Erlent

Nasistaveiðarinn mikli fallinn frá

Ógnvaldur nasista númer eitt er fallinn í valinn. Símon Wiesenthal lést í nótt, 96 ára að aldri. Wiesenthal helgaði líf sitt því að koma lögum yfir stríðsglæpamenn úr seinni heimsstyrjöldinni. Símon Wiesenthal dó í svefni í nótt í íbúð sinni í Vínarborg. Það var annar dauðdagi, og hann bar að sextíu árum síðar, en blóðhundar Hitlers ætluðu. Bandarískir hermenn frelsuðu hann úr útrýmingarbúðum nasista árið 1945 og upp frá því vann hann af dæmalausri elju að því að draga morðingja sex milljóna gyðinga í seinna stríði fyrir dómstóla. Marc Regev hjá utanríkisráðuneyti Ísraels sagði í dag að hann hafi verið forvígismaður í því að koma lögum yfir mestu glæpamenn 20. aldarinnar. Símon Wiesenthal vildi réttlæti - ekki hefnd - og þótt hann sé fallin frá heldur Símon Wiesenthal stofnunin í Bandaríkjunum og í Ísrael uppi merki hans; hér á landi höfðum við Mikson-málið; Simon Wiesenthal vissi vel af því. Avner Shalev hjá Helfararsafninu í Jerúsalem segir hann vera tákn siðferðislegrar nauðsynjar til að koma lögum yfir umrædda glæpamenn. Meðal þeirra rúmlega ellefu hundruð stríðsglæpamanna sem Símon Wiesenthal átti þátt í að finna voru SS-foringinn Adolf Eichmann og lögreglumaðurinn sem handtók Önnu Frank. Hann barðist alla sína ævi gegn gyðingahatri og fordómum, nýnasisma og kynþáttahyggju - og vonaði að mannkynið gæti dregið mikilvægan lærdóm af helför gyðinga. Hann sagði eitt sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna að tæknin án haturs hefði gert mannkyninu svo mikið gott. „En samtengd hatri leiðir hún til hörmunga.“  Þótt síðasti stríðsglæpamaðurinn úr seinna stríði gefi upp öndina er starfi Wiesenthal-stofnunarinnar er ekki lokið Hún hefur t.d. átt ríkan þátt í að koma lögum yfir stríðsglæpamenn í Rúanda upp á síðkastið. Segja mætti að sagan endurtaki sig, en ekki eru allir bölsýnismenn. Marc Regev sagði í dag að Wiesenthal hefði hjlálpað við að gera þessa jörð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×