Utanflokkaumræða 23. ágúst 2006 06:00 Alkunna er að síðustu viku lauk með því að framsóknarmenn kusu viðskipta- og iðnaðarráðherrann til flokksforystu. Hans fyrsta verk var að blása út af flokksfundarborðinu allar umræður um Evrópusambandið og evruna. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan fyrrverandi viðskiptaráðherra gerði tilraun til þess að fleyta evruumræðunni. Það reyndist einum um of óþægur ljár í þúfu. Flokkseiningin kallaði einfaldlega á að allt slíkt tal yrði látið kyrrt liggja. Þverstæðan við þessa sáttagjörð Framsóknarflokksins birtist á síðum þessa blaðs sama dag og hún var kunngerð. Þar kom fram að forystumenn tveggja stærstu og öflugustu íslensku hugvitsfyrirtækjanna sem haslað hafa sér völl á alþjóðamarkaði íhuga alvarlega að skrá hlutabréf þeirra í erlendri mynt. Fyrirtækin Marel og Össur eru í raun og veru eitthvað það markverðasta sem sprottið hefur upp í atvinnulífsflóru Íslands síðustu áratugi. Það er því ástæða til þess að leggja við hlustir þegar forystumenn þessara fyrirtækja fjalla um starfsumhverfi þeirra. Þessi tvö þýðingarmiklu fyrirtæki knýja nú á um sameiningu Kauphallarinnar við OMX kauphöllina til þess að auðvelda skráningu hlutabréfa í erlendri mynt. Það er mat forstjóra Össurar að þróunin muni fara hjá garði íslenska hlutabréfamarkaðarins verði þessi möguleiki ekki opnaður. Fyrsta dag þessarar viku birti Morgunblaðið svo viðtal við Guðmund Magnússon hagfræðiprófessor, fyrrum rektor og um skeið fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Seðlabankans. Hans dómur um krónuna er að hún sé eins konar Svarti Pétur sem enginn vilji hafa á hendi. Prófessorinn telur krónuna hindra erlenda fjárfestingu. Skilaboð hans til stjórnmálamanna eru skýr: „að fjarlægja gengisáhættuna ef þeir vilja ekki í raun að nokkrir aðilar eignist landið allt". Hér er engin tæpitunga notuð. Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins upplýsir síðan hér í blaðinu í dag að þar á bæ hafi menn íhugað hvort eðlilegt væri að gefa launamönnum kost á að fá laun að hluta til greidd í evrum eða að því marki sem þeir tækju hugsanlega lán í þeirri mynt til húsnæðiskaupa. Þetta er athyglisverð hugmynd. Hún gæti ef til vill tryggt launafólki í ríkari mæli efnahagslegan stöðugleika og lægri vexti en verðtryggða krónuhagkerfið hefur nokkru sinni gert. Ekkert er óeðlilegt við að umræða af þessu tagi blómstri á vettvangi atvinnulífsins, hjá launafólki og í fræðasamfélaginu en utan raða stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru getur það beinlínis verið æskilegt. Kjósendahópur allra stjórnmálaflokka er tviskiptur um þessi efni. Umræða á þeim vettvangi er því augljóslega til þess fallin að leiða af sér ágreining, jafnvel innan Samfylkingarinnar. Það er því fullkomlega skiljanlegt að forystumenn stjórnmálaflokka reyni að halda umræðum um Evrópusambandið og evruna á lágum nótum eða algjörlega utan við vébönd þeirra. Ný forysta Framsóknarflokksins verður ekki gagnrýnd fyrir það. Aðalatriðið er að stjórnmálaflokkarnir beiti ekki afli sínu og áhrifum til þess að hindra að þessi umræða fari fram í samfélaginu. Miklu skiptir að þar fái menn frjálst að reyna gildi röksemda sinna. Einnig er eðlilegt að bæði fyrirtæki og launþegar fái að gera tilraunir með notkun evru þar sem það getur átt við. Stjórnmálaflokkarnir taka síðan við umræðunni þegar hún hefur þroskast og jafnvel nokkur þróun átt sér stað með notkun evru. Fylling þess tíma þarf hins vegar ekki að vera langt undan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun
Alkunna er að síðustu viku lauk með því að framsóknarmenn kusu viðskipta- og iðnaðarráðherrann til flokksforystu. Hans fyrsta verk var að blása út af flokksfundarborðinu allar umræður um Evrópusambandið og evruna. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan fyrrverandi viðskiptaráðherra gerði tilraun til þess að fleyta evruumræðunni. Það reyndist einum um of óþægur ljár í þúfu. Flokkseiningin kallaði einfaldlega á að allt slíkt tal yrði látið kyrrt liggja. Þverstæðan við þessa sáttagjörð Framsóknarflokksins birtist á síðum þessa blaðs sama dag og hún var kunngerð. Þar kom fram að forystumenn tveggja stærstu og öflugustu íslensku hugvitsfyrirtækjanna sem haslað hafa sér völl á alþjóðamarkaði íhuga alvarlega að skrá hlutabréf þeirra í erlendri mynt. Fyrirtækin Marel og Össur eru í raun og veru eitthvað það markverðasta sem sprottið hefur upp í atvinnulífsflóru Íslands síðustu áratugi. Það er því ástæða til þess að leggja við hlustir þegar forystumenn þessara fyrirtækja fjalla um starfsumhverfi þeirra. Þessi tvö þýðingarmiklu fyrirtæki knýja nú á um sameiningu Kauphallarinnar við OMX kauphöllina til þess að auðvelda skráningu hlutabréfa í erlendri mynt. Það er mat forstjóra Össurar að þróunin muni fara hjá garði íslenska hlutabréfamarkaðarins verði þessi möguleiki ekki opnaður. Fyrsta dag þessarar viku birti Morgunblaðið svo viðtal við Guðmund Magnússon hagfræðiprófessor, fyrrum rektor og um skeið fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Seðlabankans. Hans dómur um krónuna er að hún sé eins konar Svarti Pétur sem enginn vilji hafa á hendi. Prófessorinn telur krónuna hindra erlenda fjárfestingu. Skilaboð hans til stjórnmálamanna eru skýr: „að fjarlægja gengisáhættuna ef þeir vilja ekki í raun að nokkrir aðilar eignist landið allt". Hér er engin tæpitunga notuð. Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins upplýsir síðan hér í blaðinu í dag að þar á bæ hafi menn íhugað hvort eðlilegt væri að gefa launamönnum kost á að fá laun að hluta til greidd í evrum eða að því marki sem þeir tækju hugsanlega lán í þeirri mynt til húsnæðiskaupa. Þetta er athyglisverð hugmynd. Hún gæti ef til vill tryggt launafólki í ríkari mæli efnahagslegan stöðugleika og lægri vexti en verðtryggða krónuhagkerfið hefur nokkru sinni gert. Ekkert er óeðlilegt við að umræða af þessu tagi blómstri á vettvangi atvinnulífsins, hjá launafólki og í fræðasamfélaginu en utan raða stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru getur það beinlínis verið æskilegt. Kjósendahópur allra stjórnmálaflokka er tviskiptur um þessi efni. Umræða á þeim vettvangi er því augljóslega til þess fallin að leiða af sér ágreining, jafnvel innan Samfylkingarinnar. Það er því fullkomlega skiljanlegt að forystumenn stjórnmálaflokka reyni að halda umræðum um Evrópusambandið og evruna á lágum nótum eða algjörlega utan við vébönd þeirra. Ný forysta Framsóknarflokksins verður ekki gagnrýnd fyrir það. Aðalatriðið er að stjórnmálaflokkarnir beiti ekki afli sínu og áhrifum til þess að hindra að þessi umræða fari fram í samfélaginu. Miklu skiptir að þar fái menn frjálst að reyna gildi röksemda sinna. Einnig er eðlilegt að bæði fyrirtæki og launþegar fái að gera tilraunir með notkun evru þar sem það getur átt við. Stjórnmálaflokkarnir taka síðan við umræðunni þegar hún hefur þroskast og jafnvel nokkur þróun átt sér stað með notkun evru. Fylling þess tíma þarf hins vegar ekki að vera langt undan.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun