Björgólfur á lista Forbes 18. janúar 2005 00:01 Allt stefnir í að Björgólfur Thor Björgólfsson verði fyrstur Íslendinga til að komast á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólks heims. Luisa Kroll, ritstjóri lista Forbes, er stödd hér á landi til þess að meta eignir Björgólfs Thors og hvort hann nái inn á lista yfir ríkustu einstaklinga í heimi. Fréttablaðið birti frétt í fyrra þar sem eignir Björgólfs voru áætlaðar um eða yfir einn milljarður Bandaríkjadollara sem hefur verið viðmið til þess að koma til greina á listann. Síðan þá hefur dollarinn veikst gagnvart krónunni, auk þess sem eignir Björgólfs í skráðum félögum eins og Landsbankanum og Actavis hafa vaxið. Luisa Kroll segir að ritstjórn Forbes hafi borist tölvupóstur í kjölfar fréttarinnar og birtingu listans um að Björgólfur Thor ætti hugsanlega heima á lista Forbes. Líklegt er að sú verði niðurstaðan, en auk Björgólfs hefur Luisa Kroll kynnt sér eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk þess að kynna sér útrás og umhverfi íslensks viðskiptalífs. Ekki er eins líklegt að Jón Ásgeir komist á listann nú, þar sem eignir hans eru að mestu leyti í óskráðum félögum og verðlagning þeirra og aðgangur að upplýsingum um þau ekki jafn auðveldur og þegar skráð félög eiga í hlut. Líklegt má telja að Jón Ásgeir komist á listann innan tíðar. Ekki er ósennilegt að hrein eign Björgólfs nú sé nær því að vera einn og hálfur milljarður dollara en einn milljarður. Samkvæmt þessu eru verulegar líkur á að hann komist á lista Forbes. Samson er aðaleigandi Landsbankans og er eignarhlutur Björgólfs Thors í Landsbankanum um nítján milljarðar króna. Björgólfur Thor er einnig stærsti eigandinn í Actavis í gegnum eignarhaldsfélag sitt Amber International. Eignarhlutur hans í Actavis er að verðmæti um 38 milljarðar króna. Samtals gerir þetta 57 milljarðar eða rétt yfir 900 milljónir dollara. Auk þessa á Samson hlut í Burðarási og Straumi. Erlendis hefur Björgólfur Thor farið fyrir hópi fjárfesta í kaupum á símafyrirtæki í Búlgaríu og Tékklandi. Auk þess á hann fasteignir í London. Hrein eign hans í þessum erlendu félögum þarf því ekki að vera veruleg til þess að sætið á lista Forbes sé tryggt. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Allt stefnir í að Björgólfur Thor Björgólfsson verði fyrstur Íslendinga til að komast á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólks heims. Luisa Kroll, ritstjóri lista Forbes, er stödd hér á landi til þess að meta eignir Björgólfs Thors og hvort hann nái inn á lista yfir ríkustu einstaklinga í heimi. Fréttablaðið birti frétt í fyrra þar sem eignir Björgólfs voru áætlaðar um eða yfir einn milljarður Bandaríkjadollara sem hefur verið viðmið til þess að koma til greina á listann. Síðan þá hefur dollarinn veikst gagnvart krónunni, auk þess sem eignir Björgólfs í skráðum félögum eins og Landsbankanum og Actavis hafa vaxið. Luisa Kroll segir að ritstjórn Forbes hafi borist tölvupóstur í kjölfar fréttarinnar og birtingu listans um að Björgólfur Thor ætti hugsanlega heima á lista Forbes. Líklegt er að sú verði niðurstaðan, en auk Björgólfs hefur Luisa Kroll kynnt sér eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk þess að kynna sér útrás og umhverfi íslensks viðskiptalífs. Ekki er eins líklegt að Jón Ásgeir komist á listann nú, þar sem eignir hans eru að mestu leyti í óskráðum félögum og verðlagning þeirra og aðgangur að upplýsingum um þau ekki jafn auðveldur og þegar skráð félög eiga í hlut. Líklegt má telja að Jón Ásgeir komist á listann innan tíðar. Ekki er ósennilegt að hrein eign Björgólfs nú sé nær því að vera einn og hálfur milljarður dollara en einn milljarður. Samkvæmt þessu eru verulegar líkur á að hann komist á lista Forbes. Samson er aðaleigandi Landsbankans og er eignarhlutur Björgólfs Thors í Landsbankanum um nítján milljarðar króna. Björgólfur Thor er einnig stærsti eigandinn í Actavis í gegnum eignarhaldsfélag sitt Amber International. Eignarhlutur hans í Actavis er að verðmæti um 38 milljarðar króna. Samtals gerir þetta 57 milljarðar eða rétt yfir 900 milljónir dollara. Auk þessa á Samson hlut í Burðarási og Straumi. Erlendis hefur Björgólfur Thor farið fyrir hópi fjárfesta í kaupum á símafyrirtæki í Búlgaríu og Tékklandi. Auk þess á hann fasteignir í London. Hrein eign hans í þessum erlendu félögum þarf því ekki að vera veruleg til þess að sætið á lista Forbes sé tryggt.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira