Flatir skattar og Untergang 22. apríl 2005 00:01 Silfur Egils á sunnudaginn er farið að taka á sig mynd. Meðal þess sem verður fjallað um er flatur skattur en hið virta tímarit The Economist helgaði honum forsíðu sína í síðustu viku. Þessi hugmynd hefur rutt sér mjög til rúms í ríkjum Austur-Evrópu. Ýmsir hafa tekið þessu fagnandi, þar á meðal vefritið Vef-Þjóðviljinn sem skrifaði fyrir fáum dögum: "Margs konar röksemdir eru fyrir því að taka upp flatan skatt. Nefna má að innheimtan verður mun einfaldari og ódýrari og undanskot minnka, sér í lagi ef skatturinn er nægilega lágur til að skattgreiðendum þykir hann ekki eins ranglátur og ella. Þetta getur sparað háar fjárhæðir bæði í beinum útgjöldum hins opinbera vegna skattheimtumanna og einnig vegna kostnaðar sem einstaklingar verða fyrir vegna flókins skattkerfis. Með einföldu flötu skattkerfi þar sem ekki eru óteljandi undanþágur verður minni sóun en í þeim skattkerfum sem algengust eru og hagkerfið verður skilvirkara og betra. Þetta skiptir máli, en þó skiptir ekki minna máli að flatur skattur á allar tekjur er ekki eins ranglátur og stighækkandi skattur, þar sem flatur skattur felur í sér að allir greiða sama hlutfall launa sinna í skatt. Þeir sem meiri tekjur hafa greiða þó vitaskuld meiri skatta en þeir sem minni tekjur hafa, en hlutfallið er það sama." Í þættinum verður einnig fjallað um kvikmyndina Der Untergang sem nú er sýnd á kvikmyndahátíð við mikla aðsókn. Myndin segir frá síðustu dögum Adolfs Hitlers og lífinu í byrgi hans í Berlín. Þá verður rætt um frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum sem sumir segja að feli í sér stórkostlegar persónunjósnir, meðal annarra Andri Óttarsson, einn gestanna í þættinum, en hann kallar þetta "Versta frumvarp ársins" í grein á Deiglunni. Af öðrum málum sem bera vafalítið á góma má nefna tíu ára afmæli ríkisstjórnar þeirra Halldórs og Davíðs, flugvöllinn og uppbyggingu í Vatnsmýri, hugmyndir um að opinbera fjármálatengsl stjórnmálamanna og formannskjörið í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun
Silfur Egils á sunnudaginn er farið að taka á sig mynd. Meðal þess sem verður fjallað um er flatur skattur en hið virta tímarit The Economist helgaði honum forsíðu sína í síðustu viku. Þessi hugmynd hefur rutt sér mjög til rúms í ríkjum Austur-Evrópu. Ýmsir hafa tekið þessu fagnandi, þar á meðal vefritið Vef-Þjóðviljinn sem skrifaði fyrir fáum dögum: "Margs konar röksemdir eru fyrir því að taka upp flatan skatt. Nefna má að innheimtan verður mun einfaldari og ódýrari og undanskot minnka, sér í lagi ef skatturinn er nægilega lágur til að skattgreiðendum þykir hann ekki eins ranglátur og ella. Þetta getur sparað háar fjárhæðir bæði í beinum útgjöldum hins opinbera vegna skattheimtumanna og einnig vegna kostnaðar sem einstaklingar verða fyrir vegna flókins skattkerfis. Með einföldu flötu skattkerfi þar sem ekki eru óteljandi undanþágur verður minni sóun en í þeim skattkerfum sem algengust eru og hagkerfið verður skilvirkara og betra. Þetta skiptir máli, en þó skiptir ekki minna máli að flatur skattur á allar tekjur er ekki eins ranglátur og stighækkandi skattur, þar sem flatur skattur felur í sér að allir greiða sama hlutfall launa sinna í skatt. Þeir sem meiri tekjur hafa greiða þó vitaskuld meiri skatta en þeir sem minni tekjur hafa, en hlutfallið er það sama." Í þættinum verður einnig fjallað um kvikmyndina Der Untergang sem nú er sýnd á kvikmyndahátíð við mikla aðsókn. Myndin segir frá síðustu dögum Adolfs Hitlers og lífinu í byrgi hans í Berlín. Þá verður rætt um frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum sem sumir segja að feli í sér stórkostlegar persónunjósnir, meðal annarra Andri Óttarsson, einn gestanna í þættinum, en hann kallar þetta "Versta frumvarp ársins" í grein á Deiglunni. Af öðrum málum sem bera vafalítið á góma má nefna tíu ára afmæli ríkisstjórnar þeirra Halldórs og Davíðs, flugvöllinn og uppbyggingu í Vatnsmýri, hugmyndir um að opinbera fjármálatengsl stjórnmálamanna og formannskjörið í Samfylkingunni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun