Besti fjórðungur í sögu Íslandsbanka 26. júlí 2005 00:01 Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%. Helstu niðurstöður uppgjörs Íslandsbanka hf. fyrstu sex mánuði ársins 2005 eru þessar: · Íslandsbanki skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 7.519 m.kr. eftir skatta, en var 2.469 m.kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 10.557 m.kr. eftir skatta samanborið við 7.357 m.kr. árið 2004. Rekstrartölur fyrir árið 2004 hafa verið aðlagaðar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. · Hagnaður fyrir skatta nam 12.326 m.kr. fyrri hluta ársins, samanborið við 8.730 m.kr. á sama tímabili í fyrra. · Hagnaður á hlut var 0,83 á fyrri árshelmingi. Hagnaður á hlut var 0,58 krónur á öðrum ársfjórðungi, en var 0,24 krónur á sama tímabili í fyrra. · Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 37% á fyrri helmingi ársins 2005, en var 64% á sama tímabili í fyrra. · Hreinar vaxtatekjur voru 10.051 m.kr. á fyrri árshelmingi og jukust um 71% frá fyrra ári. Þær námu 5.586 m.kr. á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.145 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2004. · Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 36% á fyrri árshelmingi og 29% á öðrum fjórðungi 2005. · Vaxtamunur var 2,1% fyrstu sex mánuðina, en var 2,5% á sama tímabili í fyrra og er lækkunin að hluta til vegna innkomu BNbank í samstæðuuppgjör bankans. Sú breyting hefur jafnframt lykiláhrif á þær efnahagsstærðir sem koma hér að neðan. · Heildareignir samstæðunnar námu 1.335 milljörðum króna 30. júní 2005 og höfðu þá aukist um 97% frá áramótum eða um 657 milljarða. · Lán og kröfur samstæðunnar námu 1.111 milljörðum króna 30. júní og höfðu aukist um 114% á árshelmingnum. · Heildarinnlán námu 360 milljörðum í lok 2. ársfjórðungs og jukust um 102% frá áramótum. · Eignir í stýringu námu 298 milljörðum króna og jukust um 8% á ársfjórðungnum. · Eigið fé nam 77 milljörðum króna í lok júní og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,4%, þar af A-hluti 9,2%. "Að baki er besti ársfjórðungur í sögu Íslandsbanka. Uppgjörið ber einkenni mikilla breytinga í starfsemi félagsins. Eignir hafa tæplega tvöfaldast við innkomu BN bankans og rekstur Sjóvá er ekki lengur hluti af samstæðureikningi bankans. Starfsemi utan Íslands er orðinn verulegur hluti af tekjum og sala á tæplega tveimur þriðju hlutar í Sjóvá gefur tækifæri til frekari vaxtar. Þá eru þjónustutekjur meiri vegna aukinna verkefna. Uppgjörið undirstrikar fyrst og fremst sterkan undirliggjandi rekstur sem sýnir sig í því að öll afkomusviðin eru að skila góðum hagnaði. Framundan er áframhaldandi sókn á öllum sviðum byggð á þeim grunni sem lagður hefur verið", segir Bjarni Ármannsson, forstjóri. Fréttatilkynning Íslandsbanka.pdf Innlent Viðskipti Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%. Helstu niðurstöður uppgjörs Íslandsbanka hf. fyrstu sex mánuði ársins 2005 eru þessar: · Íslandsbanki skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 7.519 m.kr. eftir skatta, en var 2.469 m.kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 10.557 m.kr. eftir skatta samanborið við 7.357 m.kr. árið 2004. Rekstrartölur fyrir árið 2004 hafa verið aðlagaðar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. · Hagnaður fyrir skatta nam 12.326 m.kr. fyrri hluta ársins, samanborið við 8.730 m.kr. á sama tímabili í fyrra. · Hagnaður á hlut var 0,83 á fyrri árshelmingi. Hagnaður á hlut var 0,58 krónur á öðrum ársfjórðungi, en var 0,24 krónur á sama tímabili í fyrra. · Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 37% á fyrri helmingi ársins 2005, en var 64% á sama tímabili í fyrra. · Hreinar vaxtatekjur voru 10.051 m.kr. á fyrri árshelmingi og jukust um 71% frá fyrra ári. Þær námu 5.586 m.kr. á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.145 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2004. · Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 36% á fyrri árshelmingi og 29% á öðrum fjórðungi 2005. · Vaxtamunur var 2,1% fyrstu sex mánuðina, en var 2,5% á sama tímabili í fyrra og er lækkunin að hluta til vegna innkomu BNbank í samstæðuuppgjör bankans. Sú breyting hefur jafnframt lykiláhrif á þær efnahagsstærðir sem koma hér að neðan. · Heildareignir samstæðunnar námu 1.335 milljörðum króna 30. júní 2005 og höfðu þá aukist um 97% frá áramótum eða um 657 milljarða. · Lán og kröfur samstæðunnar námu 1.111 milljörðum króna 30. júní og höfðu aukist um 114% á árshelmingnum. · Heildarinnlán námu 360 milljörðum í lok 2. ársfjórðungs og jukust um 102% frá áramótum. · Eignir í stýringu námu 298 milljörðum króna og jukust um 8% á ársfjórðungnum. · Eigið fé nam 77 milljörðum króna í lok júní og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,4%, þar af A-hluti 9,2%. "Að baki er besti ársfjórðungur í sögu Íslandsbanka. Uppgjörið ber einkenni mikilla breytinga í starfsemi félagsins. Eignir hafa tæplega tvöfaldast við innkomu BN bankans og rekstur Sjóvá er ekki lengur hluti af samstæðureikningi bankans. Starfsemi utan Íslands er orðinn verulegur hluti af tekjum og sala á tæplega tveimur þriðju hlutar í Sjóvá gefur tækifæri til frekari vaxtar. Þá eru þjónustutekjur meiri vegna aukinna verkefna. Uppgjörið undirstrikar fyrst og fremst sterkan undirliggjandi rekstur sem sýnir sig í því að öll afkomusviðin eru að skila góðum hagnaði. Framundan er áframhaldandi sókn á öllum sviðum byggð á þeim grunni sem lagður hefur verið", segir Bjarni Ármannsson, forstjóri. Fréttatilkynning Íslandsbanka.pdf
Innlent Viðskipti Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira