Hagnaður aukist um 50 prósent 20. maí 2005 00:01 Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavis búast við að hagnaður fyrirtækisins aukist um allt að 50 prósent á næsta ári eftir kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið nemur um 34 milljörðum íslenskra króna og er um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins að ræða frá upphafi. Með kaupum á Amide nær Actavis fótfestu í Bandaríkjunum sem er gríðarlega mikilvægur markaður að komast inn á en þar fer fram helmingur allrar lyfjasölu í heiminum. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum, með útgáfu nýrra hluta og sambankaláni sem jafnframt verður notað til að endurfjármagna eldri skuldir félagsins. Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Actavis, er ánægður með kaupin. Hann segir fyrirtækið með álitlega veltu og hagnaður þess sé mjög góður. Sameiginleg fyrirtæki Actavis og Amide muni vaxa í framtíðinni á heimsvísu. Sigurður segir að stefnan sé að taka Amide inn í Actavis, en fyrirtækið sé með 67 lyf á markaði. Stjórnendur Actavis sjái einnig möguleika á því að fara með þau lyf sem seld hafi verið í Evrópu inn á Bandaríkjamarkað og markaðssetja þau í gegnum Amide. Þá sé einnig sá möguleiki að fara með lyf Amide inn á Evrópamarkað. Sameinað félag Actavis og Amide verður með yfir 500 lyf á markaði. Þá eru 136 lyf í þróun og skráningum og er þess vænst að félögin leggi sameiginlega inn að minnsta kosti 15 markaðsleyfaumsóknir í Bandaríkjunum á þessu ári. Í ársuppgjörstilkynningu frá Actavis segir að fyrsti ársfjórðungur þessa árs verði sá slakasti á árinu. Flest þeirra nýju lyfja sem sett verða á markað fara á þriðja ársfjórðungi og þar af leiðandi verða aðrir fjórðungar tekjuhærri. Stjórnendur Actavis gera ráð fyrir að sameiningin stuðli að því að hagnaður fyrir skatta aukist um allt að 50 prósent þegar á næsta ári og að hagnaður á hlut aukist um 30-35 prósent. Velta samanlagðs félags Actavis og Amide var 44 milljarðar íslenskra króna árið 2004 og var hagnaður fyrir skatta tæpir 10 milljarðar króna. Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavis búast við að hagnaður fyrirtækisins aukist um allt að 50 prósent á næsta ári eftir kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið nemur um 34 milljörðum íslenskra króna og er um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins að ræða frá upphafi. Með kaupum á Amide nær Actavis fótfestu í Bandaríkjunum sem er gríðarlega mikilvægur markaður að komast inn á en þar fer fram helmingur allrar lyfjasölu í heiminum. Actavis mun fjármagna kaupin með eigin hlutabréfum, með útgáfu nýrra hluta og sambankaláni sem jafnframt verður notað til að endurfjármagna eldri skuldir félagsins. Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Actavis, er ánægður með kaupin. Hann segir fyrirtækið með álitlega veltu og hagnaður þess sé mjög góður. Sameiginleg fyrirtæki Actavis og Amide muni vaxa í framtíðinni á heimsvísu. Sigurður segir að stefnan sé að taka Amide inn í Actavis, en fyrirtækið sé með 67 lyf á markaði. Stjórnendur Actavis sjái einnig möguleika á því að fara með þau lyf sem seld hafi verið í Evrópu inn á Bandaríkjamarkað og markaðssetja þau í gegnum Amide. Þá sé einnig sá möguleiki að fara með lyf Amide inn á Evrópamarkað. Sameinað félag Actavis og Amide verður með yfir 500 lyf á markaði. Þá eru 136 lyf í þróun og skráningum og er þess vænst að félögin leggi sameiginlega inn að minnsta kosti 15 markaðsleyfaumsóknir í Bandaríkjunum á þessu ári. Í ársuppgjörstilkynningu frá Actavis segir að fyrsti ársfjórðungur þessa árs verði sá slakasti á árinu. Flest þeirra nýju lyfja sem sett verða á markað fara á þriðja ársfjórðungi og þar af leiðandi verða aðrir fjórðungar tekjuhærri. Stjórnendur Actavis gera ráð fyrir að sameiningin stuðli að því að hagnaður fyrir skatta aukist um allt að 50 prósent þegar á næsta ári og að hagnaður á hlut aukist um 30-35 prósent. Velta samanlagðs félags Actavis og Amide var 44 milljarðar íslenskra króna árið 2004 og var hagnaður fyrir skatta tæpir 10 milljarðar króna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira