Útiloka ekki frekari fjárfestingar 31. maí 2005 00:01 Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar. Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira