Chicago 2 - Washington 1 1. maí 2005 00:01 Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Sjá meira
Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum og hefur minnkað muninn í 2-1 í seríunni. Hinir svokölluðu "þrír stóru" hjá Washington, Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison hafa í allan vetur borið lið Wizards á herðum sér sóknarlega og á því varð raunar engin breyting í nótt. Það sem gerði þó gæfu muninn fyrir liðið var innlegg kraftframherjans Etan Thomas, sem skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst í leiknum og var maðurinn á bak við mikinn sprett sem Wizards tóku á í þriðja leikhlutanum, þegar dró í sundur með liðunum. "Hann var sá leikmaður sem réði úrslitum fyrir þá í kvöld," sagði Ben Gordon hjá Chicago um Etan Thomas. "Hann kom inn með mjög óvænt framlag í sókninni fyrir þá, því þeir eru venjulega að fá þessi stig sín frá öðrum en honum," bætti Gordon við. Lið Chicago gerði út um fyrstu tvo leikina með hetjulegu einstaklingsframtaki, í fyrsta leiknum voru það Ben Gordon og Andres Nocioni sem fóru á kostum og Kirk Hinrich kláraði leik tvö, en í nótt lentu lykilmenn liðsins í villuvandræðum og Wizards nutu þess að vera á heimavelli og náðu að minnka muninn í einvíginu með sigri í algjörum lykilleik. "Það er erfitt að vinna lið þrisvar í röð í þessari deild. Við vorum heppnir að vera inni í leiknum í hálfleik, en svo þegar við fórum að missa lykilleikmenn okkar í villuvandræði undir lokin, fór ég að verða uppiskroppa með leikmenn sem geta klárað svona leiki og það reyndist okkur erfitt, ekki síst á þeirra heimavelli," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. Fyrstu tveir leikir liðanna í Chicago voru opnir og skemmtilegir á að horfa, þar sem bæði lið fóru mikinn í sóknarleiknum. Lið Washington spýtti loksins í lófana í leiknum í nótt og léku fastar, sem gerði það að verkum að mikill hluti stigaskorsins fór fram á vítalínunni að þessu sinni og því þróaðist þriðji leikurinn nokkuð öðruvísi en hinir tveir. Atkvæðamestir í liði Chicago:Tyson Chandler 15 stig (10 frák, 4 varin), Antonio Davis 13 stig (11 frák), Kirk Hinrich 13 stig, Othella Harrington 12 stig, Chris Duhon 12 stig, Andres Nocioni 12 stig (9 frák), Ben Gordon 8 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 32 stig (7 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 21 stig (8 frák), Larry Hughes 21 stig (7 frák), Etan Thomas 20 stig (9 frák), Michael Ruffin 9 stig, Brendan Haywood 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti