Skin og skúrir, en bjart framundan 28. desember 2006 06:00 Ingólfur Helgason. Velgengni Kaupþings var ríkissjóði happafengur og innkoma banka á íbúðalánamarkað var mesta kjarabót almennings. Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur. Á fyrri hluta ársins þurftum við að glíma við ákveðna erfiðleika í tengslum við áhyggjur og skrif erlendra greiningaraðila um stöðu íslenska fjármálakerfisins og þar með bankanna. Mikil vinna fór í að kynna bankann og bæta enn frekar upplýsingagjöf og það virðist hafa skilað sér. Við nýttum árið á margan hátt vel að mínu mati. Við bættum markaðsstöðu okkar hér á landi á flestum sviðum enda var áherslan lögð á frekari samþættingu starfseminnar. Við hófumst handa við að endurnýja útibú bankans. Það var orðið tímabært, sum útibúin hafa verið óbreytt um alllangt skeið og því orðin börn síns tíma. Þetta verkefni mun halda áfram á árinu 2007, en hugmyndin með nýju útibúunum er að opna þau, gera bjartari, aðgengilegri og nútímalegri. Við lítum svo á að það eigi að vera gaman að koma í bankann, þar eigi fólki að líða vel. Þessar breytingar munu án efa auka ánægju á meðal viðskiptavina okkar. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá hve vel gengur með stækkun höfuðstöðva bankans, en nú á vormánuðum munum við taka í notkun viðbyggingu sem tvöfaldar stærð höfuðstöðva bankans. Núverandi húsnæði er löngu sprungið og stækkunin því orðin tímabær. Nú um áramótin lögðum við niður heitið „KB banki" og munum þess í stað notast við Kaupþings nafnið okkar. Kaupþing banki er lögheiti bankans, en hjáheitið KB banki varð til við sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka 2003. Þetta var tilkynnt innan bankans nú í desember og er almenn ánægja með þessa breytingu. Ég er tiltölulega bjartsýnn á rekstur bankans á árinu 2007. Fátt bendir til annars en að mjúk lending verði í efnahagslífinu þar sem verðbólgan er á niðurleið og vextir Seðlabankans hafa væntanlega náð hámarki. Velgengni undanfarinna ára byggist á traustum stoðum og ég tel að við Íslendingar séum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Við hjá Kaupþingi innleiddum samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein mesta kjarabót heimilanna á undanförnum árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein mesta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Þessi samkeppnisstaða er að mínu mati tímaskekkja. Að þeim orðum sögðum óska ég fyrir mína hönd og starfsmanna allra, landsmönnum gæfuríks árs. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur. Á fyrri hluta ársins þurftum við að glíma við ákveðna erfiðleika í tengslum við áhyggjur og skrif erlendra greiningaraðila um stöðu íslenska fjármálakerfisins og þar með bankanna. Mikil vinna fór í að kynna bankann og bæta enn frekar upplýsingagjöf og það virðist hafa skilað sér. Við nýttum árið á margan hátt vel að mínu mati. Við bættum markaðsstöðu okkar hér á landi á flestum sviðum enda var áherslan lögð á frekari samþættingu starfseminnar. Við hófumst handa við að endurnýja útibú bankans. Það var orðið tímabært, sum útibúin hafa verið óbreytt um alllangt skeið og því orðin börn síns tíma. Þetta verkefni mun halda áfram á árinu 2007, en hugmyndin með nýju útibúunum er að opna þau, gera bjartari, aðgengilegri og nútímalegri. Við lítum svo á að það eigi að vera gaman að koma í bankann, þar eigi fólki að líða vel. Þessar breytingar munu án efa auka ánægju á meðal viðskiptavina okkar. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá hve vel gengur með stækkun höfuðstöðva bankans, en nú á vormánuðum munum við taka í notkun viðbyggingu sem tvöfaldar stærð höfuðstöðva bankans. Núverandi húsnæði er löngu sprungið og stækkunin því orðin tímabær. Nú um áramótin lögðum við niður heitið „KB banki" og munum þess í stað notast við Kaupþings nafnið okkar. Kaupþing banki er lögheiti bankans, en hjáheitið KB banki varð til við sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka 2003. Þetta var tilkynnt innan bankans nú í desember og er almenn ánægja með þessa breytingu. Ég er tiltölulega bjartsýnn á rekstur bankans á árinu 2007. Fátt bendir til annars en að mjúk lending verði í efnahagslífinu þar sem verðbólgan er á niðurleið og vextir Seðlabankans hafa væntanlega náð hámarki. Velgengni undanfarinna ára byggist á traustum stoðum og ég tel að við Íslendingar séum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Við hjá Kaupþingi innleiddum samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein mesta kjarabót heimilanna á undanförnum árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein mesta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Þessi samkeppnisstaða er að mínu mati tímaskekkja. Að þeim orðum sögðum óska ég fyrir mína hönd og starfsmanna allra, landsmönnum gæfuríks árs.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Samrunar og sókn framundan Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá. 28. desember 2006 06:00