Jón Baldvin í Silfrinu 9. desember 2005 09:32 Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag. Í viðtalinu verður farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið, bæði hér heima og utanlands. Jón Baldvin er nýkominn heim eftir að hafa starfað sem sendiherra í mörg ár, en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hyggist láta til sín taka í stjórnmálunum aftur. Í þættinum verður einnig fjallað um gagnmerka bók, Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir bandaríska fjölfræðinginn Jared Diamond. Bókin kom út fyrra á þessu ári og vakti heimsathygli. Þar rekur Diamond sögu samfélaga sem hnigu til viðar vegna þess að þau eyðilögðu umhverfi sitt eða kunnu ekki að lifa í samræmi við það – og skoðar ýmsar sögulegar hliðstæður sem hljóta að brenna á nútímamönnum. Það eru Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, sem koma í þáttinn til að fjalla um bókina. Silfur Egils er nú á dagskrá klukkan 12.30 á sunnudögum og er sent út hvort tveggja á Stöð 2 og NFS, en svo er auðvitað líka hægt að horfa á þáttinn hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag. Í viðtalinu verður farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið, bæði hér heima og utanlands. Jón Baldvin er nýkominn heim eftir að hafa starfað sem sendiherra í mörg ár, en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hyggist láta til sín taka í stjórnmálunum aftur. Í þættinum verður einnig fjallað um gagnmerka bók, Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir bandaríska fjölfræðinginn Jared Diamond. Bókin kom út fyrra á þessu ári og vakti heimsathygli. Þar rekur Diamond sögu samfélaga sem hnigu til viðar vegna þess að þau eyðilögðu umhverfi sitt eða kunnu ekki að lifa í samræmi við það – og skoðar ýmsar sögulegar hliðstæður sem hljóta að brenna á nútímamönnum. Það eru Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, sem koma í þáttinn til að fjalla um bókina. Silfur Egils er nú á dagskrá klukkan 12.30 á sunnudögum og er sent út hvort tveggja á Stöð 2 og NFS, en svo er auðvitað líka hægt að horfa á þáttinn hér í Veftívíinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun