Raunir R-lista flokkanna 31. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur afgerandi forystu í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins - án þess þó að hafa leiðtoga. Það er umhugsunarefni. Þetta er óvæntur viðsnúningur, en Sjálfstæðismenn í borginni mega þó eiga að það er loks lífsmark með þeim. Vinstri menn eru þreyttir - og þreyttir á sjálfum sér. Vinstri grænir kusu að splundra R-listanum, en eru nú komnir með heiftarlega bakþanka líkt og sést á pistlum eftir tvo foringja þeirra í Reykjavík. Ögmundur Jónasson stingur upp á því að vinstri flokkarnir ákveði fyrir kosningar að vinna saman eftir þær - myndi semsagt einhvers konar kosningabandalag. Katrín Jakobsdóttir talar um "samsteypustjórn fjölbreyttra afla sem hafa þó sýnt það í verki árum saman að þau geta velunnið saman". Er þetta ekki svolítið óskiljanlegt? Hví var þá ekki bara haldið áfram með R-listann ef hugmyndin er að sömu flokkar verði áfram í bandalagi? --- --- --- Vinstri grænir fengu ekki nema 9 prósent í skoðanakönnuninni svo það er ekki nema von að þeir séu áhyggjufullir. Allir R-listaflokkarnir biðu reyndar afhroð. Hvað sem Steinunn Valdís segir eru 27 prósent afspyrnu léleg útkoma fyrir Samfylkinguna. Miðað við síðustu þingkosningar yrði þaðtap upp á heil 8 prósentustig í höfuðborginni. --- --- --- Aldrei hefur maður haft jafnmikið á tilfinningunni að stríðið gegn fíkniefnum sé að tapast á Íslandi. Bærinn úir og grúir af fíkniefnaneytendum. SÁÁ segir að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri áÍslandi. Maður sem ég hitti um daginn og hefur nokkra innsýn inn í undirheimana tjáði mér að hér væri umtalsverð framleiðsla á amfetamíni. Af þeim sökum þyrfti ekki lengur að flytja inn svo mikið af þessu efni. Hann nefndi að það væru aðallega Austur-Evrópumenn sem stæðu fyrir framleiðslunni; þaðmun þurfa nokkra þekkingu á efnafræði til að framleiða brúklegt amfetamín. Nokkrum dögum síðar las ég að Austur-Evrópumaður hefði verið tekinn í tollinum með efni sem notuð eru til amfetamínframleiðslu. Heimildamaður minn í undirheimum var semsagt ekki að fara með neitt fleipur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn hefur afgerandi forystu í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins - án þess þó að hafa leiðtoga. Það er umhugsunarefni. Þetta er óvæntur viðsnúningur, en Sjálfstæðismenn í borginni mega þó eiga að það er loks lífsmark með þeim. Vinstri menn eru þreyttir - og þreyttir á sjálfum sér. Vinstri grænir kusu að splundra R-listanum, en eru nú komnir með heiftarlega bakþanka líkt og sést á pistlum eftir tvo foringja þeirra í Reykjavík. Ögmundur Jónasson stingur upp á því að vinstri flokkarnir ákveði fyrir kosningar að vinna saman eftir þær - myndi semsagt einhvers konar kosningabandalag. Katrín Jakobsdóttir talar um "samsteypustjórn fjölbreyttra afla sem hafa þó sýnt það í verki árum saman að þau geta velunnið saman". Er þetta ekki svolítið óskiljanlegt? Hví var þá ekki bara haldið áfram með R-listann ef hugmyndin er að sömu flokkar verði áfram í bandalagi? --- --- --- Vinstri grænir fengu ekki nema 9 prósent í skoðanakönnuninni svo það er ekki nema von að þeir séu áhyggjufullir. Allir R-listaflokkarnir biðu reyndar afhroð. Hvað sem Steinunn Valdís segir eru 27 prósent afspyrnu léleg útkoma fyrir Samfylkinguna. Miðað við síðustu þingkosningar yrði þaðtap upp á heil 8 prósentustig í höfuðborginni. --- --- --- Aldrei hefur maður haft jafnmikið á tilfinningunni að stríðið gegn fíkniefnum sé að tapast á Íslandi. Bærinn úir og grúir af fíkniefnaneytendum. SÁÁ segir að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri áÍslandi. Maður sem ég hitti um daginn og hefur nokkra innsýn inn í undirheimana tjáði mér að hér væri umtalsverð framleiðsla á amfetamíni. Af þeim sökum þyrfti ekki lengur að flytja inn svo mikið af þessu efni. Hann nefndi að það væru aðallega Austur-Evrópumenn sem stæðu fyrir framleiðslunni; þaðmun þurfa nokkra þekkingu á efnafræði til að framleiða brúklegt amfetamín. Nokkrum dögum síðar las ég að Austur-Evrópumaður hefði verið tekinn í tollinum með efni sem notuð eru til amfetamínframleiðslu. Heimildamaður minn í undirheimum var semsagt ekki að fara með neitt fleipur.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun