Finn Air 7. október 2006 19:09 Nú eru Framsóknarmenn búnir að eignast Icelandair - þetta gamla óskabarn sem áður hét Flugleiðir og varð til eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða, félaga sem lék um ævintyraljómi einkaframtaks, athafnamennsku og hetjudáða. Frumkvöðlarnir yrðu skrítnir á svipinn ef þeir heyrðu þessi tíðindi - og hvað segja Sigurður gamli Helgason og Hörður Sigurgestsson? Til hvers var allt þeirra starf? Bak við nýjasta plottið er ekki minni maður en Finnur Ingólfsson - sem var næstum orðinn formaður Framsóknarflokksins um daginn. Gárungarnir eru strax farnir að kalla þetta Finn Air. --- --- --- Það er alltaf viss öryggistilfinning að fljúga með Icelandair. Starfsfólkið er yfirleitt afar vænt, þótt plássið þrengist stöðugt milli sætanna (eða stækkar maður sjálfur?) og maturinn verði sífellt ómerkilegri - það er í raun enginn munur á því lengur að fljúga með Icelandair eða lágfargjaldaflugfélagi. En öryggistilfinningin er ósvikin. Það kann hins vegar að breytast með Finn við stýrið. --- --- --- Icelandair var ein aðalstoðin í Kolkrabbanum svokölluðum. Alltaf hélt maður að hann yrði eilífur, en svo hvarf hann bara í tímans elg. Þetta er svosem ekki séríslenskt fyrirbæri. Gamla kapítalið gáði ekki að sér og það komu nýjir og ófyrirleitnir menn sem sölsuðu undir sig auðmagnið. Björgólfur gerði eins og Rómverjar í Karþagó í forðum, lagði borgina ekki bara í eyði, heldur lét plægja upp jarðveginn þar sem hún stóð og strá salti í förin. Og nú er flugið nánast komið undir Sambandið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Nú eru Framsóknarmenn búnir að eignast Icelandair - þetta gamla óskabarn sem áður hét Flugleiðir og varð til eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða, félaga sem lék um ævintyraljómi einkaframtaks, athafnamennsku og hetjudáða. Frumkvöðlarnir yrðu skrítnir á svipinn ef þeir heyrðu þessi tíðindi - og hvað segja Sigurður gamli Helgason og Hörður Sigurgestsson? Til hvers var allt þeirra starf? Bak við nýjasta plottið er ekki minni maður en Finnur Ingólfsson - sem var næstum orðinn formaður Framsóknarflokksins um daginn. Gárungarnir eru strax farnir að kalla þetta Finn Air. --- --- --- Það er alltaf viss öryggistilfinning að fljúga með Icelandair. Starfsfólkið er yfirleitt afar vænt, þótt plássið þrengist stöðugt milli sætanna (eða stækkar maður sjálfur?) og maturinn verði sífellt ómerkilegri - það er í raun enginn munur á því lengur að fljúga með Icelandair eða lágfargjaldaflugfélagi. En öryggistilfinningin er ósvikin. Það kann hins vegar að breytast með Finn við stýrið. --- --- --- Icelandair var ein aðalstoðin í Kolkrabbanum svokölluðum. Alltaf hélt maður að hann yrði eilífur, en svo hvarf hann bara í tímans elg. Þetta er svosem ekki séríslenskt fyrirbæri. Gamla kapítalið gáði ekki að sér og það komu nýjir og ófyrirleitnir menn sem sölsuðu undir sig auðmagnið. Björgólfur gerði eins og Rómverjar í Karþagó í forðum, lagði borgina ekki bara í eyði, heldur lét plægja upp jarðveginn þar sem hún stóð og strá salti í förin. Og nú er flugið nánast komið undir Sambandið.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun