Fastir pennar

Messufall

Nú gerðist það sem ekki hefur áður orðið í átta ára sögu Silfurs Egils. Það varð messufall hjá mér. Sem er náttúrlega vont þegar maður er að sumu leyti eins manns fjölmiðill. Ég þakka Svavari Halldórssyni vel fyrir að hlaupa í skarðið fyrir mig á síðustu stundu. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að ég fór til London til að heimsækja konu mína sem er þar í námi. Lenti svo í því að veikjast illa í kuldanum og rakanum hér og náði ekki í flug heim.

Nú er mér að skána og ég vonast til að vera mættur í spjall í Íslandi í dag á miðvikudaginn. Ef guð lofar. Hins vegar hef ég verið mestanpart netsambandslaus og er lítt með á nótunum um hvað hefur gerst á Íslandi síðustu dagana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×