Breytingar 9. nóvember 2006 13:11 Eins og menn sjá hafa orðið miklar breytingar hér á Vísi. Ég tel að þetta muni vera til bóta, gamla útlitið var þunglamalegt og með því fylgdi talsvert af efni sem var orðið úrelt, efnisþættir sem ég nennti ekki að uppfæra. Nú held ég einungis eftir dálknum sem hefur yfirskriftina Pistlar, en þá mun ég að vanda setja inn svo gott sem daglega. Brotasilfur fær einnig að lifa áfram en þar skrifa ég væntanlega stuttar greinar um bækur, tónlist og annað menningartengt. Hið vinsæla tenglasafn verður áfram hér á síðunni þótt það hafi dottið út í morgun. Ég hef orðið var við að margir nota það á ferð sinni um vefinn. Reyni líka að uppfæra það eins samviskusamlega og ég get, taka út dauða tengla og bæta inn nýjum, sérstaklega nú í prófkjörsvertíðinni. Silfrið verður svo auðvitað áfram í Veftívíinu. Unnið er í að gera það þægilegra í notkun. Margir eru steinhættir að horfa á svona þætti í sjónvarpi. Fjölmiðlanotkunin er að breytast verulega. Samt halda menn áfram að mæla sjónvarpsáhorf með gamla laginu. Mér finnst mikilvægt að eldra efni sé aðgengilegt hér. Þó ekki sé nema til þess að hægt sé að reka mig á gat með einhverju sem ég skrifaði fyrir mörgum árum og er í algjöru ósamræmi við það sem ég er að segja núna. Best væri náttúrlega ef hægt væri að nálgast greinar frá þesssum rúmlega þremur árum sem ég hef verið hér á Vísi - gamla efnið frá árum mínum á Strikinu er víst kirfilega lokað og læst. Njótið vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Eins og menn sjá hafa orðið miklar breytingar hér á Vísi. Ég tel að þetta muni vera til bóta, gamla útlitið var þunglamalegt og með því fylgdi talsvert af efni sem var orðið úrelt, efnisþættir sem ég nennti ekki að uppfæra. Nú held ég einungis eftir dálknum sem hefur yfirskriftina Pistlar, en þá mun ég að vanda setja inn svo gott sem daglega. Brotasilfur fær einnig að lifa áfram en þar skrifa ég væntanlega stuttar greinar um bækur, tónlist og annað menningartengt. Hið vinsæla tenglasafn verður áfram hér á síðunni þótt það hafi dottið út í morgun. Ég hef orðið var við að margir nota það á ferð sinni um vefinn. Reyni líka að uppfæra það eins samviskusamlega og ég get, taka út dauða tengla og bæta inn nýjum, sérstaklega nú í prófkjörsvertíðinni. Silfrið verður svo auðvitað áfram í Veftívíinu. Unnið er í að gera það þægilegra í notkun. Margir eru steinhættir að horfa á svona þætti í sjónvarpi. Fjölmiðlanotkunin er að breytast verulega. Samt halda menn áfram að mæla sjónvarpsáhorf með gamla laginu. Mér finnst mikilvægt að eldra efni sé aðgengilegt hér. Þó ekki sé nema til þess að hægt sé að reka mig á gat með einhverju sem ég skrifaði fyrir mörgum árum og er í algjöru ósamræmi við það sem ég er að segja núna. Best væri náttúrlega ef hægt væri að nálgast greinar frá þesssum rúmlega þremur árum sem ég hef verið hér á Vísi - gamla efnið frá árum mínum á Strikinu er víst kirfilega lokað og læst. Njótið vel.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun