Skýrari blokkir eftir Íslandsbankasöluna 9. janúar 2006 00:01 Ánægðir með viðskiptin. Guðmundur Ólason, starfsmaður Milestone, Karl Wernwersson, stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka og Bjarni Ármannsson, forstjóri voru kátir eftir að gengið hafði verið frá sölu Straums Burðaráss í bankanum í gærkvöldi. Með sölu Straums á fjórðungshlut í Íslandsbanka sem undirrituð var í gærkvöldi lýkur enn einum kaflanum í hræringum innan hluthafahóps bankans. Eftir viðskiptin mynda Milestone sem lýtur forystu Karls Wernerssonar, Baugur og FL Group kjölfestu í bankanum með tæplega 40 prósenta hlut. Meðal þeirra sem keyptu hlut af Straumi eru Engeyjarbræður, Einar og Benedikt Sveinssynir sem hafa verið í hluthafahópi bankans, og Jón Snorrason sem setið hefur í bankaráðinu. Einar Sveinsson er formaður bankaráðsins. "Við erum mjög ánægðir með þessa niðurstöðu," segir Einar. Einnig kaupir Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip hlut af Straumi. Straumur mun halda eftir tveggja til þriggja prósenta hlut í bankanum. Kjölfestueigendur bankans hafa sömu sýn á stefnuna og telja verður líklegt að viðskiptin nú um helgina marki upphafið að frekari sókn bankans. Straumur er afsprengi Íslandsbanka og frá því að Straumur sigldi sína leið hefur mátt búast við því að Íslandsbanki byggði upp öfluga einingu til að taka þátt í fjárfestingastarfsemi. Sá hópur sem nú myndar kjölfestu í bankanum er líklegur til að vilja byggja hratt upp slíka starfsemi. Eftir þessi viðskipti eru afar fjársterkir kjölfestueigendur í hluthafahóp Íslandsbanka sem opnar fyrir ýmis sóknarfæri. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á stjórn fyrr en á næsta aðalfundi í mars. Með sölu Straums á hlutinum í Íslandsbanka má greina skýrar skiptingu stærstu aðila í íslensku viðskiptalífi sem hverfast um viðskiptabankana þrjá. Þessi viðskipti marka einnig tímamót í baráttu um ráðandi stöðu í bankanum. Undanfarin misseri hefur Karl Wernersson lagst á sveif með stjórendum bankans um að skapa einingu í bankaráðinu. Karl hefur unnið að því um nokkurt skeið að hlutur Straums yrði keyptur. Samningar um lausn málsins voru langt komnir á Þorláksmessu, en ágreiningur um bréf í KB banka varð til þess að þá slitnaði upp úr viðræðum. Stærsti hluti eignarhlutar Straums er tilkomin upphaflega með kaupum Landsbankans og Burðaráss í bankanum. Hugur Björgólfsfeðga sem voru stærstu eigendur beggja félaga stóð þá til að sameina Landsbanka og Íslandsbanka. Andstaða var við þau áform meðal ráðandi hluthafa Íslandsbanka. Eftir kaupin er FL Group næststærsti hluthafi Íslandsbanka. "Við lítum á þetta sem góða fjárfestingu og höfum mikla trú á framtíð bankans," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group. Hann segir ótímabært að ræða frekari áform með fjárfestingunni. Karl Wernersson sagðist ánægður með að viðskiptin væru í höfn, en hann hefur um nokkurt skeið verið aðalhvatamaðurinn að því að mynda sterka einingu til að standa að baki sókn bankans. Með sölunni innleysir Straumur Burðarás mikinn hagnað og ljóst að bankinn er með mikla fjárfestingargetu. Samkvæmt lögum varð Straumur að draga eignina í Íslandsbanka frá eigin fé sínu og því losnar um talsvert afl til útlána og fjárfestinga við söluna. Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Með sölu Straums á fjórðungshlut í Íslandsbanka sem undirrituð var í gærkvöldi lýkur enn einum kaflanum í hræringum innan hluthafahóps bankans. Eftir viðskiptin mynda Milestone sem lýtur forystu Karls Wernerssonar, Baugur og FL Group kjölfestu í bankanum með tæplega 40 prósenta hlut. Meðal þeirra sem keyptu hlut af Straumi eru Engeyjarbræður, Einar og Benedikt Sveinssynir sem hafa verið í hluthafahópi bankans, og Jón Snorrason sem setið hefur í bankaráðinu. Einar Sveinsson er formaður bankaráðsins. "Við erum mjög ánægðir með þessa niðurstöðu," segir Einar. Einnig kaupir Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip hlut af Straumi. Straumur mun halda eftir tveggja til þriggja prósenta hlut í bankanum. Kjölfestueigendur bankans hafa sömu sýn á stefnuna og telja verður líklegt að viðskiptin nú um helgina marki upphafið að frekari sókn bankans. Straumur er afsprengi Íslandsbanka og frá því að Straumur sigldi sína leið hefur mátt búast við því að Íslandsbanki byggði upp öfluga einingu til að taka þátt í fjárfestingastarfsemi. Sá hópur sem nú myndar kjölfestu í bankanum er líklegur til að vilja byggja hratt upp slíka starfsemi. Eftir þessi viðskipti eru afar fjársterkir kjölfestueigendur í hluthafahóp Íslandsbanka sem opnar fyrir ýmis sóknarfæri. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á stjórn fyrr en á næsta aðalfundi í mars. Með sölu Straums á hlutinum í Íslandsbanka má greina skýrar skiptingu stærstu aðila í íslensku viðskiptalífi sem hverfast um viðskiptabankana þrjá. Þessi viðskipti marka einnig tímamót í baráttu um ráðandi stöðu í bankanum. Undanfarin misseri hefur Karl Wernersson lagst á sveif með stjórendum bankans um að skapa einingu í bankaráðinu. Karl hefur unnið að því um nokkurt skeið að hlutur Straums yrði keyptur. Samningar um lausn málsins voru langt komnir á Þorláksmessu, en ágreiningur um bréf í KB banka varð til þess að þá slitnaði upp úr viðræðum. Stærsti hluti eignarhlutar Straums er tilkomin upphaflega með kaupum Landsbankans og Burðaráss í bankanum. Hugur Björgólfsfeðga sem voru stærstu eigendur beggja félaga stóð þá til að sameina Landsbanka og Íslandsbanka. Andstaða var við þau áform meðal ráðandi hluthafa Íslandsbanka. Eftir kaupin er FL Group næststærsti hluthafi Íslandsbanka. "Við lítum á þetta sem góða fjárfestingu og höfum mikla trú á framtíð bankans," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group. Hann segir ótímabært að ræða frekari áform með fjárfestingunni. Karl Wernersson sagðist ánægður með að viðskiptin væru í höfn, en hann hefur um nokkurt skeið verið aðalhvatamaðurinn að því að mynda sterka einingu til að standa að baki sókn bankans. Með sölunni innleysir Straumur Burðarás mikinn hagnað og ljóst að bankinn er með mikla fjárfestingargetu. Samkvæmt lögum varð Straumur að draga eignina í Íslandsbanka frá eigin fé sínu og því losnar um talsvert afl til útlána og fjárfestinga við söluna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira