Sport

Loeb sigraði á Ítalíu

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb tryggði sér í dag sigur í Ítalíurallinu, eftir að hafa verið í forystu alla keppnina og hefur nú eins stigs forskot á Norðmanninn Petter Solberg í stigakeppni ökumanna. Loeb var með örugga forystu lengst af í rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan Petter Solberg, sem hafnaði í öðru sæti í keppninni. Þriðji í rallinu varð Finninn Marcus Grönholm, en hann þótti góður að komast á verðlaunapall, eftir að hafa dregist langt aftur úr forystusauðunum þegra hann velti bíl sínum snemma í keppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×