Detroit 3 - Philadelphia 1 2. maí 2005 00:01 Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig. NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig.
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira