Útrás eða flótti 13. október 2005 19:01 Vangaveltur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um það hvort útrás íslenskra fyrirtækja, til dæmis til baltnesku landanna, sé útrás eða flótti frá íslenskum vinnumarkaði þar sem starfsmenn hafa góð laun, njóta mikilla réttinda og verkalýðshreyfingin er sterk. Verkalýðshreyfingin í baltnesku löndunum er veik. "Þar geta atvinnurekendur ráðið og rekið fólk eins og þeim sýnist. Á norðurlöndunum er verkalýðshreyfingin sterk. Hér er ákveðin hefð fyrir samskiptum á vinnumarkaði sem ekki er fyrir hendi í baltnesku löndunum. Því spyrjum við: Er verið að misnota fólk. Starfsgreinasambandið ætlar að fjalla um þetta á málþingi 10. maí," segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Félagsleg undirboð og straumur fólks á vinnumarkað án tilskilinna leyfa einkennir vinnumarkaðinn þessa dagana. Skúli segir að sama vandamál sé í öðrum ríkjum Evrópu en verkalýðshreyfingin styðji við bakið á verkalýðshreyfingunni í ríkjum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. "Samkeppnisstaða fyrirtækja á markaði ræðst af því hvaða kostnað fyrirtækin hafa af sinni starfsemi. Þar er launaþátturinn mikilvægur. Sum fyrirtæki fara úr landi og hasla sér völl þar sem þau fá ódýrara vinnuafl. Það þýðir að verkalýðshreyfingin verður líka að hefja útrás," segir hann. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, er ósammála því að útrásin sé flótti. Margar ástæður séu fyrir því að hagkvæmara sé að hafa vissa þætti starfseminnar erlendis, til dæmis gengismál. Í því felist bara skynsemi og komi launum og réttindamálum ekkert við. "Samkeppni frá Asíu fer vaxandi. Hér er hátt menntunarstig og mikil þekking en ég held að það styrki fyrirtækin í heild að geta verið með hluta starfseminnar í öðru umhverfi en þessu íslenska. Hampiðjan hefur aldrei verið með öflugri starfsemi á Íslandi en núna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Sjá meira
Vangaveltur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um það hvort útrás íslenskra fyrirtækja, til dæmis til baltnesku landanna, sé útrás eða flótti frá íslenskum vinnumarkaði þar sem starfsmenn hafa góð laun, njóta mikilla réttinda og verkalýðshreyfingin er sterk. Verkalýðshreyfingin í baltnesku löndunum er veik. "Þar geta atvinnurekendur ráðið og rekið fólk eins og þeim sýnist. Á norðurlöndunum er verkalýðshreyfingin sterk. Hér er ákveðin hefð fyrir samskiptum á vinnumarkaði sem ekki er fyrir hendi í baltnesku löndunum. Því spyrjum við: Er verið að misnota fólk. Starfsgreinasambandið ætlar að fjalla um þetta á málþingi 10. maí," segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Félagsleg undirboð og straumur fólks á vinnumarkað án tilskilinna leyfa einkennir vinnumarkaðinn þessa dagana. Skúli segir að sama vandamál sé í öðrum ríkjum Evrópu en verkalýðshreyfingin styðji við bakið á verkalýðshreyfingunni í ríkjum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. "Samkeppnisstaða fyrirtækja á markaði ræðst af því hvaða kostnað fyrirtækin hafa af sinni starfsemi. Þar er launaþátturinn mikilvægur. Sum fyrirtæki fara úr landi og hasla sér völl þar sem þau fá ódýrara vinnuafl. Það þýðir að verkalýðshreyfingin verður líka að hefja útrás," segir hann. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, er ósammála því að útrásin sé flótti. Margar ástæður séu fyrir því að hagkvæmara sé að hafa vissa þætti starfseminnar erlendis, til dæmis gengismál. Í því felist bara skynsemi og komi launum og réttindamálum ekkert við. "Samkeppni frá Asíu fer vaxandi. Hér er hátt menntunarstig og mikil þekking en ég held að það styrki fyrirtækin í heild að geta verið með hluta starfseminnar í öðru umhverfi en þessu íslenska. Hampiðjan hefur aldrei verið með öflugri starfsemi á Íslandi en núna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Sjá meira