Eimskip tekur við rekstri á Herjólfi 1. janúar 2006 16:19 Eimskip hefur tekið við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs frá og með áramótum. Við þá breytingu hefur nýtt bókunar- og greiðslukerfi verið tekið í notkun ásamt nýju afsláttarfyrirkomulagi auk þess sem ný siglingaáætlun hefur verið tekin í gagnið. Frá og með fyrstu ferð ársins 2. janúar geta farþegar Herjólfs í fyrsta skipti bókað og greitt fyrir farmiða í gegnum nýja heimasíðu Herjólfs, www.herjolfur.is. Þar verður hægt að bóka og borga fyrir farmiða, svefnpláss og pláss fyrir einkabíla um borð í ferjunni. Í framtíðinni verður einnig hægt að kaupa afsláttarmiða í gegnum sama kerfi, en fyrst um sinn fer sala afsláttarmiða fram í afgreiðslum Herjólfs í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Afgreiðslustaðir Herjólfs verða þeir sömu og áður að undanskildum afgreiðslustað í Reykjavík, en framvegis verður afgreiðsla Herjólfs í Reykjavík staðsett í Vöruhótelinu, Sundabakka 2, 104 Reykjavík. Siglingaáætlun Herjólfs hefur verið bætt til muna með því að fjölga ferðum frá því sem áður var. Herjólfur mun sigla tvær ferðir fram og tilbaka á hverjum degi allt árið. Þó er ferðum fækkað á vissum hátíðisdögum. Nýja siglingaáætlunin gerir þannig ráð fyrir um það bil 720 ferðum fram og tilbaka á ári. Um áramót verður tekið upp svokallað afsláttarkerfi með sama greiðslufyrirkomulagi og við kaup á einstökum ferðum. Kaupa þarf afsláttarkort fyrir að lágmarki 14.400 kr. og eignast kaupandi þá inneign sem því nemur. Þegar viðskiptavinur á afsláttarkort með inneign fær hann afsláttarkjör sem nema 40% afslætti af almennu verði. Á næstunni mun Eimskip standa fyrir breytingum á aðstöðu fyrir farþega, á afgreiðslustöðum jafnt sem um borð í Herjólfi sjálfum. Má þar meðal annars nefna bætta aðstöðu fyrir börn. Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Eimskip hefur tekið við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs frá og með áramótum. Við þá breytingu hefur nýtt bókunar- og greiðslukerfi verið tekið í notkun ásamt nýju afsláttarfyrirkomulagi auk þess sem ný siglingaáætlun hefur verið tekin í gagnið. Frá og með fyrstu ferð ársins 2. janúar geta farþegar Herjólfs í fyrsta skipti bókað og greitt fyrir farmiða í gegnum nýja heimasíðu Herjólfs, www.herjolfur.is. Þar verður hægt að bóka og borga fyrir farmiða, svefnpláss og pláss fyrir einkabíla um borð í ferjunni. Í framtíðinni verður einnig hægt að kaupa afsláttarmiða í gegnum sama kerfi, en fyrst um sinn fer sala afsláttarmiða fram í afgreiðslum Herjólfs í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Afgreiðslustaðir Herjólfs verða þeir sömu og áður að undanskildum afgreiðslustað í Reykjavík, en framvegis verður afgreiðsla Herjólfs í Reykjavík staðsett í Vöruhótelinu, Sundabakka 2, 104 Reykjavík. Siglingaáætlun Herjólfs hefur verið bætt til muna með því að fjölga ferðum frá því sem áður var. Herjólfur mun sigla tvær ferðir fram og tilbaka á hverjum degi allt árið. Þó er ferðum fækkað á vissum hátíðisdögum. Nýja siglingaáætlunin gerir þannig ráð fyrir um það bil 720 ferðum fram og tilbaka á ári. Um áramót verður tekið upp svokallað afsláttarkerfi með sama greiðslufyrirkomulagi og við kaup á einstökum ferðum. Kaupa þarf afsláttarkort fyrir að lágmarki 14.400 kr. og eignast kaupandi þá inneign sem því nemur. Þegar viðskiptavinur á afsláttarkort með inneign fær hann afsláttarkjör sem nema 40% afslætti af almennu verði. Á næstunni mun Eimskip standa fyrir breytingum á aðstöðu fyrir farþega, á afgreiðslustöðum jafnt sem um borð í Herjólfi sjálfum. Má þar meðal annars nefna bætta aðstöðu fyrir börn.
Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira