Kauphöllin í Lundúnum greindi frá því í dag að rafrænum viðskiptum hafi fjölgað umtalsvert á árinu og sé útlit fyrir að met verði slegið í þessum mánuði. Clara Furse, forstjóri kauphallarinnar, segir horfur á að viðskiptunum haldi áfram að fjölga út árið.
Furse segir horfur kauphallarinnar góðar. Hafi m.a. skráðum félögum fjölgað um fjórðung í kauphöllinni á síðasta ári en þau eru nú 547 talsins.