Formenn í augum flokkssystkina 9. maí 2007 06:00 Skarpi sjónaukinn Steingrímur J.Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeitingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna.„Það er ekki heiglum hent að yfirfæra slíka eiginleika yfir á hlut eða vöru. Upp í hugann kæmi fyrst skarpur sjónauki. Með sterkum, skörpum sjónauka sést lengra og skýrar. Sjónaukinn Steingrímur er hvorki nýr né tölvustýrður heldur traustur, sígildur og varanlegur. Með honum má skoða náttúru, samfélag, heiminn allan og jafnvel horfa gegnum holt og hæðir. Hnífskarpur fókus og leiftursýn sem greina fljótt og vel það sem máli skiptir gera það að sjónauki kemur upp í hugann þegar þessi spurning er borin upp nú í aðdraganda kosninga.“Bókin Ingibjörg SólrúnSigrún Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Samfylkingunni, líkir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur við bók. „Í bókinni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er gnægð af úthugsuðum lausnum og ráðum varðandi hin ýmsu vandamál samfélagsins sem við blasa í dag, jafnt á sviði efnahagsmála sem velferðarmála. Þar er byggt á langri reynslu en fyrst og fremst horft til framtíðar.Bókin er vel skipulögð og auðvelt að fletta upp í henni og finna nýjar hugmyndir og nálganir gagnvart málefnum líðandi stundar. Í bókinni er tekist á við samtímann af skynsemi og með opnum hug með jafnrétti og kvenfrelsi að leiðarljósi. Þetta er skemmtileg bók í flottu bandi. Hún fer vel í hillu, þó hvergi eins vel og í Stjórnarráðshúsinu.“Kraftmikli smábíllinn Ómar„Ómar Ragnarsson er eins og kraftmikill smábíll, knúinn áfram af umhverfisvænu eldsneyti. Hann liggur vel á veginum og er með afbrigðum þýður.“ Þannig lýsir Sólborg Alda Pétursdóttir, sem situr í kosningastjórn Íslandshreyfingarinnar, formanni flokksins. „Bíllinn Ómar hefur sérstakan útbúnað til að komast klakklaust yfir allar torfærur sem á vegi hans verða. Snjór og hálka eru engin fyrirstaða þó svo að nagladekk fari aldrei undir bílinn.Hægt er að setja bílinn í fluggír ef svo ber undir. Farþegarnir geta því notið þess að virða fyrir sér landið úr lofti sem og láði. Sérstök hljómflutningstæki prýða bílinn, sem bæði geta sent frá sér ljóð og lag. Í bílnum er tölva sem hefur svar við öllu. Hvert ferð bílsins er heitið er aldrei að vita því hann getur tekið óvæntar beygjur. Hann getur jafnvel tekið krappa U-beygju og farið í allt aðra átt en ferðinni var upphaflega heitið, verði eitthvað á vegi hans sem huga þarf nánar að.“Hlýi og notalegi frakkinn Jón„Jón Sigurðsson er sú vara á pólitíska markaðnum sem er bæði sjaldgæf og vönduð en þrátt fyrir það möguleg almenningseign.“ Þannig lýsir Óskar Bergsson, kosningastjóri Framsóknar í Reykjavík, formanni síns flokks.„Ég sem sölumaður vörunnar hef sannfæringu fyrir því að ég er að bjóða upp á vandaða vöru sem enginn verður svikinn af. Jón er vörumerki sem hefur verið lengi í framleiðslu án þess að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á henni. Kasmír ullarfrakki er það sem kemur upp í hugann. Hlýr og notalegur og stenst vel tímans tönn. Í því sambandi er rétt að minna fólk á að varast ódýrar eftirlíkingar.“Trausti jeppinn Guðjón ArnarGuðjón Arnar Kristjánsson er traustasti stjórnmálaforingi sem völ er á, að mati Brynjars Sindra Sigurðssonar, kosningastjóra Frjálslynda flokksins. „Heiðarleiki, sanngirni og réttlæti eru mannkostir sem prýða Guðjón Arnar.Honum er mjög umhugað um velferð fólksins í landinu og er einn ötulasti baráttumaður í málefnum aldraðra og öryrkja á Alþingi. Að líkja manninum við hlut eða vöru er ekki einfalt mál. Traust jeppabifreið fer kannski næst því. Traust jeppabifreið bregst þér ekki, hvernig sem aðstæður kunna að vera. Traust jeppabifreið er þyngdar sinnar virði í gulli eins og Guðjón Arnar Kristjánsson.“Trausta og örugga fasteignin Geir„Geir væri fasteign, traust og örugg fjárfesting.“ Þannig lýsir Jóhanna Pálsdóttir, starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni, formanni sínum. „Hann væri björt og hlýleg eign á góðum stað þar sem stutt er í alla þjónustu, góða skóla og frjálsa verslun. Fasteignin er byggð árið 1951 á traustum grunni og hefur verið vel við haldið. Innréttingar eru upprunalegar – sígildar – og einstaklega góður andi er í húsinu. Hér er á ferðinni eign fyrir þá sem gera kröfur og vilja gæði í gegn.“ Undir smásjánni Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Skarpi sjónaukinn Steingrímur J.Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeitingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna.„Það er ekki heiglum hent að yfirfæra slíka eiginleika yfir á hlut eða vöru. Upp í hugann kæmi fyrst skarpur sjónauki. Með sterkum, skörpum sjónauka sést lengra og skýrar. Sjónaukinn Steingrímur er hvorki nýr né tölvustýrður heldur traustur, sígildur og varanlegur. Með honum má skoða náttúru, samfélag, heiminn allan og jafnvel horfa gegnum holt og hæðir. Hnífskarpur fókus og leiftursýn sem greina fljótt og vel það sem máli skiptir gera það að sjónauki kemur upp í hugann þegar þessi spurning er borin upp nú í aðdraganda kosninga.“Bókin Ingibjörg SólrúnSigrún Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Samfylkingunni, líkir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur við bók. „Í bókinni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er gnægð af úthugsuðum lausnum og ráðum varðandi hin ýmsu vandamál samfélagsins sem við blasa í dag, jafnt á sviði efnahagsmála sem velferðarmála. Þar er byggt á langri reynslu en fyrst og fremst horft til framtíðar.Bókin er vel skipulögð og auðvelt að fletta upp í henni og finna nýjar hugmyndir og nálganir gagnvart málefnum líðandi stundar. Í bókinni er tekist á við samtímann af skynsemi og með opnum hug með jafnrétti og kvenfrelsi að leiðarljósi. Þetta er skemmtileg bók í flottu bandi. Hún fer vel í hillu, þó hvergi eins vel og í Stjórnarráðshúsinu.“Kraftmikli smábíllinn Ómar„Ómar Ragnarsson er eins og kraftmikill smábíll, knúinn áfram af umhverfisvænu eldsneyti. Hann liggur vel á veginum og er með afbrigðum þýður.“ Þannig lýsir Sólborg Alda Pétursdóttir, sem situr í kosningastjórn Íslandshreyfingarinnar, formanni flokksins. „Bíllinn Ómar hefur sérstakan útbúnað til að komast klakklaust yfir allar torfærur sem á vegi hans verða. Snjór og hálka eru engin fyrirstaða þó svo að nagladekk fari aldrei undir bílinn.Hægt er að setja bílinn í fluggír ef svo ber undir. Farþegarnir geta því notið þess að virða fyrir sér landið úr lofti sem og láði. Sérstök hljómflutningstæki prýða bílinn, sem bæði geta sent frá sér ljóð og lag. Í bílnum er tölva sem hefur svar við öllu. Hvert ferð bílsins er heitið er aldrei að vita því hann getur tekið óvæntar beygjur. Hann getur jafnvel tekið krappa U-beygju og farið í allt aðra átt en ferðinni var upphaflega heitið, verði eitthvað á vegi hans sem huga þarf nánar að.“Hlýi og notalegi frakkinn Jón„Jón Sigurðsson er sú vara á pólitíska markaðnum sem er bæði sjaldgæf og vönduð en þrátt fyrir það möguleg almenningseign.“ Þannig lýsir Óskar Bergsson, kosningastjóri Framsóknar í Reykjavík, formanni síns flokks.„Ég sem sölumaður vörunnar hef sannfæringu fyrir því að ég er að bjóða upp á vandaða vöru sem enginn verður svikinn af. Jón er vörumerki sem hefur verið lengi í framleiðslu án þess að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á henni. Kasmír ullarfrakki er það sem kemur upp í hugann. Hlýr og notalegur og stenst vel tímans tönn. Í því sambandi er rétt að minna fólk á að varast ódýrar eftirlíkingar.“Trausti jeppinn Guðjón ArnarGuðjón Arnar Kristjánsson er traustasti stjórnmálaforingi sem völ er á, að mati Brynjars Sindra Sigurðssonar, kosningastjóra Frjálslynda flokksins. „Heiðarleiki, sanngirni og réttlæti eru mannkostir sem prýða Guðjón Arnar.Honum er mjög umhugað um velferð fólksins í landinu og er einn ötulasti baráttumaður í málefnum aldraðra og öryrkja á Alþingi. Að líkja manninum við hlut eða vöru er ekki einfalt mál. Traust jeppabifreið fer kannski næst því. Traust jeppabifreið bregst þér ekki, hvernig sem aðstæður kunna að vera. Traust jeppabifreið er þyngdar sinnar virði í gulli eins og Guðjón Arnar Kristjánsson.“Trausta og örugga fasteignin Geir„Geir væri fasteign, traust og örugg fjárfesting.“ Þannig lýsir Jóhanna Pálsdóttir, starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni, formanni sínum. „Hann væri björt og hlýleg eign á góðum stað þar sem stutt er í alla þjónustu, góða skóla og frjálsa verslun. Fasteignin er byggð árið 1951 á traustum grunni og hefur verið vel við haldið. Innréttingar eru upprunalegar – sígildar – og einstaklega góður andi er í húsinu. Hér er á ferðinni eign fyrir þá sem gera kröfur og vilja gæði í gegn.“
Undir smásjánni Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira