Dallas 2 - Houston 2 1. maí 2005 00:01 Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig. NBA Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Sjá meira
Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig.
NBA Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti