Sport

Aðstæður hentuðu Ferrari best

Fernando Alonso hjá Renault, sem er efstur í stigakeppni ökumanna í formúlu 1, hefur lýst yfir áhyggjum sínum yfir skyndilega bættu gengi Ferrari í síðustu keppni. "Við erum ekki að etja kappi við sama Ferrari liðið og í fyrstu keppnunum, þeim hefur vaxið ásmegin, en ég efast um að þeir nái upp annari eins keyrslu eins og á Imola," sagði Alonso. Það að Schumacher skyldi aka með svona fáheyrðum yfirburðum í síðustu keppni, segir okkur að brautin hentaði liðinu fullkomlega og allar aðstæður á Imola voru sniðnar að styrkleikum liðsins. Það er óvíst að það sama verði uppi á teningnum í næstu keppni," bætti Spánverjinn við. Pat Symonds, yfirmaður hjá Renault tók í sama streng. "Ég hef enga trú á því að Ferrari verði eins sterkir á Spáni eins og þeir voru á Imola. Þar voru aðstæður eins og best verður á kosið fyrir þá. Ég býst við að okkar lið komi öflugt til leiks í næstu keppni og hef engar áhyggjur af liði Ferrari," sagði Symonds. Næsta keppni verður háð um næstu helgi  í Katalóníu á Spáni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×