Icelandic Group hefur gert samning um sölu á öllum hlutabréfum í VGI ehf, sem framleiðir umbúðir og rekstrarvörur til matvælafyrirtækja. Söluverð nemur 270 milljónum króna. Samningurinn tekur gildi á Nýársdag og taka nýir stjórnendur við rekstri félagsins frá þeim tíma.
Í tilkynningu frá Icelandic Group segir að söluhagnaður sölunni ræðst af stöðu eigin fjár VGI ehf. í lok þessa árs. Söluhagnaður vegna þessarar sölu mun tekjufærast á fyrsta ársfjórðungi ársins 2007, að því er segir í tilkynningunni.