Hörð barátta á netinu 2. maí 2007 00:01 Fortune | Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir ennfremur að markaðsverðmæti fyrirtækisins hefur margfaldast á fáum mánuðum og hleypur nú á tugum milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortunes segir verðmiða sem þennan vissulega út í bláinn en bætir því við að þetta virðist vera stefnan sem netrisarnir séu að taka vestanhafs; þeir greiði hvaða verð sem er til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilinn nái forskoti á netmarkaðnum. Í tilfelli Yahoo er samkeppnisaðilinn netfyrirtækið Google, sem á dögunum velti gosdrykkjarisanum Coca Cola úr toppsætinu sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Hlutabréfin að klárast Economist | Þeir sem hug hafa á því að fjárfesta í hlutabréfum í Bandaríkjunum verða að gera það eins fljótt og auðið er, annars eiga þeir á hættu að engin bréf verði eftir á hlutabréfamarkaðnum. Þetta er ekki vegna mikils áhuga annarra fjárfesta vestanhafs heldur vegna viðamikilla kaupa fyrirtækja á eigin bréfum. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að uppkaup fyrirtækja á eigin bréfum nemi að meðaltali sex prósentum á ársgrundvelli og hafi aldrei verið meiri. Þessi miklu uppkaup eru gerð í skjóli methagnaðar fyrirtækjanna. Afleiðingarnar eru hins vegar þær að grynnkar á sjóðum félaganna. Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa ekki farið varhluta af þessum uppkaupum fyrirtækjanna því nokkrar þeirra, ekki síst Dow Jones, hafa slegið hvert metið á fætur öðru. Héðan og þaðan Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Fortune | Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir ennfremur að markaðsverðmæti fyrirtækisins hefur margfaldast á fáum mánuðum og hleypur nú á tugum milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortunes segir verðmiða sem þennan vissulega út í bláinn en bætir því við að þetta virðist vera stefnan sem netrisarnir séu að taka vestanhafs; þeir greiði hvaða verð sem er til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilinn nái forskoti á netmarkaðnum. Í tilfelli Yahoo er samkeppnisaðilinn netfyrirtækið Google, sem á dögunum velti gosdrykkjarisanum Coca Cola úr toppsætinu sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Hlutabréfin að klárast Economist | Þeir sem hug hafa á því að fjárfesta í hlutabréfum í Bandaríkjunum verða að gera það eins fljótt og auðið er, annars eiga þeir á hættu að engin bréf verði eftir á hlutabréfamarkaðnum. Þetta er ekki vegna mikils áhuga annarra fjárfesta vestanhafs heldur vegna viðamikilla kaupa fyrirtækja á eigin bréfum. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að uppkaup fyrirtækja á eigin bréfum nemi að meðaltali sex prósentum á ársgrundvelli og hafi aldrei verið meiri. Þessi miklu uppkaup eru gerð í skjóli methagnaðar fyrirtækjanna. Afleiðingarnar eru hins vegar þær að grynnkar á sjóðum félaganna. Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa ekki farið varhluta af þessum uppkaupum fyrirtækjanna því nokkrar þeirra, ekki síst Dow Jones, hafa slegið hvert metið á fætur öðru.
Héðan og þaðan Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira