Flugfélagið Star Europe, dótturfélag Avion Group, hefur samið við stærsta ferðaþjónustuaðila Þýskalands, T.U.I., um leigu á farþegaflugvél til fimm mánaða yfir sumarið. Star Europe sér um farþegaflug fyrir þýska flugfélagið Germanwings, samkvæmt verkkaupasamningi, og nú einnig fyrir TUI.

