Danske Bank spáir kreppu hér á árinu 22. mars 2006 00:01 Frá Kaupmannahöfn. Í skýrslu sem Danske bank sendi frá sér í gær segir að íslenskir bankar standi frammi fyrir fjárhagslegum mótbyr og brást sendiráð Íslands við með því að senda út fréttatilkynningu þar sem áréttuð er styrk staða þeirra og lánshæfismat. Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana." Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana."
Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira