Galbraith látinn 12. maí 2006 00:01 Hagfræðingurinn heimskunni John Kenneth Galbraith lést á dögunum, 97 ára að aldri. Snemma á áttunda áratug var ég eitt sinn í hópi nokkurra námsmanna í Oxford, sem snæddu kvöldverð með Galbraith í matstofu málfundafélags háskólans, áður en hann flutti þar ræðu. Hann var mjög hár og afar grannur, með arnarnef, heldur þurr á manninn. Ég sagði honum, að ég ynni að doktorsritgerð um kenningar Friðriks von Hayeks. Hann kvaðst þá hafa sótt málstofu hjá Hayek í Hagfræðiskólanum í Lundúnum (L. S. E.) á fjórða áratug, og hefði Hayek verið einhver leiðinlegasti maður, sem hann hefði kynnst. Mér fannst heldur lítið gert úr þessu átrúnaðargoði mínu, svo að ég sagði, að margir væru nú að taka upp hugmyndir Hayeks, til dæmis þau Thatcher í Bretlandi og Reagan í Bandaríkjunum. Það stóð ekki á svarinu: "Það sýnir bara, hvað hægri menn eru hugmyndasnauðir." Þegar ég hlýddi síðan á erindi Galbraiths, áttaði ég mig á því, hvers vegna hann hafnaði oftast kappræðum við skoðanabróður Hayeks og annað átrúnaðargoð mitt, Milton Friedman, þessum orðum: "Það er vegna þess, að Friedman er betri ræðumaður en ég, en ég er betri rithöfundur en hann." Galbraith var lítt áheyrilegur ræðumaður. En vissulega skrifaði hann fjörlegan stíl og kunni að krydda textann með sögum af furðulegu fólki, enda hafa tvær bækur eftir hann verið þýddar á íslensku, Iðnríki okkar daga og Öld óvissunar. Það var þó ef til vill líka önnur ástæða til þess, að hann vildi sjaldnast etja kappi við Friedman. Hún var, að kenningar hans sjálfs stóðust ekki gagnrýni. Galbraith kærði sig sennilega ekki heldur um, að ýmsir spádómar hans væru rifjaðir upp, til dæmis um það skömmu eftir stríð, að Austur-Þýskalandi myndi vegna miklu betur með áætlunarbúskap en Vestur-Þýskalandi við skipulag frjálsra viðskipta. Ein kenning Galbraiths var svonefnd samrunakenning: Kapítalismi væri smám saman að líkjast sósíalisma vegna aukinna ríkisafskipta á Vesturlöndum, um leið og sósíalismi tæki á sig svip kapítalisma vegna greiðari markaðsviðskipta í kommúnistaríkjum. Þessi kenning hrundi um leið og Berlínarmúrinn. Kapítalisminn sigraði, sósíalisminn tapaði. Blair er pólitískur stjúpsonur Thatchers. Jafnvel Kínverjar viðurkenna kosti einkaeignarréttar og frjálsra viðskipta. Önnur kenning Galbraiths var um ofurvald stórfyrirtækjanna. Hann hélt því fram, að frjáls samkeppni væri lítið annað en fagurgali hagfræðinga eins og Hayeks og Friedmans. Í raun og veru réðu stórfyrirtæki yfir einstökum mörkuðum, stjórnuðu þörfum neytenda með auglýsingabrellum og settu verð eins og þeim sýndist. Stjórnendur þessara fyrirtækja hefðu öll völd, en eigendurnir skiptu engu máli. Þessi kenning er líka röng. Í fyrsta lagi geta stórfyrirtækin ekki stjórnað þörfum neytenda. Auglýsingar koma úr öllum áttum. Menn þurfa að velja um það, á hvaða auglýsingum þeir taka mark. Ef þeir vilja ekki vöruna, þá selst hún ekki, eins og hefur margsýnt sig. Stórfyrirtækin setja sjaldnast heldur verð á einstökum mörkuðum, nema þau njóti sérstakrar verndar ríkisins. Hvers vegna hafa til dæmis mörg alþjóðleg flugfélög riðað til falls hin síðari ár? Á sumum mörkuðum eru ekki heldur nein stórfyrirtæki, heldur aragrúi lítilla fyrirtækja, þar sem einstaklingar selja aðallega þekkingu sína. Í fjórða lagi eru stjórnendur stórfyrirtækja síður en svo alráðir um þau. Eigendur hlutabréfa eiga ætíð þann kost, ef þeir eru óánægðir, að selja þá hlutabréf sín og kaupa í öðrum fyrirtækjum. Þar sem fjármagnsmarkaður er virkur, búa stjórnendur stórfyrirtækja við aga, sem knýr þá til að þjóna öðrum dyggilega. Í bókum sínum hafði Galbraith gaman af því að afhjúpa kapítalista og þá, sem hann taldi launaða talsmenn þeirra. En í raun afhjúpaði hann þar sjálfan sig. Á bak við ádeilur hans á kapítalisma bjó gremja hrokafulls menntamanns, sem taldi fram hjá sér gengið, því að völdin ættu að vera í höndum sjálfvalins gáfumannafélags. Sýna kenningar hans ekki, hversu hugmyndasnauðir vinstri menn eru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun
Hagfræðingurinn heimskunni John Kenneth Galbraith lést á dögunum, 97 ára að aldri. Snemma á áttunda áratug var ég eitt sinn í hópi nokkurra námsmanna í Oxford, sem snæddu kvöldverð með Galbraith í matstofu málfundafélags háskólans, áður en hann flutti þar ræðu. Hann var mjög hár og afar grannur, með arnarnef, heldur þurr á manninn. Ég sagði honum, að ég ynni að doktorsritgerð um kenningar Friðriks von Hayeks. Hann kvaðst þá hafa sótt málstofu hjá Hayek í Hagfræðiskólanum í Lundúnum (L. S. E.) á fjórða áratug, og hefði Hayek verið einhver leiðinlegasti maður, sem hann hefði kynnst. Mér fannst heldur lítið gert úr þessu átrúnaðargoði mínu, svo að ég sagði, að margir væru nú að taka upp hugmyndir Hayeks, til dæmis þau Thatcher í Bretlandi og Reagan í Bandaríkjunum. Það stóð ekki á svarinu: "Það sýnir bara, hvað hægri menn eru hugmyndasnauðir." Þegar ég hlýddi síðan á erindi Galbraiths, áttaði ég mig á því, hvers vegna hann hafnaði oftast kappræðum við skoðanabróður Hayeks og annað átrúnaðargoð mitt, Milton Friedman, þessum orðum: "Það er vegna þess, að Friedman er betri ræðumaður en ég, en ég er betri rithöfundur en hann." Galbraith var lítt áheyrilegur ræðumaður. En vissulega skrifaði hann fjörlegan stíl og kunni að krydda textann með sögum af furðulegu fólki, enda hafa tvær bækur eftir hann verið þýddar á íslensku, Iðnríki okkar daga og Öld óvissunar. Það var þó ef til vill líka önnur ástæða til þess, að hann vildi sjaldnast etja kappi við Friedman. Hún var, að kenningar hans sjálfs stóðust ekki gagnrýni. Galbraith kærði sig sennilega ekki heldur um, að ýmsir spádómar hans væru rifjaðir upp, til dæmis um það skömmu eftir stríð, að Austur-Þýskalandi myndi vegna miklu betur með áætlunarbúskap en Vestur-Þýskalandi við skipulag frjálsra viðskipta. Ein kenning Galbraiths var svonefnd samrunakenning: Kapítalismi væri smám saman að líkjast sósíalisma vegna aukinna ríkisafskipta á Vesturlöndum, um leið og sósíalismi tæki á sig svip kapítalisma vegna greiðari markaðsviðskipta í kommúnistaríkjum. Þessi kenning hrundi um leið og Berlínarmúrinn. Kapítalisminn sigraði, sósíalisminn tapaði. Blair er pólitískur stjúpsonur Thatchers. Jafnvel Kínverjar viðurkenna kosti einkaeignarréttar og frjálsra viðskipta. Önnur kenning Galbraiths var um ofurvald stórfyrirtækjanna. Hann hélt því fram, að frjáls samkeppni væri lítið annað en fagurgali hagfræðinga eins og Hayeks og Friedmans. Í raun og veru réðu stórfyrirtæki yfir einstökum mörkuðum, stjórnuðu þörfum neytenda með auglýsingabrellum og settu verð eins og þeim sýndist. Stjórnendur þessara fyrirtækja hefðu öll völd, en eigendurnir skiptu engu máli. Þessi kenning er líka röng. Í fyrsta lagi geta stórfyrirtækin ekki stjórnað þörfum neytenda. Auglýsingar koma úr öllum áttum. Menn þurfa að velja um það, á hvaða auglýsingum þeir taka mark. Ef þeir vilja ekki vöruna, þá selst hún ekki, eins og hefur margsýnt sig. Stórfyrirtækin setja sjaldnast heldur verð á einstökum mörkuðum, nema þau njóti sérstakrar verndar ríkisins. Hvers vegna hafa til dæmis mörg alþjóðleg flugfélög riðað til falls hin síðari ár? Á sumum mörkuðum eru ekki heldur nein stórfyrirtæki, heldur aragrúi lítilla fyrirtækja, þar sem einstaklingar selja aðallega þekkingu sína. Í fjórða lagi eru stjórnendur stórfyrirtækja síður en svo alráðir um þau. Eigendur hlutabréfa eiga ætíð þann kost, ef þeir eru óánægðir, að selja þá hlutabréf sín og kaupa í öðrum fyrirtækjum. Þar sem fjármagnsmarkaður er virkur, búa stjórnendur stórfyrirtækja við aga, sem knýr þá til að þjóna öðrum dyggilega. Í bókum sínum hafði Galbraith gaman af því að afhjúpa kapítalista og þá, sem hann taldi launaða talsmenn þeirra. En í raun afhjúpaði hann þar sjálfan sig. Á bak við ádeilur hans á kapítalisma bjó gremja hrokafulls menntamanns, sem taldi fram hjá sér gengið, því að völdin ættu að vera í höndum sjálfvalins gáfumannafélags. Sýna kenningar hans ekki, hversu hugmyndasnauðir vinstri menn eru?
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun