Atkvæði 3. maí 2007 15:11 Það er viðtekin venja að hreyta ónotum í krakka og skamma þá undir drep, en sem fullorðinn fær maður sjaldan að heyra'ða. Ég gæti til dæmis gengið inn í hvaða garð sem er og þóst vera að leita að einhverju og yrði ekki rekinn í burtu með óbótaskömmum eins og ef ég væri krakki. Það er helst eftir að maður gifti sig að maður fór að heyra'ða á ný. Eins og til dæmis þegar ég sagði Lufsunni að ég væri að hugsa um að mæta bara ekkert á kjörstað í ár. Sýna þar með kirfilega fram á að mér er drullusama um þessar kosningar og neiti að taka þátt í þessari vitleysu. Að ég sé enginn maur í maurabúi sem þrammar eins og fífl í sturtuhengi lýðræðisins til þess að velja á milli rottueiturs og blásýru. Hún vildi ekki heyra á þetta minnst. Ef þú kýst ekki ertu bara eins og einhver vankaður strípuhnakki, sagði hún. Eða eins og amerískt hvítrusl sem er of stjarft af heimsku til að nýta sér sinn lýðræðislega rétt! Ja, ef ég væri Kani þá myndi ég kjósa Obama, mér líst vel á hann, svaraði ég. En mér líst ekki vel á neitt í þessari kæfandi lognmollu hér. Þetta lið hugsar ekki um annað en völdin og djúsí eftirlaunin sem það skammtaði sjálfu sér. Samtalið átti sér stað á meðan við horfðum á frambjóðendaþátt á RÚV. Þegar Ásta Ragnheiður sagðist ætla að redda öllu á 18 mánuðum og Brynja Þorgeirs spurði hvað það myndi kosta, þá fattaði ég hvað þetta minnti mig á: Vörutorgið. Hér var líka verið að reyna að selja mér eitthvað sem mig langaði ekkert í. Ég er bara orðinn leiður á að sætta mig alltaf við illskásta kostinn, hélt ég áfram. Ég tek ekki þátt í þessu aftur fyrr en ég verð virkilega spenntur fyrir einhverju. Og ég er líka leiður á því að skila auðu til þess eins að vera talinn upp með þeim sem voru of vitlausir til að gera bara einn kross á bleðilinn. Viltu ekki bara fara að grenja? spurði Lufsan. Hún getur trútt um talað, sannfærð um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og er þar með endalaust í sigurliðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun
Það er viðtekin venja að hreyta ónotum í krakka og skamma þá undir drep, en sem fullorðinn fær maður sjaldan að heyra'ða. Ég gæti til dæmis gengið inn í hvaða garð sem er og þóst vera að leita að einhverju og yrði ekki rekinn í burtu með óbótaskömmum eins og ef ég væri krakki. Það er helst eftir að maður gifti sig að maður fór að heyra'ða á ný. Eins og til dæmis þegar ég sagði Lufsunni að ég væri að hugsa um að mæta bara ekkert á kjörstað í ár. Sýna þar með kirfilega fram á að mér er drullusama um þessar kosningar og neiti að taka þátt í þessari vitleysu. Að ég sé enginn maur í maurabúi sem þrammar eins og fífl í sturtuhengi lýðræðisins til þess að velja á milli rottueiturs og blásýru. Hún vildi ekki heyra á þetta minnst. Ef þú kýst ekki ertu bara eins og einhver vankaður strípuhnakki, sagði hún. Eða eins og amerískt hvítrusl sem er of stjarft af heimsku til að nýta sér sinn lýðræðislega rétt! Ja, ef ég væri Kani þá myndi ég kjósa Obama, mér líst vel á hann, svaraði ég. En mér líst ekki vel á neitt í þessari kæfandi lognmollu hér. Þetta lið hugsar ekki um annað en völdin og djúsí eftirlaunin sem það skammtaði sjálfu sér. Samtalið átti sér stað á meðan við horfðum á frambjóðendaþátt á RÚV. Þegar Ásta Ragnheiður sagðist ætla að redda öllu á 18 mánuðum og Brynja Þorgeirs spurði hvað það myndi kosta, þá fattaði ég hvað þetta minnti mig á: Vörutorgið. Hér var líka verið að reyna að selja mér eitthvað sem mig langaði ekkert í. Ég er bara orðinn leiður á að sætta mig alltaf við illskásta kostinn, hélt ég áfram. Ég tek ekki þátt í þessu aftur fyrr en ég verð virkilega spenntur fyrir einhverju. Og ég er líka leiður á því að skila auðu til þess eins að vera talinn upp með þeim sem voru of vitlausir til að gera bara einn kross á bleðilinn. Viltu ekki bara fara að grenja? spurði Lufsan. Hún getur trútt um talað, sannfærð um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og er þar með endalaust í sigurliðinu.