Sport

James Toney WBA-meistari

Hnefaleikakappinn James Toney varð WBA-meistari í þungavigt um helgina þegar hann lagði John Ruiz að velli. Toney, sem vann bardagann á stigagjöf dómara (116-111, 116-111 og 115-112), varð þar með þriðji hnefaleikamaðurinn í sögunni til að ná titli í þungavigt eftir að hafa verið meistari í milliþungavigt. Hinir tveir voru Roy Jones Jr. og Bob Fitzsimmons. John Ruiz vann WBA-titilinn árið 2001 þegar hann vann Evander Holyfield.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×