenskt má nefna unglingabækur frá 9. áratugnum. Að mínu mati ber þar hæst skáldsöguna Brosað gegnum tárin, sem fjallar um unglingsstúlku á Suðurnesjum sem hefur lágt sjálfsmat en tekur síðan þátt í fegurðarsamkeppni og öðlast trú á sjálfa sig. Ekki er boðskapurinn bara frábær heldur eru ýmsir skemmtilegir hnökrar á frásögninni, til dæmis skiptir aðalpersónan nokkrum sinnum um nafn. Það er þó ekkert miðað við aðstæður föður hennar, sem í upphafi bókar er í sárum eftir dauða eiginkonu sinnar og blindur í ofanálag, en gerist á síðu 138 sekur um ölvunarakstur. Þegar stúlkan sér blindan föður sinn skjögra út úr bílnum spyr hún sár: Pabbi, varstu að drekka? Manstu ekki að fegurðarsamkeppnin er í kvöld?
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun