Verðlaun veitt fyrir afbragðs auglýsingar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 22. nóvember 2006 00:01 Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri SÍA. Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. Yfir hádegisverði á Hótel Nordica á föstudaginn verður tilkynnt um sigurvegara í EFFIE 2006, af þeim sautján innsendingum sem bárust. SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur fyrir keppninni. Að sögn Ingólfs Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra SÍA, eru engin auglýsingaverðlaun eins hátt skrifuð og eftirsótt á alþjóðlegan mælikvarða og þau eru mikilvæg viðbót við önnur auglýsinga- og markaðsverðlaun, á borð við ÍMARK-verðlaunin og Lúðurinn, sem veitt eru hér á landi. Ingólfur segir þau um margt ólík öðrum verðlaunum hvað varðar þá þætti sem tekið er tillit til við val á sigurvegurum. Fyrir það fyrsta eru þau ekki fegurðarsamkeppni auglýsinga heldur er það sá mælanlegi árangur sem af auglýsingunni eða herferðinni hlýst sem skiptir máli. Við val á verðugum sigurvegurum eru dómarar keppninnar beðnir um að meta hvernig ýmsir markaðsþættir á borð við stefnumörkun, sköpunarþáttinn, birtingar og rannsóknir vinna saman. Með því að meta árangurinn af þessum þáttum og verðlauna þá er verðlaununum ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu fyrirtækja. Annað sem er sérstakt við EFFIE-verðlaunin er að fjöldi sigurvegara er ekki ljós í upphafi. Ef engin innsendinganna er talin verðskulda fyrstu verðlaun er þeim einfaldlega sleppt og einungis gefin silfur- og bronsverðlaun. Síðast þegar EFFIE-verðlaunin voru afhent hér á landi, árið 2003, unnu Framsóknarflokkurinn og Toyota á Íslandi til gullverðlauna. Framsóknarflokkurinn fyrir vel heppnaða ímyndarherferð fyrir þingkosningar það árið og Toyota fyrir auglýsingaherferðina „Ég er Yaris" sem flestir sem fylgjast með fjölmiðlum af einhverju tagi muna örugglega eftir. Í ár eru verðlaunin veitt öðru sinni og er stefnt að því að framvegis verði þau veitt á tveggja ára fresti. Þær auglýsingaherferðir sem valið stendur á milli í ár eru eftirfarandi: „Íslensk sókn um allan heim" frá Avion Group og Himni og hafi, „4x4xCRV Honda" frá Bernhard og H:N Markaðssamskiptum, „Ímyndarherferð Glitnis" frá Glitni og Hvíta húsinu, „Það er gott að eldast" frá Happdrætti DAS og Íslensku auglýsingastofunni, „Takk" frá Happdrætti SÍBS og H:N Markaðssamskiptum, „Lýður Oddsson" frá Íslenskri getspá og ENNEMM, „Gulu síðurnar" frá Já og ENNEMM, „Nám er lífsstíll" frá KB banka og ENNEMM, „Það hefur aldrei verið auðveldara að gefa" frá Netbankanum og Himni og hafi, „Ævintýraeyjan Ísland" frá Olís og Himni og hafi, „Aygo" frá Toyota á Íslandi og Íslensku auglýsingastofunni, „Láttu Póstinn sjá um allan pakkann" frá Póstinum og Íslensku auglýsingastofunni, „Sama hver staðan er - þú getur alltaf hringt kollekt" frá Símanum og ENNEMM, „Sérstök börn til betra lífs" frá Sjónarhóli og Íslensku auglýsingastofunni, „Átak 2004" frá Sorpu og H:N Markaðssamskiptum, „Ekki bara spari að spara" frá SPRON verðbréfum og Himni og hafi og „Ef þú ert tryggður - þá færðu það bætt" frá TM og Íslensku auglýsingastofunni. Auglýsinga- og markaðsmál Héðan og þaðan Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. Yfir hádegisverði á Hótel Nordica á föstudaginn verður tilkynnt um sigurvegara í EFFIE 2006, af þeim sautján innsendingum sem bárust. SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur fyrir keppninni. Að sögn Ingólfs Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra SÍA, eru engin auglýsingaverðlaun eins hátt skrifuð og eftirsótt á alþjóðlegan mælikvarða og þau eru mikilvæg viðbót við önnur auglýsinga- og markaðsverðlaun, á borð við ÍMARK-verðlaunin og Lúðurinn, sem veitt eru hér á landi. Ingólfur segir þau um margt ólík öðrum verðlaunum hvað varðar þá þætti sem tekið er tillit til við val á sigurvegurum. Fyrir það fyrsta eru þau ekki fegurðarsamkeppni auglýsinga heldur er það sá mælanlegi árangur sem af auglýsingunni eða herferðinni hlýst sem skiptir máli. Við val á verðugum sigurvegurum eru dómarar keppninnar beðnir um að meta hvernig ýmsir markaðsþættir á borð við stefnumörkun, sköpunarþáttinn, birtingar og rannsóknir vinna saman. Með því að meta árangurinn af þessum þáttum og verðlauna þá er verðlaununum ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu fyrirtækja. Annað sem er sérstakt við EFFIE-verðlaunin er að fjöldi sigurvegara er ekki ljós í upphafi. Ef engin innsendinganna er talin verðskulda fyrstu verðlaun er þeim einfaldlega sleppt og einungis gefin silfur- og bronsverðlaun. Síðast þegar EFFIE-verðlaunin voru afhent hér á landi, árið 2003, unnu Framsóknarflokkurinn og Toyota á Íslandi til gullverðlauna. Framsóknarflokkurinn fyrir vel heppnaða ímyndarherferð fyrir þingkosningar það árið og Toyota fyrir auglýsingaherferðina „Ég er Yaris" sem flestir sem fylgjast með fjölmiðlum af einhverju tagi muna örugglega eftir. Í ár eru verðlaunin veitt öðru sinni og er stefnt að því að framvegis verði þau veitt á tveggja ára fresti. Þær auglýsingaherferðir sem valið stendur á milli í ár eru eftirfarandi: „Íslensk sókn um allan heim" frá Avion Group og Himni og hafi, „4x4xCRV Honda" frá Bernhard og H:N Markaðssamskiptum, „Ímyndarherferð Glitnis" frá Glitni og Hvíta húsinu, „Það er gott að eldast" frá Happdrætti DAS og Íslensku auglýsingastofunni, „Takk" frá Happdrætti SÍBS og H:N Markaðssamskiptum, „Lýður Oddsson" frá Íslenskri getspá og ENNEMM, „Gulu síðurnar" frá Já og ENNEMM, „Nám er lífsstíll" frá KB banka og ENNEMM, „Það hefur aldrei verið auðveldara að gefa" frá Netbankanum og Himni og hafi, „Ævintýraeyjan Ísland" frá Olís og Himni og hafi, „Aygo" frá Toyota á Íslandi og Íslensku auglýsingastofunni, „Láttu Póstinn sjá um allan pakkann" frá Póstinum og Íslensku auglýsingastofunni, „Sama hver staðan er - þú getur alltaf hringt kollekt" frá Símanum og ENNEMM, „Sérstök börn til betra lífs" frá Sjónarhóli og Íslensku auglýsingastofunni, „Átak 2004" frá Sorpu og H:N Markaðssamskiptum, „Ekki bara spari að spara" frá SPRON verðbréfum og Himni og hafi og „Ef þú ert tryggður - þá færðu það bætt" frá TM og Íslensku auglýsingastofunni.
Auglýsinga- og markaðsmál Héðan og þaðan Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent