Fullyrðingar séu óviðeigandi 6. ágúst 2005 00:01 Það er undarlegt að ríkisskattstjóri skuli láta uppi persónulega skoðun sína á skattkerfinu, segir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Hann segir fullyrðingarnar óviðeigandi. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri hefur áhyggjur af því að Íslendingar stofni í síauknum mæli fjárfestingafélög í svokölluðum skattaparadísum til að koma undan peningum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að þótt ekki sé ólögmætt að stofna eignarhaldsfélög erlendis stangist það á við lög að gefa ekki upp eignir sínar eða tekjur og segir hann ríka þörf á að herða reglur um upplýsingaskyldu vegna tilfærslu fjármuna til útlanda. Hann segir fjölmargar ábendingar hafa borist skattyfirvöldum um hugsanleg skattsvik af þessum toga og séu mörg slík mál til rannsóknar. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að upplýsingskylda fyrirtækja hér á landi sé í takt við það sem gangi og gerist í nágrannalöndunum. Guðjón segir mikilvægt að umhverfið hér sé samkeppnishæft við það sem gerist annars staðar. Allir geti verið sammála um að skattsvik séu af hinu slæma en ekki sé rétt að breyta reglum þannig að menn loki hér fyrir flæði fjármagns. Hann segir enn fremur að lykilatriðið sé að það séu engar hindranir fyrir því að þeir Íslendingar sem efnist erlendis geti fært fjármagnið til landsins án þess að greiða meiri skatta en þeir eigi kost á víða um Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Það er undarlegt að ríkisskattstjóri skuli láta uppi persónulega skoðun sína á skattkerfinu, segir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Hann segir fullyrðingarnar óviðeigandi. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri hefur áhyggjur af því að Íslendingar stofni í síauknum mæli fjárfestingafélög í svokölluðum skattaparadísum til að koma undan peningum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að þótt ekki sé ólögmætt að stofna eignarhaldsfélög erlendis stangist það á við lög að gefa ekki upp eignir sínar eða tekjur og segir hann ríka þörf á að herða reglur um upplýsingaskyldu vegna tilfærslu fjármuna til útlanda. Hann segir fjölmargar ábendingar hafa borist skattyfirvöldum um hugsanleg skattsvik af þessum toga og séu mörg slík mál til rannsóknar. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að upplýsingskylda fyrirtækja hér á landi sé í takt við það sem gangi og gerist í nágrannalöndunum. Guðjón segir mikilvægt að umhverfið hér sé samkeppnishæft við það sem gerist annars staðar. Allir geti verið sammála um að skattsvik séu af hinu slæma en ekki sé rétt að breyta reglum þannig að menn loki hér fyrir flæði fjármagns. Hann segir enn fremur að lykilatriðið sé að það séu engar hindranir fyrir því að þeir Íslendingar sem efnist erlendis geti fært fjármagnið til landsins án þess að greiða meiri skatta en þeir eigi kost á víða um Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent