Danól og Ölgerðin til sölu Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2006 06:00 Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist, en sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka. Áætlað er að salan taki um sex vikur. Rekstur Danól og Ölgerðarinnar er sagður hafa gengið mjög vel undanfarin ár og árið 2005 sagt það besta í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. Velta Danól hefur vaxið jafnt og þétt og var 2,3 milljarðar 2005. Ölgerðin hefur vaxið um 50 prósent frá því í janúar 2002 og var velta fyrirtækisins í fyrra um 5,5 milljarðar, segir í tilkynningu. Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Danól í 42 ár, lætur af störfum þegar fyrirtækið verður selt. Ég hef verið lengi í þessum rekstri og finnst kominn tími til að draga mig í hlé. Nú eru góðar aðstæður til að selja enda margir fjársterkir aðilar sem hafa bolmagn til að kaupa. Við viljum koma fyrirtækjunum í hendur traustra aðila sem geta haldið uppbyggingu rekstrarins áfram og tryggt starfsfólkinu öruggt starfsumhverfi, segir hann. Danól er eitt stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki, en það sinnir innflutningi og markaðssetningu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og stóreldhús. Meðal vörumerkja Danól eru Merrild, Nestlé, Nescafé, Duni, Neutral, Oroblu, Quality Street, KitKat og After Eight. Danól er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1932, en eigendur þess eru hjónin Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri og Ólöf Októsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var hins vegar stofnuð árið 1913, en hefur verið í eigu Danól frá því vorið 2002. Hjá Ölgerðinni starfa um 130 starfsmenn og starfstöðvar eru víða um land. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur gosdrykki, vatn, öl, bjór, léttvín, sterkt áfengi og snakk. Meðal vörumerkja Ölgerðarinnar eru Egils Malt og Egils Appelsín, Pepsi, Kristall og Kristall Plús, Rosemount, Egils Gull, Tuborg, Brennivín, Smirnoff, Gatorade og Doritos. Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist, en sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka. Áætlað er að salan taki um sex vikur. Rekstur Danól og Ölgerðarinnar er sagður hafa gengið mjög vel undanfarin ár og árið 2005 sagt það besta í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. Velta Danól hefur vaxið jafnt og þétt og var 2,3 milljarðar 2005. Ölgerðin hefur vaxið um 50 prósent frá því í janúar 2002 og var velta fyrirtækisins í fyrra um 5,5 milljarðar, segir í tilkynningu. Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Danól í 42 ár, lætur af störfum þegar fyrirtækið verður selt. Ég hef verið lengi í þessum rekstri og finnst kominn tími til að draga mig í hlé. Nú eru góðar aðstæður til að selja enda margir fjársterkir aðilar sem hafa bolmagn til að kaupa. Við viljum koma fyrirtækjunum í hendur traustra aðila sem geta haldið uppbyggingu rekstrarins áfram og tryggt starfsfólkinu öruggt starfsumhverfi, segir hann. Danól er eitt stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki, en það sinnir innflutningi og markaðssetningu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og stóreldhús. Meðal vörumerkja Danól eru Merrild, Nestlé, Nescafé, Duni, Neutral, Oroblu, Quality Street, KitKat og After Eight. Danól er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1932, en eigendur þess eru hjónin Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri og Ólöf Októsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var hins vegar stofnuð árið 1913, en hefur verið í eigu Danól frá því vorið 2002. Hjá Ölgerðinni starfa um 130 starfsmenn og starfstöðvar eru víða um land. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur gosdrykki, vatn, öl, bjór, léttvín, sterkt áfengi og snakk. Meðal vörumerkja Ölgerðarinnar eru Egils Malt og Egils Appelsín, Pepsi, Kristall og Kristall Plús, Rosemount, Egils Gull, Tuborg, Brennivín, Smirnoff, Gatorade og Doritos.
Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira