Hardaway vinnur með samkynhneigðum 28. september 2007 10:26 Hardaway situr fyrir brosandi á heimasíðu YES samtakanna Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma. Ummæli Hardaway komust í fyrirsagnir blaða um allan heim og í kjölfarið var honum sagt upp öllum störfum sínum tengdum NBA deildinni. Hardaway baðst síðar afsökunar á orðum sínum, en á næstu vikunum bárust fréttir af því að kona hans hefði sagt skilið við hann og að hann væri orðinn gjaldþrota. Þetta reyndist ekki rétt, en hvað sem því líður hefur stjörnuleikmaðurinn fyrrverandi átt afar erfitt uppdráttar. Hann lofaði að leita sér hjálpar út af þröngsýnum skoðunum sínum og þegar stuðningssamtökin YES leituðu til hans - var hann ekki lengi að bjóða sig fram. Hardaway hefur nú haldið nokkra fyrirlestra hjá samtökunum þar sem hann talar um mikilvægi þess að vera vel upplýstur og að börn og unglingar geti fundið til öryggis óháð kynhneigð sinni. Umburðalyndi er jafnan efsta mál á dagskrá og fyrirlestrana sækir m.a. fjöldi samkynhneigðra. Hardaway segist hafa gengið í gegn um hreint helvíti síðan hann missti sig í útvarpsviðtalinu forðum, en hefur forðast að veita viðtöl fyrr en nú því hann vildi ekki að litið yrði á störf sín sem gagngerða tilraun til að hreinsa mannorð sitt. "Ég gerði mér enga grein fyrir hvað ég særði marga með orðum mínum og ég vil bara reyna að læra og bæta mig. Ég er í rauninni ekki að reyna að bæta fyrir neitt - ég er bara að reyna að öðlast skilning á hlutum sem ég hef ekki áttað mig á," sagði Hardaway. Smelltu hér til að sjá fréttina frá 15. febrúar þegar Hardaway missti sig í útvarpsviðtalinu. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma. Ummæli Hardaway komust í fyrirsagnir blaða um allan heim og í kjölfarið var honum sagt upp öllum störfum sínum tengdum NBA deildinni. Hardaway baðst síðar afsökunar á orðum sínum, en á næstu vikunum bárust fréttir af því að kona hans hefði sagt skilið við hann og að hann væri orðinn gjaldþrota. Þetta reyndist ekki rétt, en hvað sem því líður hefur stjörnuleikmaðurinn fyrrverandi átt afar erfitt uppdráttar. Hann lofaði að leita sér hjálpar út af þröngsýnum skoðunum sínum og þegar stuðningssamtökin YES leituðu til hans - var hann ekki lengi að bjóða sig fram. Hardaway hefur nú haldið nokkra fyrirlestra hjá samtökunum þar sem hann talar um mikilvægi þess að vera vel upplýstur og að börn og unglingar geti fundið til öryggis óháð kynhneigð sinni. Umburðalyndi er jafnan efsta mál á dagskrá og fyrirlestrana sækir m.a. fjöldi samkynhneigðra. Hardaway segist hafa gengið í gegn um hreint helvíti síðan hann missti sig í útvarpsviðtalinu forðum, en hefur forðast að veita viðtöl fyrr en nú því hann vildi ekki að litið yrði á störf sín sem gagngerða tilraun til að hreinsa mannorð sitt. "Ég gerði mér enga grein fyrir hvað ég særði marga með orðum mínum og ég vil bara reyna að læra og bæta mig. Ég er í rauninni ekki að reyna að bæta fyrir neitt - ég er bara að reyna að öðlast skilning á hlutum sem ég hef ekki áttað mig á," sagði Hardaway. Smelltu hér til að sjá fréttina frá 15. febrúar þegar Hardaway missti sig í útvarpsviðtalinu.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum