Ný íslensk þjóðfélagsgerð 5. mars 2005 00:01 Getur verið að launajöfnuður á Íslandi hafi lítið sem ekkert breyst undanfarin ár þrátt fyrir augljós merki um stóraukinn kaupmátt þeirra hæstlaunuðustu í samfélaginu? Við sjáum merki um þessi auknu fjárráð allt í kringum okkur; til dæmis alla dýru bílana í umferðinni og svo þykir það varla lengur tiltökumál þegar einbýlishús losar 50 milljónirnar. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann heldur því einmitt fram að engin innistæða sé fyrir fullyrðingum um vaxandi ójöfnuð á Íslandi þegar litið sé til langs tíma, og að þvert á móti sé jöfnuður mikill hér í alþjóðlegum samanburði. Hannes rökstyður mál sitt vandlega með tölum, meðal annars frá Hagstofu Íslands, og það virðist ekki fara á milli mála að hann hefur rétt fyrir sér. Nema hvað dæmin sem eru rakin hér að ofan segja okkur aðra sögu og það gerði líka úttekt Fréttablaðsins sem birtist í nóvember og sagði frá hvernig bilið milli þeirra lægst- og hæstlaunuðustu hefur stóraukist undanfarinn áratug. Hvernig stendur á þessu? Jú, í grein sinni skoðar Hannes launajöfnuð út frá annars vegar þeim tíu prósentum sem hafa lægstu launin og hins vegar þeim tíu prósentum sem hafa hæstu launin. Í úttekt Fréttablaðsins voru aftur á móti viðmiðunarhóparnir hafðir þrengri eða fimm prósent hvor og við það breytist myndin verulega. Þá kemur í ljós að mismunurinn á tekjum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu á Íslandi hefur aukist um rúman helming síðastliðinn áratug. Þeir tekjuhæstu eru nú með um 22 sinnum hærri laun en þeir tekjulægstu, en hvor hópur telur um ellefu þúsund manns. Þarna er komið að því sem hefur breyst mjög hratt undanfarin ár. Laun tiltölulega þröngs hóps hafa hækkað margfalt frá því fyrir örfáum árum þegar ríkisbankastjórarnir röðuðu sér jafnan í efstu sæti tekjuskattsgreiðenda á landinu. Hér er orðin til ný stétt af ofurlaunþegum með milljónir króna á mánuði. Það er spurning hvaða breytingar þessi þróun hefur á íslenska þjóðfélagsgerð þar sem börn stöðumælavarða og forstjóra hafa hingað til unað tiltölulega sátt hlið við hlið á skólabekk? Aðspurður í úttekt Fréttablaðsins sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, að þetta ástand væri "sérstaklega sýnilegt í grunnskólum þar sem börn verði vör við að félagar þeirra komi frá heimilum með meiri peninga, eigi dýrari merkjavörur, fari oftar til útlanda og svo framvegis. Börn geta fyllst vanmáttartilfinningu og fundist þau búa við skort og orðið óánægð og fundið til biturleika vegna þess." Breytt samfélag er vissulega verðugt umhugsunarefni. Því ber hins vegar að fagna að kaupmáttur lágmarkslauna hefur aukist hlutfallslega mest allra launa undanfarin ár og er nú um 70 prósentum meiri en fyrir áratug. Tekjur hinna tekjuhæstu hafa þó hækkað enn meira á sama tíma og bilið því breikkað. Þeir ríku eru sem sagt að verða ríkari en það er ekki á kostnað hinna tekjulægstu sem hafa það betra en áður. Yfir þessu tvennu ættu allir að geta glaðst. Nema ef til vill þeir sem eiga erfitt með að sætta sig við viðleitni núverandi ríkisstjórnar til þess að draga úr tekjujöfnunaráhrifum skattkerfisins. Sumum er aldrei hægt að gera til geðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun
Getur verið að launajöfnuður á Íslandi hafi lítið sem ekkert breyst undanfarin ár þrátt fyrir augljós merki um stóraukinn kaupmátt þeirra hæstlaunuðustu í samfélaginu? Við sjáum merki um þessi auknu fjárráð allt í kringum okkur; til dæmis alla dýru bílana í umferðinni og svo þykir það varla lengur tiltökumál þegar einbýlishús losar 50 milljónirnar. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann heldur því einmitt fram að engin innistæða sé fyrir fullyrðingum um vaxandi ójöfnuð á Íslandi þegar litið sé til langs tíma, og að þvert á móti sé jöfnuður mikill hér í alþjóðlegum samanburði. Hannes rökstyður mál sitt vandlega með tölum, meðal annars frá Hagstofu Íslands, og það virðist ekki fara á milli mála að hann hefur rétt fyrir sér. Nema hvað dæmin sem eru rakin hér að ofan segja okkur aðra sögu og það gerði líka úttekt Fréttablaðsins sem birtist í nóvember og sagði frá hvernig bilið milli þeirra lægst- og hæstlaunuðustu hefur stóraukist undanfarinn áratug. Hvernig stendur á þessu? Jú, í grein sinni skoðar Hannes launajöfnuð út frá annars vegar þeim tíu prósentum sem hafa lægstu launin og hins vegar þeim tíu prósentum sem hafa hæstu launin. Í úttekt Fréttablaðsins voru aftur á móti viðmiðunarhóparnir hafðir þrengri eða fimm prósent hvor og við það breytist myndin verulega. Þá kemur í ljós að mismunurinn á tekjum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu á Íslandi hefur aukist um rúman helming síðastliðinn áratug. Þeir tekjuhæstu eru nú með um 22 sinnum hærri laun en þeir tekjulægstu, en hvor hópur telur um ellefu þúsund manns. Þarna er komið að því sem hefur breyst mjög hratt undanfarin ár. Laun tiltölulega þröngs hóps hafa hækkað margfalt frá því fyrir örfáum árum þegar ríkisbankastjórarnir röðuðu sér jafnan í efstu sæti tekjuskattsgreiðenda á landinu. Hér er orðin til ný stétt af ofurlaunþegum með milljónir króna á mánuði. Það er spurning hvaða breytingar þessi þróun hefur á íslenska þjóðfélagsgerð þar sem börn stöðumælavarða og forstjóra hafa hingað til unað tiltölulega sátt hlið við hlið á skólabekk? Aðspurður í úttekt Fréttablaðsins sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, að þetta ástand væri "sérstaklega sýnilegt í grunnskólum þar sem börn verði vör við að félagar þeirra komi frá heimilum með meiri peninga, eigi dýrari merkjavörur, fari oftar til útlanda og svo framvegis. Börn geta fyllst vanmáttartilfinningu og fundist þau búa við skort og orðið óánægð og fundið til biturleika vegna þess." Breytt samfélag er vissulega verðugt umhugsunarefni. Því ber hins vegar að fagna að kaupmáttur lágmarkslauna hefur aukist hlutfallslega mest allra launa undanfarin ár og er nú um 70 prósentum meiri en fyrir áratug. Tekjur hinna tekjuhæstu hafa þó hækkað enn meira á sama tíma og bilið því breikkað. Þeir ríku eru sem sagt að verða ríkari en það er ekki á kostnað hinna tekjulægstu sem hafa það betra en áður. Yfir þessu tvennu ættu allir að geta glaðst. Nema ef til vill þeir sem eiga erfitt með að sætta sig við viðleitni núverandi ríkisstjórnar til þess að draga úr tekjujöfnunaráhrifum skattkerfisins. Sumum er aldrei hægt að gera til geðs.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun