Kemur Finnum í opna skjöldu 5. apríl 2006 00:01 Robert Tchenguiz. Kaupin í Sampo gerð með vitund stjórnenda KB banka. Kaup Roberts Tchenguiz á yfir átta prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, fyrir 60 milljarða króna, hafa komið verulega á óvart í finnskum fjármálaheimi, enda Tchenguiz algjörlega óþekkt nafn þarlendis. Hollenska eignarhaldsfélagið Exafin, sem er í eigu Tchenguiz, er þar með orðið þriðji stærsti hluthafinn í Sampo á eftir finnska ríkinu og Varma lífeyrissjóði. Mikill samgangur hefur verið með hinum íransk-ættaða Tchenguiz og KB banka undanfarin misseri og er talið að kaupin séu gerð með vitund stjórnenda KB banka og jafnvel talið líklegt að hugmyndin að kaupunum sé þaðan komin. Í viðskiptaútgáfu Helsingin Sanomat eru getgátur um að KB banki hafi selt Tchenguiz hlutabréf sín í Sampo en 54 prósent hlutafjár eru í eigu erlendra aðila. Stjórn KB banka hefur heimild til að auka hlutafé bankans um 100 milljarða að markaðsverði og gæti þannig skipt á eigin bréfum fyrir bréf í Sampo ef bankinn hefði hug á að eignast bréf á ný. Sérfræðingar segja að Sampo, sem er sjöundi stærsti banki Norðurlandanna, hafi verið leiðandi í því að taka yfir og sameinast öðrum fjármálafyrirtækjum. Forstjórinn Björn Wahlroos þykir slyngur í viðskiptum og iðinn við að koma á óvart. "Sampo er áhugavert félag af því að það starfar bæði á banka- og tryggingamarkaði," segir Bengt Dahlström, sérfræðingur hjá EQ banking. Erlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kaup Roberts Tchenguiz á yfir átta prósenta hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, fyrir 60 milljarða króna, hafa komið verulega á óvart í finnskum fjármálaheimi, enda Tchenguiz algjörlega óþekkt nafn þarlendis. Hollenska eignarhaldsfélagið Exafin, sem er í eigu Tchenguiz, er þar með orðið þriðji stærsti hluthafinn í Sampo á eftir finnska ríkinu og Varma lífeyrissjóði. Mikill samgangur hefur verið með hinum íransk-ættaða Tchenguiz og KB banka undanfarin misseri og er talið að kaupin séu gerð með vitund stjórnenda KB banka og jafnvel talið líklegt að hugmyndin að kaupunum sé þaðan komin. Í viðskiptaútgáfu Helsingin Sanomat eru getgátur um að KB banki hafi selt Tchenguiz hlutabréf sín í Sampo en 54 prósent hlutafjár eru í eigu erlendra aðila. Stjórn KB banka hefur heimild til að auka hlutafé bankans um 100 milljarða að markaðsverði og gæti þannig skipt á eigin bréfum fyrir bréf í Sampo ef bankinn hefði hug á að eignast bréf á ný. Sérfræðingar segja að Sampo, sem er sjöundi stærsti banki Norðurlandanna, hafi verið leiðandi í því að taka yfir og sameinast öðrum fjármálafyrirtækjum. Forstjórinn Björn Wahlroos þykir slyngur í viðskiptum og iðinn við að koma á óvart. "Sampo er áhugavert félag af því að það starfar bæði á banka- og tryggingamarkaði," segir Bengt Dahlström, sérfræðingur hjá EQ banking.
Erlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira